Tiger Woods áhrifin: 69 prósent meira áhorf en í fyrra Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. ágúst 2018 13:00 Það voru margir sem eltu Tiger Woods á lokadeginum. Vísir/Getty Tiger Woods átti möguleika á því að vinna risatitil á sunnudaginn og enginn golf- eða íþróttaáhugamaður vildi missa af því. Það sást líka á áhorfstölunum. Áhuginn á lokadegi PGA-risamótsins í golfi var gríðarlegur þar sem Tiger Woods var að berjast um sigurinn við landa sinn Brooks Koepka. Brooks Koepka hafði betur á endanum og Tiger þurfti að sætta sig við annað sætið. Það var hins vegar engin spurning hver var stjarna lokadagsins. Áhorfendur flyktust í kringum Woods og fylgdu honum hvert fótmál. Tiger Woods lék lokahringinn á 64 höggum og endaði á fjórtán höggum undir pari. Frábær frammistaða og sönnun þess að mati margra að hann sé kominn til baka eftir mörg vandræðaár.Tiger Woods' charge, Brooks Koepka's win drive strong PGA ratings https://t.co/2LYlt38Iokpic.twitter.com/j2LhcVXFd7 — NY Daily News Sports (@NYDNSports) August 13, 2018 Sjónvarpsstöðvarnar fagna líka betri spilamennsku Tigers enda rjúka áhorfendatölurnar upp þegar hann er í toppbaráttunni. Frábært dæmi um það er einmitt lokadagur PGA-mótsins því áhorfendatölurnar eru komnar inn. CBS Sports hefur greint frá því að áhorfið á lokadaginn hafi verið 69 prósent meira en á sama hring og í fyrra. Besti árangur Tiger Woods á PGA-meistaramótinu frá 2010 fyrir mótið um helgina var 11. sætið sem hann náði árið 2012. Hann keppti ekki á mótinu undanfarin tvö ár og náði ekki niðurskurðinum á hinum þremur mótunum. Þetta var í fyrsta sinn frá árinu 2009 þar sem Tiger Woods náði öðru sæti á PGA-risamótinu. Golf Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Sjá meira
Tiger Woods átti möguleika á því að vinna risatitil á sunnudaginn og enginn golf- eða íþróttaáhugamaður vildi missa af því. Það sást líka á áhorfstölunum. Áhuginn á lokadegi PGA-risamótsins í golfi var gríðarlegur þar sem Tiger Woods var að berjast um sigurinn við landa sinn Brooks Koepka. Brooks Koepka hafði betur á endanum og Tiger þurfti að sætta sig við annað sætið. Það var hins vegar engin spurning hver var stjarna lokadagsins. Áhorfendur flyktust í kringum Woods og fylgdu honum hvert fótmál. Tiger Woods lék lokahringinn á 64 höggum og endaði á fjórtán höggum undir pari. Frábær frammistaða og sönnun þess að mati margra að hann sé kominn til baka eftir mörg vandræðaár.Tiger Woods' charge, Brooks Koepka's win drive strong PGA ratings https://t.co/2LYlt38Iokpic.twitter.com/j2LhcVXFd7 — NY Daily News Sports (@NYDNSports) August 13, 2018 Sjónvarpsstöðvarnar fagna líka betri spilamennsku Tigers enda rjúka áhorfendatölurnar upp þegar hann er í toppbaráttunni. Frábært dæmi um það er einmitt lokadagur PGA-mótsins því áhorfendatölurnar eru komnar inn. CBS Sports hefur greint frá því að áhorfið á lokadaginn hafi verið 69 prósent meira en á sama hring og í fyrra. Besti árangur Tiger Woods á PGA-meistaramótinu frá 2010 fyrir mótið um helgina var 11. sætið sem hann náði árið 2012. Hann keppti ekki á mótinu undanfarin tvö ár og náði ekki niðurskurðinum á hinum þremur mótunum. Þetta var í fyrsta sinn frá árinu 2009 þar sem Tiger Woods náði öðru sæti á PGA-risamótinu.
Golf Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Sjá meira