Íslenska liðið Evrópumeistari í golfi Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 11. ágúst 2018 16:58 Íslendingarnir með verðlaunin Vísir/Getty Ísland er Evrópumeistari í blandaðri liðakeppni í golfi eftir frábæra spilamennsku íslensku kylfinganna á Gleneagles golfsvæðinu í Skotlandi í dag. Keppni fór þannig fram að keppt var í liðum, karl og kona saman í pari og tvö pör í hverju liði. Keppt var í höggleik og skiptust kylfingarnir á höggum. Íslenska liðið var skipað þeim Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur og Axel Bóassyni annars vegar og Birgi Leif Hafþórssyni og Valdísi Þóru Jónsdóttur hins vegar. Ólafía og Axel byrjuðu frábærlega, fengu reyndar skolla á fyrstu holunni en fylgdu henni eftir með fjórum fuglum í röð. Á sama tíma voru Valdís og Birgir Leifur að leiða mjög stöðugt. Þegar stutt var liðið af keppninni var Ísland með þriggja högga forystu á toppi keppninnar, en samtals voru 11 lið í keppninni. Þá fór aðeins að halla undan fæti hjá báðum íslensku pörunum og spænska liðið Noemi Jimenez og Scott Ferandez lék á alls oddi og virtist ætla að sigla öruggum sigri í höfn. Íslensku kylfingarnir gáfust hins vegar ekki upp og áttu frábæran endasprett á meðan þau spænsku misstu flugið.Valdís og Birgir Leifur spiluðu virkilega velvísir/gettyValdís Þóra og Birgir Leifur kláruðu hringinn á þremur fuglum í röð, þar af stórglæsilegum fugli á 18. holunni. Birgir Leifur var óheppinn og innáhöggið hans lak af flötinni og niður í nokkuð erfiða stöðu. Skagamærin Valdís Þóra gerði sér hins vegar lítið fyrir og púttaði upp brekkuna og beint í holu, fugl og tvö högg undir pari á hringnum niðurstaðan hjá þeim. Ólafía og Axel fóru seinna af stað og áttu því nokkrar holur eftir þegar Valdís og Birgir höfðu lokið leik. Þau rétt misstu af erni á 16. holu en kláruðu auðveldan fugl og fyrir síðustu holuna, sem er par fimm, voru þau með eins höggs forystu og allir helstu keppinautarnir búnir að ljúka leik. Ólafía púttaði fyrir fugli en það fór rétt framhjá, auðvelt par og sigurinn svo gott sem í húfi. Eitt af ensku liðunum átti enn eftir að ljúka leik og þar var nýkrýndur sigurvegari Opna breska mótsins, Georgia Hall, að keppa. Hún var alveg líkleg til þess að stela sigrinum en náði því þó ekki og Ísland Evrópumeistari í blandaðri liðakeppni. Íslenska liðið kláraði leik samtals á þremur höggum undir pari. Í öðru sæti varð eitt af þremur liðum Bretlands á tveimur höggum undir pari og lið frá Svíþjóð og Spáni voru jöfn í þriðja á einu höggi undir pari. Þar sem veitt voru verðlaun um þrjú efstu sætin háðu þau bráðabana um bronsið. Þar vann sænska liðið eftir eina holu. Þetta er í fyrsta skipti sem þessi keppni fer fram á þennan hátt, með blönduðum liðum karla og kvenna. Mótið er hluti af Meistaramóti Evrópu, sem einnig er að fara fram í fyrsta skipti, þar sem EM í mörgum íþróttagreinum eru haldin á sama tíma í Skotlandi og Berlín, Þýskalandi.Lokastaðanskjáskot/rúv Golf Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Aftur tapar Liverpool Fótbolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Stórkostleg spilamennska hjá Haraldi í Svíþjóð Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Sjá meira
Ísland er Evrópumeistari í blandaðri liðakeppni í golfi eftir frábæra spilamennsku íslensku kylfinganna á Gleneagles golfsvæðinu í Skotlandi í dag. Keppni fór þannig fram að keppt var í liðum, karl og kona saman í pari og tvö pör í hverju liði. Keppt var í höggleik og skiptust kylfingarnir á höggum. Íslenska liðið var skipað þeim Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur og Axel Bóassyni annars vegar og Birgi Leif Hafþórssyni og Valdísi Þóru Jónsdóttur hins vegar. Ólafía og Axel byrjuðu frábærlega, fengu reyndar skolla á fyrstu holunni en fylgdu henni eftir með fjórum fuglum í röð. Á sama tíma voru Valdís og Birgir Leifur að leiða mjög stöðugt. Þegar stutt var liðið af keppninni var Ísland með þriggja högga forystu á toppi keppninnar, en samtals voru 11 lið í keppninni. Þá fór aðeins að halla undan fæti hjá báðum íslensku pörunum og spænska liðið Noemi Jimenez og Scott Ferandez lék á alls oddi og virtist ætla að sigla öruggum sigri í höfn. Íslensku kylfingarnir gáfust hins vegar ekki upp og áttu frábæran endasprett á meðan þau spænsku misstu flugið.Valdís og Birgir Leifur spiluðu virkilega velvísir/gettyValdís Þóra og Birgir Leifur kláruðu hringinn á þremur fuglum í röð, þar af stórglæsilegum fugli á 18. holunni. Birgir Leifur var óheppinn og innáhöggið hans lak af flötinni og niður í nokkuð erfiða stöðu. Skagamærin Valdís Þóra gerði sér hins vegar lítið fyrir og púttaði upp brekkuna og beint í holu, fugl og tvö högg undir pari á hringnum niðurstaðan hjá þeim. Ólafía og Axel fóru seinna af stað og áttu því nokkrar holur eftir þegar Valdís og Birgir höfðu lokið leik. Þau rétt misstu af erni á 16. holu en kláruðu auðveldan fugl og fyrir síðustu holuna, sem er par fimm, voru þau með eins höggs forystu og allir helstu keppinautarnir búnir að ljúka leik. Ólafía púttaði fyrir fugli en það fór rétt framhjá, auðvelt par og sigurinn svo gott sem í húfi. Eitt af ensku liðunum átti enn eftir að ljúka leik og þar var nýkrýndur sigurvegari Opna breska mótsins, Georgia Hall, að keppa. Hún var alveg líkleg til þess að stela sigrinum en náði því þó ekki og Ísland Evrópumeistari í blandaðri liðakeppni. Íslenska liðið kláraði leik samtals á þremur höggum undir pari. Í öðru sæti varð eitt af þremur liðum Bretlands á tveimur höggum undir pari og lið frá Svíþjóð og Spáni voru jöfn í þriðja á einu höggi undir pari. Þar sem veitt voru verðlaun um þrjú efstu sætin háðu þau bráðabana um bronsið. Þar vann sænska liðið eftir eina holu. Þetta er í fyrsta skipti sem þessi keppni fer fram á þennan hátt, með blönduðum liðum karla og kvenna. Mótið er hluti af Meistaramóti Evrópu, sem einnig er að fara fram í fyrsta skipti, þar sem EM í mörgum íþróttagreinum eru haldin á sama tíma í Skotlandi og Berlín, Þýskalandi.Lokastaðanskjáskot/rúv
Golf Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Aftur tapar Liverpool Fótbolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Stórkostleg spilamennska hjá Haraldi í Svíþjóð Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Sjá meira