Loka þarf Esjunni á meðan stórgrýti verður velt niður fjallið Birgir Olgeirsson skrifar 13. ágúst 2018 20:00 Loka þarf gönguleiðum upp Esjuna á meðan stórhættulegu stórgrýti verður rúllað niður hlíðarnar til að tryggja öryggi göngufólks. Skógræktarfélag Reykjavíkur áætlar að fara í þessa framkvæmd nú síðsumars samhliða umbótum á aðgengi að þessari útvistarparadís sem um 100 þúsund manns sækja árlega. Nokkur ár eru síðan göngufólk veitti því athygli að Steininn, sem er eitt helsta kennileiti Esjunnar, væri farinn að halla töluvert. Skógræktarfélag Reykjavíkur hefur umsjón með Esjuhlíðum og fékk verkfræðing til að kanna aðstæður. „Menn höfðu verið að benda á að Steinninn væri orðinn hættulegur. Hann hallar alltaf meira og meira og hann fer af stað innan einhverra ára trúlega. En það hefur verið gerð úttekt en menn eru ekki alveg sammála um hvaða aðferð á að nota. Þegar menn eru orðnir sammála um það þá geri ég ráð fyrir að við reynum að festa hann eða laga hann með þessari framkvæmd,“ segir Helgi Gíslason framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur.Gönguleiðin upp að Steini frá rótum Esjunnar er um 6,6 kílómetrar að lengd en Steinninn er í 597 metra hæð efst á Langahrygg.Vísir/EgillStefna á að bæta aðgengi Skógræktarfélagið fékk styrki frá framkvæmdasjóði ferðamannastaða til að ráðast í endurbætur á aðgengi fyrir bíla og bílastæði sem eru á Kollafjarðarjörðinni og einnig í endurbætur á efstu hlutann á svokölluðum Esjustíg. Ráðast átti í framkvæmdir ofarlega í Esjunni fyrr í sumar en vegna mikillar úrkomu hefur það ekki reynst mögulegt að fara með vinnuvélar upp í hlíðar fjallsins án þess að valda skemmdum. Helgi segir aðstæður hafa skánað undanfarið og verður starfsmaður sendur upp fjallið á morgun til að kanna aðstæður. Ef þær reynast vænlegar fara fleiri starfsmenn upp í næstu viku.Helgi Gíslason, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur.VísirVonast er til þess að hægt verði að laga Steininn án aðkomu gröfu og þá hugsanlega hægt að rétta hann við með tjökkum og festa hann mögulega með stálstífum.Hafa meiri áhyggjur af stórgrýti í Esjubrúnum En Steininn er ekki eina grjótið sem hætta stafar af. Uppi í Esjubrúnum fyrir ofan steininn eru fimm til sex stórir steinar sem Skógræktarfélagið hefur miklar áhyggjur af. „Þar eru steinar sem eru mun hættulegri en heldur en steinninn sem eru komnir mjög nálægt brúninni og eru miklar líkur á að fari fljótlega af stað og það er nauðsynleg aðgerð að fara þarna upp og velta þeim niður en til þess þarf samhenta aðgerð, og það þarf trúlega að loka fjallinu. Ég hugsa að við skoðum að gera þetta samhliða, ef okkur tekst að byrja í næstu viku þá skoðum við hvað það hentar inn í það verkefni.“ Verða menn sendir upp með handverkfæri til að ýta steinunum af stað sem gæti reynst stórhættulegt gangandi fólki en Helgi segir það ekki gert án þess að hafa björgunarsveitir og slökkvilið höfuðborgarsvæðisins með í ráðum.Göngufólk við Steininn vinsæla en áætlað er að um 100 þúsund manns fari upp stíga Esjunnar árlega.Vísir/EgillSlysum fækkað með betri stígum Skógræktarfélagið hefur undanfarin ár unnið mjög markvisst að endurbótum á stígum upp Esjuna út frá öryggissjónarmiði og náttúruvernd. Þegar kemur að náttúruvernd var stígur lagður fram hjá Einarsmýri af því hún var farin að skemmast út af ágangi. Legu stígsins á nokkrum svæðum var einnig breytt þannig að fjöldi slysa hefur fækkað samhliða mikilli fjölgun þeirra sem nýta sér þessa stíga. „Sem þýðir að þetta er að batna verulega hjá okkur,“ segir Helgi. Gönguleiðin upp að Steini frá rótum Esjunnar er um 6,6 kílómetrar að lengd en Steinninn er í 597 metra hæð efst á Langahrygg. Esjan Reykjavík Tengdar fréttir Skoða möguleika á að koma gröfu upp að Steini til að bjarga helsta kennileiti Esjunnar Steininn í hlíðum Esjunnar hefur sigið mikið undanfarin ár. 30. maí 2018 16:15 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
Loka þarf gönguleiðum upp Esjuna á meðan stórhættulegu stórgrýti verður rúllað niður hlíðarnar til að tryggja öryggi göngufólks. Skógræktarfélag Reykjavíkur áætlar að fara í þessa framkvæmd nú síðsumars samhliða umbótum á aðgengi að þessari útvistarparadís sem um 100 þúsund manns sækja árlega. Nokkur ár eru síðan göngufólk veitti því athygli að Steininn, sem er eitt helsta kennileiti Esjunnar, væri farinn að halla töluvert. Skógræktarfélag Reykjavíkur hefur umsjón með Esjuhlíðum og fékk verkfræðing til að kanna aðstæður. „Menn höfðu verið að benda á að Steinninn væri orðinn hættulegur. Hann hallar alltaf meira og meira og hann fer af stað innan einhverra ára trúlega. En það hefur verið gerð úttekt en menn eru ekki alveg sammála um hvaða aðferð á að nota. Þegar menn eru orðnir sammála um það þá geri ég ráð fyrir að við reynum að festa hann eða laga hann með þessari framkvæmd,“ segir Helgi Gíslason framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur.Gönguleiðin upp að Steini frá rótum Esjunnar er um 6,6 kílómetrar að lengd en Steinninn er í 597 metra hæð efst á Langahrygg.Vísir/EgillStefna á að bæta aðgengi Skógræktarfélagið fékk styrki frá framkvæmdasjóði ferðamannastaða til að ráðast í endurbætur á aðgengi fyrir bíla og bílastæði sem eru á Kollafjarðarjörðinni og einnig í endurbætur á efstu hlutann á svokölluðum Esjustíg. Ráðast átti í framkvæmdir ofarlega í Esjunni fyrr í sumar en vegna mikillar úrkomu hefur það ekki reynst mögulegt að fara með vinnuvélar upp í hlíðar fjallsins án þess að valda skemmdum. Helgi segir aðstæður hafa skánað undanfarið og verður starfsmaður sendur upp fjallið á morgun til að kanna aðstæður. Ef þær reynast vænlegar fara fleiri starfsmenn upp í næstu viku.Helgi Gíslason, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur.VísirVonast er til þess að hægt verði að laga Steininn án aðkomu gröfu og þá hugsanlega hægt að rétta hann við með tjökkum og festa hann mögulega með stálstífum.Hafa meiri áhyggjur af stórgrýti í Esjubrúnum En Steininn er ekki eina grjótið sem hætta stafar af. Uppi í Esjubrúnum fyrir ofan steininn eru fimm til sex stórir steinar sem Skógræktarfélagið hefur miklar áhyggjur af. „Þar eru steinar sem eru mun hættulegri en heldur en steinninn sem eru komnir mjög nálægt brúninni og eru miklar líkur á að fari fljótlega af stað og það er nauðsynleg aðgerð að fara þarna upp og velta þeim niður en til þess þarf samhenta aðgerð, og það þarf trúlega að loka fjallinu. Ég hugsa að við skoðum að gera þetta samhliða, ef okkur tekst að byrja í næstu viku þá skoðum við hvað það hentar inn í það verkefni.“ Verða menn sendir upp með handverkfæri til að ýta steinunum af stað sem gæti reynst stórhættulegt gangandi fólki en Helgi segir það ekki gert án þess að hafa björgunarsveitir og slökkvilið höfuðborgarsvæðisins með í ráðum.Göngufólk við Steininn vinsæla en áætlað er að um 100 þúsund manns fari upp stíga Esjunnar árlega.Vísir/EgillSlysum fækkað með betri stígum Skógræktarfélagið hefur undanfarin ár unnið mjög markvisst að endurbótum á stígum upp Esjuna út frá öryggissjónarmiði og náttúruvernd. Þegar kemur að náttúruvernd var stígur lagður fram hjá Einarsmýri af því hún var farin að skemmast út af ágangi. Legu stígsins á nokkrum svæðum var einnig breytt þannig að fjöldi slysa hefur fækkað samhliða mikilli fjölgun þeirra sem nýta sér þessa stíga. „Sem þýðir að þetta er að batna verulega hjá okkur,“ segir Helgi. Gönguleiðin upp að Steini frá rótum Esjunnar er um 6,6 kílómetrar að lengd en Steinninn er í 597 metra hæð efst á Langahrygg.
Esjan Reykjavík Tengdar fréttir Skoða möguleika á að koma gröfu upp að Steini til að bjarga helsta kennileiti Esjunnar Steininn í hlíðum Esjunnar hefur sigið mikið undanfarin ár. 30. maí 2018 16:15 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
Skoða möguleika á að koma gröfu upp að Steini til að bjarga helsta kennileiti Esjunnar Steininn í hlíðum Esjunnar hefur sigið mikið undanfarin ár. 30. maí 2018 16:15