Umdeildur starfsmaður FBI rekinn vegna skilaboða um Trump Samúel Karl Ólason skrifar 13. ágúst 2018 15:48 Peter Strzok. Vísir/AP Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, hefur sagt Peter Strzok, fyrrverandi aðstoðaryfirmanni gagnnjósna FBI, upp vegna einkaskilaboða hans og annars starfsmanns FBI um Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Strzok var einn af æðstu starfsmönnum FBI sem komu að Rússarannsókninni svokölluðu, þar til skilaboðin litu dagsins ljós.Strzok átti í ástarsambandi við annan starfsmann FBI sem heitir Lisa Page. Á meðan á kosningabaráttunni stóð árið 2016 og eitthvað fram á 2017 skiptust þau á smáskilaboðum á starfssímum þeirra þar sem þau ræddu meðal annars stjórnmál. Á þeim tíma vann Strzok við rannsókn FBI á tölvupóstum Hillary Clinton og rannsókn Robert Mueller. Í einum skilaboðum fór Strzok illum orðum um Trump og í öðru sagði hann: „Þessi maður getur ekki orðið forseti“. Í öðrum skilaboðum var hann spurður hvort Trump gæti orðið forseti og svaraði hann á þá leið að svo væri ekki. „Við munum stöðva hann“.Færður til í starfi Síðan þá hafa stuðningsmenn Trump ítrekað notað skilaboðin og Strzok til þess að gagnrýna rannsókn Robert Mueller, sérstaks saksóknara Dómsmálaráðuneytisins, á afskiptum Rússa af forsetakosningunum 2016, mögulegri aðkomu framboðs Trump að afskiptunum og hvort Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar. Sjálfur segir Strzok að hann hafi verið að vísa til kjósenda. Kjósendur væru „við“ og þeir myndu ekki kjósa Trump í embætti forseta. Strzok var færður til í starfi og innra eftirlit FBI lagði til að hann yrði lækkaður í tign og sendur í tveggja mánaða leyfi vegna málsins. Lögmaður hans tilkynnti svo í dag að hann hefði verið rekinn, þvert á fyrri yfirlýsingar Christopher Wray, núverandi yfirmanns FBI, sem hafði sagt að ferli máls Strzok myndi fylgja innri reglum stofnunarinnar.Samkvæmt frétt Washington Post segir lögmaður Strzok að aðstoðaryfirmaður FBI hafi rekið Strzok á föstudaginn.Strzok hafði starfað hjá FBI í nærri því 22 ár og komið að ótalmörgum rannsóknum í gegnum tíðina.Segir utanaðkomandi þrýstingi um að kenna Lögmaður Strzok sendi frá sér tilkynningu vegna brottrekstursins í dag þar sem hann sagði að allir Bandaríkjamenn ættu að hafa áhyggjur vegna málsins. Hann sagði að löng og ítarleg rannsókn og nokkrar lotur af framboði fyrir þingnefndum hefðu ekki leitt í ljós snefil af sönnunum fyrir því að persónulegar skoðanir Strzok hefðu haft áhrif á vinnu hans. Þvert á móti hefði hann um árabil verið einn af áreiðanlegustu starfsmönnum gagnnjósna FBI. Því sé ljóst að hann hafi verið rekinn vegna utanaðkomandi þrýstings og markmiðið hafi verið að refsa honum fyrir skoðanir sínar.FBI Special Agent Peter Strzok has been fired. Statement from his attorney. pic.twitter.com/oG780mZMjU— Laura Jarrett (@LauraAJarrett) August 13, 2018 Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir „Bomban“ sem Trump tísti um aftengd samdægurs Skilaboð sem áttu að sýna að Obama hefði verið með puttana í rannsókn FBI á Hillary Clinton vörðuðu áhuga hans á viðbrögðum FBI við afskiptum Rússa af forsetakosningunum. 8. febrúar 2018 16:49 Árásum íhaldsmanna á FBI fjölgar Útlit er fyrir að Repúblikanar séu með markvissum hætti að reyna að grafa undan trúverðugleika FBI og Mueller. Í það minnsta meðal stuðningsmanna flokksins. 26. janúar 2018 11:30 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Sjá meira
Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, hefur sagt Peter Strzok, fyrrverandi aðstoðaryfirmanni gagnnjósna FBI, upp vegna einkaskilaboða hans og annars starfsmanns FBI um Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Strzok var einn af æðstu starfsmönnum FBI sem komu að Rússarannsókninni svokölluðu, þar til skilaboðin litu dagsins ljós.Strzok átti í ástarsambandi við annan starfsmann FBI sem heitir Lisa Page. Á meðan á kosningabaráttunni stóð árið 2016 og eitthvað fram á 2017 skiptust þau á smáskilaboðum á starfssímum þeirra þar sem þau ræddu meðal annars stjórnmál. Á þeim tíma vann Strzok við rannsókn FBI á tölvupóstum Hillary Clinton og rannsókn Robert Mueller. Í einum skilaboðum fór Strzok illum orðum um Trump og í öðru sagði hann: „Þessi maður getur ekki orðið forseti“. Í öðrum skilaboðum var hann spurður hvort Trump gæti orðið forseti og svaraði hann á þá leið að svo væri ekki. „Við munum stöðva hann“.Færður til í starfi Síðan þá hafa stuðningsmenn Trump ítrekað notað skilaboðin og Strzok til þess að gagnrýna rannsókn Robert Mueller, sérstaks saksóknara Dómsmálaráðuneytisins, á afskiptum Rússa af forsetakosningunum 2016, mögulegri aðkomu framboðs Trump að afskiptunum og hvort Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar. Sjálfur segir Strzok að hann hafi verið að vísa til kjósenda. Kjósendur væru „við“ og þeir myndu ekki kjósa Trump í embætti forseta. Strzok var færður til í starfi og innra eftirlit FBI lagði til að hann yrði lækkaður í tign og sendur í tveggja mánaða leyfi vegna málsins. Lögmaður hans tilkynnti svo í dag að hann hefði verið rekinn, þvert á fyrri yfirlýsingar Christopher Wray, núverandi yfirmanns FBI, sem hafði sagt að ferli máls Strzok myndi fylgja innri reglum stofnunarinnar.Samkvæmt frétt Washington Post segir lögmaður Strzok að aðstoðaryfirmaður FBI hafi rekið Strzok á föstudaginn.Strzok hafði starfað hjá FBI í nærri því 22 ár og komið að ótalmörgum rannsóknum í gegnum tíðina.Segir utanaðkomandi þrýstingi um að kenna Lögmaður Strzok sendi frá sér tilkynningu vegna brottrekstursins í dag þar sem hann sagði að allir Bandaríkjamenn ættu að hafa áhyggjur vegna málsins. Hann sagði að löng og ítarleg rannsókn og nokkrar lotur af framboði fyrir þingnefndum hefðu ekki leitt í ljós snefil af sönnunum fyrir því að persónulegar skoðanir Strzok hefðu haft áhrif á vinnu hans. Þvert á móti hefði hann um árabil verið einn af áreiðanlegustu starfsmönnum gagnnjósna FBI. Því sé ljóst að hann hafi verið rekinn vegna utanaðkomandi þrýstings og markmiðið hafi verið að refsa honum fyrir skoðanir sínar.FBI Special Agent Peter Strzok has been fired. Statement from his attorney. pic.twitter.com/oG780mZMjU— Laura Jarrett (@LauraAJarrett) August 13, 2018
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir „Bomban“ sem Trump tísti um aftengd samdægurs Skilaboð sem áttu að sýna að Obama hefði verið með puttana í rannsókn FBI á Hillary Clinton vörðuðu áhuga hans á viðbrögðum FBI við afskiptum Rússa af forsetakosningunum. 8. febrúar 2018 16:49 Árásum íhaldsmanna á FBI fjölgar Útlit er fyrir að Repúblikanar séu með markvissum hætti að reyna að grafa undan trúverðugleika FBI og Mueller. Í það minnsta meðal stuðningsmanna flokksins. 26. janúar 2018 11:30 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Sjá meira
„Bomban“ sem Trump tísti um aftengd samdægurs Skilaboð sem áttu að sýna að Obama hefði verið með puttana í rannsókn FBI á Hillary Clinton vörðuðu áhuga hans á viðbrögðum FBI við afskiptum Rússa af forsetakosningunum. 8. febrúar 2018 16:49
Árásum íhaldsmanna á FBI fjölgar Útlit er fyrir að Repúblikanar séu með markvissum hætti að reyna að grafa undan trúverðugleika FBI og Mueller. Í það minnsta meðal stuðningsmanna flokksins. 26. janúar 2018 11:30