Opið bréf til formanns VR Starri Reynisson skrifar 13. ágúst 2018 07:00 Sæll Ragnar. Ég er 23 ára gamall námsmaður á leigumarkaði, en sökum þess að ég vil ekki hætta mér út í námslánakerfið þá vinn ég samhliða námi sem verslunarmaður. Sem verslunarmaður tilheyri ég Verslunarmannafélagi Reykjavíkur, þar sem þú ert formaður. Ég vinn allan ársins hring, en eðli málsins samkvæmt vinn ég meira á sumrin en á veturna, þar sem á veturna þarf ég að hafa meiri tíma aflögu til þess að sinna náminu. Það er fjöldinn allur af fólki í svipaðri stöðu og ég, margir sem vinna allt árið en sumir sem hafa tök á því að vinna bara á sumrin. Mörg störfum við sem kvöld-, helgar- eða afleysingastarfsfólk í verslunum, en öll þurfum við að nýta þau frí sem við fáum frá skóla til þess að vinna og leggja fyrir. Fyrir fólk í þessari stöðu geta svokallaðir rauðir dagar, eða stórhátíðardagar, skipt gífurlegu máli. Það hefur a.m.k. töluverð áhrif á minn launaseðil þegar ég næ vakt á stórhátiðarkaupi, en það er almennt slegist um þær vaktir á mínum vinnustað. Nú skömmu fyrir verslunarmannahelgi gafst þú, sem formaður VR, út yfirlýsingu þess efnis að þú vildir að frídagur verslunarmanna stæði undir nafni og allar verslanir væru lokaðar á þeim degi, sem og öðrum stórhátíðardögum. Ég finn ekki neina þörf hjá mér til þess að vera í fríi á frídegi verslunarmanna, 1.maí eða aðfangadag. Það sem ég hef hins vegar þörf fyrir er stórhátíðarkaupið sem ég er á þá daga, það gerir mér kleift að leggja fyrir ef það skyldi harðna í ári, og stundum hjálpar það mér einfaldlega að ná endum saman í lok mánaðar. Hvers vegna vilt þú, aðili sem á að gæta minna hagsmuna, taka af mér þann möguleika að vinna á stórhátíðardögum? Eftir að hafa hlustað á þinn málflutning síðustu vikur kemst ég ekki hjá því að spyrja hvort þú sért í raun og veru að berjast fyrir hagsmunum félagsmanna VR eða hvort þú sért einfaldlega að slengja fram hástemdum yfirlýsingum sem hljóma vel í fjölmiðlum og láta þig líta vel út. Er þér treystandi til þess að leiða kjarabaráttu ef þú getur ekki horft til hagsmuna allra þinna umbjóðenda? Ert þú formaður allra félagsmanna, eða bara sumra? Þú ert í það minnsta ekki minn formaður, ekki síst vegna þess að það er engan veginn mér í hag að mér sé bannað að vinna á frídegi verslunarmanna. Virðingarfyllst, Starri Reynisson Félagsmaður í VR Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Starri Reynisson Tengdar fréttir Hvetur neytendur til að versla á öðrum dögum ársins Formaður VR segir dapurlegt að verslanir bjóði upp á ýmis hátíðartilboð í tilefni frídags verslunarmanna. 6. ágúst 2018 12:19 Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Sæll Ragnar. Ég er 23 ára gamall námsmaður á leigumarkaði, en sökum þess að ég vil ekki hætta mér út í námslánakerfið þá vinn ég samhliða námi sem verslunarmaður. Sem verslunarmaður tilheyri ég Verslunarmannafélagi Reykjavíkur, þar sem þú ert formaður. Ég vinn allan ársins hring, en eðli málsins samkvæmt vinn ég meira á sumrin en á veturna, þar sem á veturna þarf ég að hafa meiri tíma aflögu til þess að sinna náminu. Það er fjöldinn allur af fólki í svipaðri stöðu og ég, margir sem vinna allt árið en sumir sem hafa tök á því að vinna bara á sumrin. Mörg störfum við sem kvöld-, helgar- eða afleysingastarfsfólk í verslunum, en öll þurfum við að nýta þau frí sem við fáum frá skóla til þess að vinna og leggja fyrir. Fyrir fólk í þessari stöðu geta svokallaðir rauðir dagar, eða stórhátíðardagar, skipt gífurlegu máli. Það hefur a.m.k. töluverð áhrif á minn launaseðil þegar ég næ vakt á stórhátiðarkaupi, en það er almennt slegist um þær vaktir á mínum vinnustað. Nú skömmu fyrir verslunarmannahelgi gafst þú, sem formaður VR, út yfirlýsingu þess efnis að þú vildir að frídagur verslunarmanna stæði undir nafni og allar verslanir væru lokaðar á þeim degi, sem og öðrum stórhátíðardögum. Ég finn ekki neina þörf hjá mér til þess að vera í fríi á frídegi verslunarmanna, 1.maí eða aðfangadag. Það sem ég hef hins vegar þörf fyrir er stórhátíðarkaupið sem ég er á þá daga, það gerir mér kleift að leggja fyrir ef það skyldi harðna í ári, og stundum hjálpar það mér einfaldlega að ná endum saman í lok mánaðar. Hvers vegna vilt þú, aðili sem á að gæta minna hagsmuna, taka af mér þann möguleika að vinna á stórhátíðardögum? Eftir að hafa hlustað á þinn málflutning síðustu vikur kemst ég ekki hjá því að spyrja hvort þú sért í raun og veru að berjast fyrir hagsmunum félagsmanna VR eða hvort þú sért einfaldlega að slengja fram hástemdum yfirlýsingum sem hljóma vel í fjölmiðlum og láta þig líta vel út. Er þér treystandi til þess að leiða kjarabaráttu ef þú getur ekki horft til hagsmuna allra þinna umbjóðenda? Ert þú formaður allra félagsmanna, eða bara sumra? Þú ert í það minnsta ekki minn formaður, ekki síst vegna þess að það er engan veginn mér í hag að mér sé bannað að vinna á frídegi verslunarmanna. Virðingarfyllst, Starri Reynisson Félagsmaður í VR
Hvetur neytendur til að versla á öðrum dögum ársins Formaður VR segir dapurlegt að verslanir bjóði upp á ýmis hátíðartilboð í tilefni frídags verslunarmanna. 6. ágúst 2018 12:19
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar