Trump eins óvinsæll og Nixon var við afsögnina Kjartan Kjartansson skrifar 12. ágúst 2018 08:22 Trump er einn umdeildasti Bandaríkjaforseti allra tíma. Vísir/Getty Jafnmargir segja nú að Donald Trump Bandaríkjaforseti standi sig illa í starfi og þeir sem það gerðu um Richard Nixon þegar hann sagði af sér vegna Watergate-hneykslisins árið 1974. Ný skoðanakönnun bendir til þess að 45% Bandaríkjamanna telji Trump standa sig illa sem forseti. Vinsældir Trump hafa verið litlar en stöðugar í könnnunum í lengri tíma. Margir hafa sagst óánægðir með störf hans. Nú segjast 41,9% ánægð með störf Trump samkvæmt meðaltali skoðanakannana sem tölfræðivefurinn Five Thirty Eight heldur utan um. Rúmlega helmingur er óánægður með störf Trump. Í nýrri könnun á vegum Marist-háskóla töldu 20% svarenda að Trump stæði sig frábærlega, 20% nokkuð vel, 13% allt í lagi og 45% illa. Mikill munur er á afstöðu svarenda eftir því hvaða flokk þeir styðja. Þannig telja aðeins 2% demókrata að Trump standi sig frábærlega en 49% repúblikana. Á móti telja 80% demókrata að Trump standi sig illa en aðeins 6% repúblikana. Harry Enten, greinandi CNN-fréttastöðvarinnar, segir að það sem sé einstakt við Trump sé hversu illa gagnrýnendum hans er við hann. Óvinsældir Trump nú jafnist á við Nixon þegar hann hrökklaðist úr embætti sakaður um að hylma yfir ráðabrugg um að brjótast inn í skrifstofu Demókrataflokksins í Watergate-byggingunni í Washington-borg. Demókrötum líkar jafnvel verr við Trump nú en þeim gerði við Nixon á sínum tíma. Árið 1974 sögðu 70% kjósenda demókrata að Nixon stæði sig illa, tíu prósentustigum færri en gefa Trump þá einkunn.Fleiri hrifnir af Trump en Nixon Munurinn á Trump og Nixon er þó sá að Trump virðist eiga sér heitari stuðningsmenn. Aðeins 7% sögðu Nixon standa sig frábærlega í síðustu skoðannakönnuninni sem gerð var áður en hann sagði af sér, heilum þrettán prósentustigum færri en telja Trump standa sig með ágætum. Þá eru repúblikanar hrifnari af Trump nú en Nixon þá. Af þeim sem ætluðu að kjósa repúblikana í þingkosningunum árið 1974 töldu 20% að Nixon stæði sig mjög vel. Nú segir nærri því helmingur væntanlegra kjósenda repúblikana að Trump standi sig frábærlega. Enten bendir á enginn annar forseti komist nálægt ákefðinni í óvinsældum sem Trump hefur. Barack Obama, Bill Clinton og Ronald Reagan hafi allir mælst svipað óvinsældir í könnunum en enginn þeirra komst með tærnar þar sem Trump hefur hælana í fjölda þeirra sem gefur honum verstu mögulegu einkunn fyrir frammistöðu sína. „Það er fyrir mér það sem gerir Trump einstakan. Það eru ekki óvinsældirnar sem hafa verið og halda áfram að vera miklar. Það er ákefð þeirra sem líkar ekki við hann. Hún er ein sú mesta sem ég hef nokkru sinni séð fyrir landspólitíkus,“ skrifar Enten á Twitter.No president at this point in their presidency who more Americans gave a "poor" (a form of strong disapprove) rating to. It's not close. Obama, Clinton & Reagan all had similar disapprove numbers, but strength of disapproval with Trump (as measured by poor) is by far the highest.— (((Harry Enten))) (@ForecasterEnten) August 11, 2018 Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Jafnmargir segja nú að Donald Trump Bandaríkjaforseti standi sig illa í starfi og þeir sem það gerðu um Richard Nixon þegar hann sagði af sér vegna Watergate-hneykslisins árið 1974. Ný skoðanakönnun bendir til þess að 45% Bandaríkjamanna telji Trump standa sig illa sem forseti. Vinsældir Trump hafa verið litlar en stöðugar í könnnunum í lengri tíma. Margir hafa sagst óánægðir með störf hans. Nú segjast 41,9% ánægð með störf Trump samkvæmt meðaltali skoðanakannana sem tölfræðivefurinn Five Thirty Eight heldur utan um. Rúmlega helmingur er óánægður með störf Trump. Í nýrri könnun á vegum Marist-háskóla töldu 20% svarenda að Trump stæði sig frábærlega, 20% nokkuð vel, 13% allt í lagi og 45% illa. Mikill munur er á afstöðu svarenda eftir því hvaða flokk þeir styðja. Þannig telja aðeins 2% demókrata að Trump standi sig frábærlega en 49% repúblikana. Á móti telja 80% demókrata að Trump standi sig illa en aðeins 6% repúblikana. Harry Enten, greinandi CNN-fréttastöðvarinnar, segir að það sem sé einstakt við Trump sé hversu illa gagnrýnendum hans er við hann. Óvinsældir Trump nú jafnist á við Nixon þegar hann hrökklaðist úr embætti sakaður um að hylma yfir ráðabrugg um að brjótast inn í skrifstofu Demókrataflokksins í Watergate-byggingunni í Washington-borg. Demókrötum líkar jafnvel verr við Trump nú en þeim gerði við Nixon á sínum tíma. Árið 1974 sögðu 70% kjósenda demókrata að Nixon stæði sig illa, tíu prósentustigum færri en gefa Trump þá einkunn.Fleiri hrifnir af Trump en Nixon Munurinn á Trump og Nixon er þó sá að Trump virðist eiga sér heitari stuðningsmenn. Aðeins 7% sögðu Nixon standa sig frábærlega í síðustu skoðannakönnuninni sem gerð var áður en hann sagði af sér, heilum þrettán prósentustigum færri en telja Trump standa sig með ágætum. Þá eru repúblikanar hrifnari af Trump nú en Nixon þá. Af þeim sem ætluðu að kjósa repúblikana í þingkosningunum árið 1974 töldu 20% að Nixon stæði sig mjög vel. Nú segir nærri því helmingur væntanlegra kjósenda repúblikana að Trump standi sig frábærlega. Enten bendir á enginn annar forseti komist nálægt ákefðinni í óvinsældum sem Trump hefur. Barack Obama, Bill Clinton og Ronald Reagan hafi allir mælst svipað óvinsældir í könnunum en enginn þeirra komst með tærnar þar sem Trump hefur hælana í fjölda þeirra sem gefur honum verstu mögulegu einkunn fyrir frammistöðu sína. „Það er fyrir mér það sem gerir Trump einstakan. Það eru ekki óvinsældirnar sem hafa verið og halda áfram að vera miklar. Það er ákefð þeirra sem líkar ekki við hann. Hún er ein sú mesta sem ég hef nokkru sinni séð fyrir landspólitíkus,“ skrifar Enten á Twitter.No president at this point in their presidency who more Americans gave a "poor" (a form of strong disapprove) rating to. It's not close. Obama, Clinton & Reagan all had similar disapprove numbers, but strength of disapproval with Trump (as measured by poor) is by far the highest.— (((Harry Enten))) (@ForecasterEnten) August 11, 2018
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira