Sá borgi sem brýtur – óráð í nýjum umferðarlögum Jóhannes Þór Skúlason skrifar 13. ágúst 2018 16:19 Þess má vænta að í haust verði frumvarp til nýrra umferðarlaga lagt fyrir Alþingi, en frumvarpið hefur verið í umsagnarferli að undanförnu. Þegar frumvarpið kom til umsagnar öðru sinni, í samráðsgátt stjórnvalda, olli það miklum vonbrigðum að athugasemdir Samtaka ferðaþjónustunnar og fleiri aðila við ákvæði 93. gr. þess skyldu ekki hafa verið teknar til greina, en þar er gert ráð fyrir því að heimilt sé að gera eiganda ökutækis sekt fyrir brot sem ökumaður annar en eigandi veldur og mynduð eru í löggæslumyndavélum. Samtök ferðaþjónustunnar hafa ítrekað komið því á framfæri opinberlega, sem og í beinum samskiptum við stjórnvöld, hversu íþyngjandi slík sektarákvæði munu reynast fyrir bílaleigur verði þau samþykkt. Sennilega fá leigutakar bílaleigubifreiða hvergi meðal nágrannalanda okkar betri upplýsingar um hraðaksturstakmarkanir og skynsamlega hegðun á vegunum en hér á Íslandi. Upplýsingar um hraðatakmörk eru áberandi á stýri eða mælaborði og bílaleigur leggja kapp á að kynna hverjum leigutaka hraðatakmörk og aðrar sérstakar aðstæður við akstur á þjóðvegum hér á landi. Það verður því ekki við íslenskar bílaleigur sakast um varðandi upplýsingagjöf um öryggisatriði. Á endanum er það hins vegar ætíð ökumaðurinn sem tekur ákvörðun um hraða ökutækisins og ábyrgðin á brotum gegn hraðatakmörkunum hlýtur því eðlilega að vera hans. Það hefur hingað til verið talin eðlileg refsiregla í íslensku réttarfari að sá borgi sem brjóti. Svona sektarákvæði, þar sem öðrum aðila er gert að taka út refsingu fyrir hönd þess sem brýtur, á sér enga hliðstæðu í íslensku réttarfari.Ekki setja lög sem vitað er að virka ekki Stjórnvöld virðast álíta að auðvelt sé fyrir bílaleigur að innheimta sektargreiðslur frá ferðamönnum sem leigja af þeim bíla vegna þess að þeir leggi fram kreditkort til greiðslu og/eða tryggingar leigunni. Því hljóti að vera einfalt að skrá greiðsluna á viðkomandi kort eftir á, jafnvel eftir að viðkomandi ferðamaður er farinn af landi brott. Gallinn er að þetta er ekki rétt. Reynsla bílaleigufyrirtækja, sem staðfest er af kreditkortafyrirtækjum, er að kortaskilmálar veita korthafanum skýran rétt til að hafna slíkum greiðslum sem ekki eru samþykktar með undirskrift eða PIN-númeri korthafa. Raunin verður því sú að bílaleigurnar sitja uppi með ábyrgð á rúmlega hundrað milljóna sektargreiðslum sem ómögulegt er að innheimta frá þeim sem í raun voru valdir að lögbrotunum. Það er mikilvægt fyrir samfélagið allt að koma böndum á hraðakstur og skiljanlegt að ríkið vilji í leiðinni ná inn fjármunum sem því fylgja frá erlendum ferðamönnum eins og öðrum. Til þess þarf þá að setja reglur sem virka og geta stuðlað að auknu umferðaröryggi. Í núverandi mynd gera sektarheimildir 93. gr. frumvarpsins í raun ekkert nema að íþyngja fyrirtækjum í rekstri og gera fyrirtækin ábyrg fyrir brotum sem þau hafa enga möguleika til að fylgjast með eða koma í veg fyrir með öðru en eðlilegri upplýsingagjöf fyrir fram. Samtök ferðaþjónustunnar skora á stjórnvöld að taka tillit til þeirra skýru og málefnalegu athugasemda sem komið hafa fram og fella ákvæði 93. gr. út úr frumvarpi til nýrra umferðarlaga, í stað þess að lögfesta íþyngjandi ákvæði þrátt fyrir að vitað sé að þau virka ekki í raun.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhannes Þór Skúlason Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Sjá meira
Þess má vænta að í haust verði frumvarp til nýrra umferðarlaga lagt fyrir Alþingi, en frumvarpið hefur verið í umsagnarferli að undanförnu. Þegar frumvarpið kom til umsagnar öðru sinni, í samráðsgátt stjórnvalda, olli það miklum vonbrigðum að athugasemdir Samtaka ferðaþjónustunnar og fleiri aðila við ákvæði 93. gr. þess skyldu ekki hafa verið teknar til greina, en þar er gert ráð fyrir því að heimilt sé að gera eiganda ökutækis sekt fyrir brot sem ökumaður annar en eigandi veldur og mynduð eru í löggæslumyndavélum. Samtök ferðaþjónustunnar hafa ítrekað komið því á framfæri opinberlega, sem og í beinum samskiptum við stjórnvöld, hversu íþyngjandi slík sektarákvæði munu reynast fyrir bílaleigur verði þau samþykkt. Sennilega fá leigutakar bílaleigubifreiða hvergi meðal nágrannalanda okkar betri upplýsingar um hraðaksturstakmarkanir og skynsamlega hegðun á vegunum en hér á Íslandi. Upplýsingar um hraðatakmörk eru áberandi á stýri eða mælaborði og bílaleigur leggja kapp á að kynna hverjum leigutaka hraðatakmörk og aðrar sérstakar aðstæður við akstur á þjóðvegum hér á landi. Það verður því ekki við íslenskar bílaleigur sakast um varðandi upplýsingagjöf um öryggisatriði. Á endanum er það hins vegar ætíð ökumaðurinn sem tekur ákvörðun um hraða ökutækisins og ábyrgðin á brotum gegn hraðatakmörkunum hlýtur því eðlilega að vera hans. Það hefur hingað til verið talin eðlileg refsiregla í íslensku réttarfari að sá borgi sem brjóti. Svona sektarákvæði, þar sem öðrum aðila er gert að taka út refsingu fyrir hönd þess sem brýtur, á sér enga hliðstæðu í íslensku réttarfari.Ekki setja lög sem vitað er að virka ekki Stjórnvöld virðast álíta að auðvelt sé fyrir bílaleigur að innheimta sektargreiðslur frá ferðamönnum sem leigja af þeim bíla vegna þess að þeir leggi fram kreditkort til greiðslu og/eða tryggingar leigunni. Því hljóti að vera einfalt að skrá greiðsluna á viðkomandi kort eftir á, jafnvel eftir að viðkomandi ferðamaður er farinn af landi brott. Gallinn er að þetta er ekki rétt. Reynsla bílaleigufyrirtækja, sem staðfest er af kreditkortafyrirtækjum, er að kortaskilmálar veita korthafanum skýran rétt til að hafna slíkum greiðslum sem ekki eru samþykktar með undirskrift eða PIN-númeri korthafa. Raunin verður því sú að bílaleigurnar sitja uppi með ábyrgð á rúmlega hundrað milljóna sektargreiðslum sem ómögulegt er að innheimta frá þeim sem í raun voru valdir að lögbrotunum. Það er mikilvægt fyrir samfélagið allt að koma böndum á hraðakstur og skiljanlegt að ríkið vilji í leiðinni ná inn fjármunum sem því fylgja frá erlendum ferðamönnum eins og öðrum. Til þess þarf þá að setja reglur sem virka og geta stuðlað að auknu umferðaröryggi. Í núverandi mynd gera sektarheimildir 93. gr. frumvarpsins í raun ekkert nema að íþyngja fyrirtækjum í rekstri og gera fyrirtækin ábyrg fyrir brotum sem þau hafa enga möguleika til að fylgjast með eða koma í veg fyrir með öðru en eðlilegri upplýsingagjöf fyrir fram. Samtök ferðaþjónustunnar skora á stjórnvöld að taka tillit til þeirra skýru og málefnalegu athugasemda sem komið hafa fram og fella ákvæði 93. gr. út úr frumvarpi til nýrra umferðarlaga, í stað þess að lögfesta íþyngjandi ákvæði þrátt fyrir að vitað sé að þau virka ekki í raun.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun