Trump eins óvinsæll og Nixon var við afsögnina Kjartan Kjartansson skrifar 12. ágúst 2018 08:22 Trump er einn umdeildasti Bandaríkjaforseti allra tíma. Vísir/Getty Jafnmargir segja nú að Donald Trump Bandaríkjaforseti standi sig illa í starfi og þeir sem það gerðu um Richard Nixon þegar hann sagði af sér vegna Watergate-hneykslisins árið 1974. Ný skoðanakönnun bendir til þess að 45% Bandaríkjamanna telji Trump standa sig illa sem forseti. Vinsældir Trump hafa verið litlar en stöðugar í könnnunum í lengri tíma. Margir hafa sagst óánægðir með störf hans. Nú segjast 41,9% ánægð með störf Trump samkvæmt meðaltali skoðanakannana sem tölfræðivefurinn Five Thirty Eight heldur utan um. Rúmlega helmingur er óánægður með störf Trump. Í nýrri könnun á vegum Marist-háskóla töldu 20% svarenda að Trump stæði sig frábærlega, 20% nokkuð vel, 13% allt í lagi og 45% illa. Mikill munur er á afstöðu svarenda eftir því hvaða flokk þeir styðja. Þannig telja aðeins 2% demókrata að Trump standi sig frábærlega en 49% repúblikana. Á móti telja 80% demókrata að Trump standi sig illa en aðeins 6% repúblikana. Harry Enten, greinandi CNN-fréttastöðvarinnar, segir að það sem sé einstakt við Trump sé hversu illa gagnrýnendum hans er við hann. Óvinsældir Trump nú jafnist á við Nixon þegar hann hrökklaðist úr embætti sakaður um að hylma yfir ráðabrugg um að brjótast inn í skrifstofu Demókrataflokksins í Watergate-byggingunni í Washington-borg. Demókrötum líkar jafnvel verr við Trump nú en þeim gerði við Nixon á sínum tíma. Árið 1974 sögðu 70% kjósenda demókrata að Nixon stæði sig illa, tíu prósentustigum færri en gefa Trump þá einkunn.Fleiri hrifnir af Trump en Nixon Munurinn á Trump og Nixon er þó sá að Trump virðist eiga sér heitari stuðningsmenn. Aðeins 7% sögðu Nixon standa sig frábærlega í síðustu skoðannakönnuninni sem gerð var áður en hann sagði af sér, heilum þrettán prósentustigum færri en telja Trump standa sig með ágætum. Þá eru repúblikanar hrifnari af Trump nú en Nixon þá. Af þeim sem ætluðu að kjósa repúblikana í þingkosningunum árið 1974 töldu 20% að Nixon stæði sig mjög vel. Nú segir nærri því helmingur væntanlegra kjósenda repúblikana að Trump standi sig frábærlega. Enten bendir á enginn annar forseti komist nálægt ákefðinni í óvinsældum sem Trump hefur. Barack Obama, Bill Clinton og Ronald Reagan hafi allir mælst svipað óvinsældir í könnunum en enginn þeirra komst með tærnar þar sem Trump hefur hælana í fjölda þeirra sem gefur honum verstu mögulegu einkunn fyrir frammistöðu sína. „Það er fyrir mér það sem gerir Trump einstakan. Það eru ekki óvinsældirnar sem hafa verið og halda áfram að vera miklar. Það er ákefð þeirra sem líkar ekki við hann. Hún er ein sú mesta sem ég hef nokkru sinni séð fyrir landspólitíkus,“ skrifar Enten á Twitter.No president at this point in their presidency who more Americans gave a "poor" (a form of strong disapprove) rating to. It's not close. Obama, Clinton & Reagan all had similar disapprove numbers, but strength of disapproval with Trump (as measured by poor) is by far the highest.— (((Harry Enten))) (@ForecasterEnten) August 11, 2018 Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Fleiri fréttir Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Sjá meira
Jafnmargir segja nú að Donald Trump Bandaríkjaforseti standi sig illa í starfi og þeir sem það gerðu um Richard Nixon þegar hann sagði af sér vegna Watergate-hneykslisins árið 1974. Ný skoðanakönnun bendir til þess að 45% Bandaríkjamanna telji Trump standa sig illa sem forseti. Vinsældir Trump hafa verið litlar en stöðugar í könnnunum í lengri tíma. Margir hafa sagst óánægðir með störf hans. Nú segjast 41,9% ánægð með störf Trump samkvæmt meðaltali skoðanakannana sem tölfræðivefurinn Five Thirty Eight heldur utan um. Rúmlega helmingur er óánægður með störf Trump. Í nýrri könnun á vegum Marist-háskóla töldu 20% svarenda að Trump stæði sig frábærlega, 20% nokkuð vel, 13% allt í lagi og 45% illa. Mikill munur er á afstöðu svarenda eftir því hvaða flokk þeir styðja. Þannig telja aðeins 2% demókrata að Trump standi sig frábærlega en 49% repúblikana. Á móti telja 80% demókrata að Trump standi sig illa en aðeins 6% repúblikana. Harry Enten, greinandi CNN-fréttastöðvarinnar, segir að það sem sé einstakt við Trump sé hversu illa gagnrýnendum hans er við hann. Óvinsældir Trump nú jafnist á við Nixon þegar hann hrökklaðist úr embætti sakaður um að hylma yfir ráðabrugg um að brjótast inn í skrifstofu Demókrataflokksins í Watergate-byggingunni í Washington-borg. Demókrötum líkar jafnvel verr við Trump nú en þeim gerði við Nixon á sínum tíma. Árið 1974 sögðu 70% kjósenda demókrata að Nixon stæði sig illa, tíu prósentustigum færri en gefa Trump þá einkunn.Fleiri hrifnir af Trump en Nixon Munurinn á Trump og Nixon er þó sá að Trump virðist eiga sér heitari stuðningsmenn. Aðeins 7% sögðu Nixon standa sig frábærlega í síðustu skoðannakönnuninni sem gerð var áður en hann sagði af sér, heilum þrettán prósentustigum færri en telja Trump standa sig með ágætum. Þá eru repúblikanar hrifnari af Trump nú en Nixon þá. Af þeim sem ætluðu að kjósa repúblikana í þingkosningunum árið 1974 töldu 20% að Nixon stæði sig mjög vel. Nú segir nærri því helmingur væntanlegra kjósenda repúblikana að Trump standi sig frábærlega. Enten bendir á enginn annar forseti komist nálægt ákefðinni í óvinsældum sem Trump hefur. Barack Obama, Bill Clinton og Ronald Reagan hafi allir mælst svipað óvinsældir í könnunum en enginn þeirra komst með tærnar þar sem Trump hefur hælana í fjölda þeirra sem gefur honum verstu mögulegu einkunn fyrir frammistöðu sína. „Það er fyrir mér það sem gerir Trump einstakan. Það eru ekki óvinsældirnar sem hafa verið og halda áfram að vera miklar. Það er ákefð þeirra sem líkar ekki við hann. Hún er ein sú mesta sem ég hef nokkru sinni séð fyrir landspólitíkus,“ skrifar Enten á Twitter.No president at this point in their presidency who more Americans gave a "poor" (a form of strong disapprove) rating to. It's not close. Obama, Clinton & Reagan all had similar disapprove numbers, but strength of disapproval with Trump (as measured by poor) is by far the highest.— (((Harry Enten))) (@ForecasterEnten) August 11, 2018
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Fleiri fréttir Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Sjá meira