Gömul NBA-stjarna rekin fyrir að gagnrýna Kawhi Leonard Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. ágúst 2018 16:00 Bruce Bowen. Vísir/Getty Bruce Bowen er gömul hetja úr NBA-meistaraliði San Antonio Spurs sem hefur verið að lýsa leikjum Los Angeles Clippers liðsins. En ekki lengur. Los Angeles Clippers sá til þess að Bruce Bowen var sagt upp störfum og er ástæðan er gagnrýni hans á Kawhi Leonard, fyrrum leikmann San Antonio Spurs. Aðalástæðan fyrir viðkvæmni Clippers er að félagið ætlar sér að ná í Kawhi Leonard næsta sumar. Kawhi Leonard fór til Toronto Raptors frá Spurs og klárar þar lokaár samningsins. Hann er síðan með lausan samning næsta sumar og þá ætlar Los Angeles Clippers að reyna að tæla hann til sín. Bruce Bowen var mjög ósáttur við það að Kawhi Leonard vildi fara frá San Antonio Spurs og gerði lítið úr afsökunum leikmannsins sem hann kallaði væl og vitleysu.Two months after Bruce Bowen ranted about Kawhi Leonard's "excuses," the Clippers stepped in https://t.co/mttPhNfNYq — New York Post Sports (@nypostsports) August 13, 2018 Bowen vann í raun fyrir Fox Sports West en ekki fyrir Los Angeles Clippers en Clippers pressaði á það að hann yrði rekinn sem varð svo raunin. Bandarísku fjölmiðlamennirnir voru fljótir að benda á það. Það eru mörg félög sem munu keppa um undirskrift Kawhi Leonard næsta sumar og nágrannar Clippers í Los Angeles Lakers eru eitt af þeim liðum. Kawhi Leonard er frábær leikmaður, einstakur varnarmaður sem var orðinn aðalstjarnan í San Antonio Spurs. Hann meiddist hins vegar illa í úrslitakeppninni 2017 og spilaði lítið á síðasta tímabili. Allt fór síðan upp í háaloft á milli hans og Spurs. Bowen blandaði sér í umræðuna en það kostaði hann líka starfið.The 2019 free agency chase is underway: In aftermath of critical comments about Kawhi Leonard, Bruce Bowen won’t return as TV game analyst for the Los Angeles Clippers. Story on ESPN. https://t.co/0kRmwpStBi — Adrian Wojnarowski (@wojespn) August 13, 2018 Bruce Bowen var frábær varnarmaður og þriggja stiga skytta hjá San Antonio Spurs og var í þremur meistaraliðum Spurs árin 2003, 2005 og 2007. Bowen var meðal annars átta sinnum kosinn í fyrsta eða annað varnarlið ársins og treyja hans númer 12 hangir í loftinu í San Antonio Spurs höllinni. Jú, hann er Spurs-maður í gegn. NBA Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sjá meira
Bruce Bowen er gömul hetja úr NBA-meistaraliði San Antonio Spurs sem hefur verið að lýsa leikjum Los Angeles Clippers liðsins. En ekki lengur. Los Angeles Clippers sá til þess að Bruce Bowen var sagt upp störfum og er ástæðan er gagnrýni hans á Kawhi Leonard, fyrrum leikmann San Antonio Spurs. Aðalástæðan fyrir viðkvæmni Clippers er að félagið ætlar sér að ná í Kawhi Leonard næsta sumar. Kawhi Leonard fór til Toronto Raptors frá Spurs og klárar þar lokaár samningsins. Hann er síðan með lausan samning næsta sumar og þá ætlar Los Angeles Clippers að reyna að tæla hann til sín. Bruce Bowen var mjög ósáttur við það að Kawhi Leonard vildi fara frá San Antonio Spurs og gerði lítið úr afsökunum leikmannsins sem hann kallaði væl og vitleysu.Two months after Bruce Bowen ranted about Kawhi Leonard's "excuses," the Clippers stepped in https://t.co/mttPhNfNYq — New York Post Sports (@nypostsports) August 13, 2018 Bowen vann í raun fyrir Fox Sports West en ekki fyrir Los Angeles Clippers en Clippers pressaði á það að hann yrði rekinn sem varð svo raunin. Bandarísku fjölmiðlamennirnir voru fljótir að benda á það. Það eru mörg félög sem munu keppa um undirskrift Kawhi Leonard næsta sumar og nágrannar Clippers í Los Angeles Lakers eru eitt af þeim liðum. Kawhi Leonard er frábær leikmaður, einstakur varnarmaður sem var orðinn aðalstjarnan í San Antonio Spurs. Hann meiddist hins vegar illa í úrslitakeppninni 2017 og spilaði lítið á síðasta tímabili. Allt fór síðan upp í háaloft á milli hans og Spurs. Bowen blandaði sér í umræðuna en það kostaði hann líka starfið.The 2019 free agency chase is underway: In aftermath of critical comments about Kawhi Leonard, Bruce Bowen won’t return as TV game analyst for the Los Angeles Clippers. Story on ESPN. https://t.co/0kRmwpStBi — Adrian Wojnarowski (@wojespn) August 13, 2018 Bruce Bowen var frábær varnarmaður og þriggja stiga skytta hjá San Antonio Spurs og var í þremur meistaraliðum Spurs árin 2003, 2005 og 2007. Bowen var meðal annars átta sinnum kosinn í fyrsta eða annað varnarlið ársins og treyja hans númer 12 hangir í loftinu í San Antonio Spurs höllinni. Jú, hann er Spurs-maður í gegn.
NBA Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sjá meira