Fengu báðir sex milljónir fyrir EM-silfrið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. ágúst 2018 14:00 Birgir Leifur Hafþórsson og Axel Bóasson með silfrið. Vísir/Getty Birgir Leifur Hafþórsson og Axel Bóasson enduðu í öðru sæti á EM í liðakeppni atvinnukylfinga sem lauk í gær á Gleneagles golfvellinum í Skotlandi. Bæði verðlaun Íslands á Evrópuleikunum komu í golfi en þau skiluðu Íslandi upp í 24. sæti á verðlaunalista leikanna. Axel og Birgir töpuðu naumlega 2/0 í úrslitaleiknum gegn Spánverjunum Pedro Oriol og Scott Fernandez. Úrslitaleikurinn var spennandi og náðu íslensku leikmennirnir að búa til hörkuspennu á lokakaflanum þrátt fyrir að vera komnir þremur holum á eftir þegar aðeins þrjár holur voru eftir.Verðlaunaféð í liðakeppni karla á EM atvinnukylfinga. Birgir og Axel gætu skipt með sér 25,6 millj. kr. eftir hádegi í dag. 1. sæti = 100.000 Evrur= 12,8 millj. kr. per leikmann 2. sæti = 50.000 Evrur= 6,4 millj. kr. 3. sæti = 3,85 millj. kr. 4. sæti = 1,92 millj. kr. — Golfsamband Íslands (@Golfsamband) August 12, 2018 Birgir Leifur og Axel misstu því að talverðum peningum því Evrópumeistararnir fengu um 12,8 milljónir króna hvor í sinn hlut í verðlaunafé. Birgir Leifur og Axel fengu aftur á móti um 6,4 milljónir íslenskra króna hvor í sinn hlut sem er nú ágætis vikukaup. Birgir og Axel lönduðu þar með öðrum verðlaunum sínum á þessu móti. Á laugardaginn fögnuðu þeir Evrópumeistaratitlinum í keppni blandaðra liða með Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur og Valdísi Þóru Jónsdóttur.Axel, Birgir, Ólafía og Valdís skiptu á milli sín tæplega 4 milljónum kr. í verðlaunafé fyrir sigurinn á EM í blandaðri liðakeppni í gær. Fengu öll tæplega 9?6?0?.0?0?0? ÍSL KR. í sinn hlut. pic.twitter.com/Eo24tbJwyD — Golfsamband Íslands (@Golfsamband) August 12, 2018 Það vekur þó athygli að mun lægra verðlaunafé var fyrir sigurinn í keppni blandaðra liða. Axel, Birgir, Ólafía og Valdís skiptu á milli sín tæplega 4 milljónum króna í verðlaunafé fyrir sigurinn. Þau fengu því um 960 þúsund krónur hver. Það var því sexfalt hærra verðlaunfé í liðakeppni karla en í liðakeppni blandaðra liða. Golf Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Birgir Leifur Hafþórsson og Axel Bóasson enduðu í öðru sæti á EM í liðakeppni atvinnukylfinga sem lauk í gær á Gleneagles golfvellinum í Skotlandi. Bæði verðlaun Íslands á Evrópuleikunum komu í golfi en þau skiluðu Íslandi upp í 24. sæti á verðlaunalista leikanna. Axel og Birgir töpuðu naumlega 2/0 í úrslitaleiknum gegn Spánverjunum Pedro Oriol og Scott Fernandez. Úrslitaleikurinn var spennandi og náðu íslensku leikmennirnir að búa til hörkuspennu á lokakaflanum þrátt fyrir að vera komnir þremur holum á eftir þegar aðeins þrjár holur voru eftir.Verðlaunaféð í liðakeppni karla á EM atvinnukylfinga. Birgir og Axel gætu skipt með sér 25,6 millj. kr. eftir hádegi í dag. 1. sæti = 100.000 Evrur= 12,8 millj. kr. per leikmann 2. sæti = 50.000 Evrur= 6,4 millj. kr. 3. sæti = 3,85 millj. kr. 4. sæti = 1,92 millj. kr. — Golfsamband Íslands (@Golfsamband) August 12, 2018 Birgir Leifur og Axel misstu því að talverðum peningum því Evrópumeistararnir fengu um 12,8 milljónir króna hvor í sinn hlut í verðlaunafé. Birgir Leifur og Axel fengu aftur á móti um 6,4 milljónir íslenskra króna hvor í sinn hlut sem er nú ágætis vikukaup. Birgir og Axel lönduðu þar með öðrum verðlaunum sínum á þessu móti. Á laugardaginn fögnuðu þeir Evrópumeistaratitlinum í keppni blandaðra liða með Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur og Valdísi Þóru Jónsdóttur.Axel, Birgir, Ólafía og Valdís skiptu á milli sín tæplega 4 milljónum kr. í verðlaunafé fyrir sigurinn á EM í blandaðri liðakeppni í gær. Fengu öll tæplega 9?6?0?.0?0?0? ÍSL KR. í sinn hlut. pic.twitter.com/Eo24tbJwyD — Golfsamband Íslands (@Golfsamband) August 12, 2018 Það vekur þó athygli að mun lægra verðlaunafé var fyrir sigurinn í keppni blandaðra liða. Axel, Birgir, Ólafía og Valdís skiptu á milli sín tæplega 4 milljónum króna í verðlaunafé fyrir sigurinn. Þau fengu því um 960 þúsund krónur hver. Það var því sexfalt hærra verðlaunfé í liðakeppni karla en í liðakeppni blandaðra liða.
Golf Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira