Pistill um ekkert Þórlindur Kjartansson skrifar 10. ágúst 2018 07:00 Það getur farið óskaplega í taugarnar á mér að sjá á Facebook hversu fyrirhafnarlítið það er hjá sumu fólki að lifa hamingju- og árangursríku lífi. Hver einasta fletting er skerandi sönnun þess að nánast allir sem ég þekki eru fallegri, hraustari, glaðari og gáfaðri heldur en ég og þurfa þar að auki ekkert að hafa fyrir lífinu. Þetta fólk sprettur á fætur á morgnana, smokrar sér í latex hlaupa- eða hjólaföt, brunar svo tugi kílómetra á fótum eða hjólum á öskrandi hraða, kemur svo fallega rjótt og ósveitt aftur heim, skellir sér í sturtu og birtist þaðan út með fullkomna og flekklausa húð tilbúið til þess að vinna fleiri stórsigra á vettvangi atvinnulífs, stjórnmála eða fjölskyldulífs. Stærstu sigrarnir í glæsileikakeppninni vinnast þó yfirleitt í sumarfríum; ýmist í hasarferðum um hálendið eða sæluferðum á sólarströnd. Á fjöllum geislar fólk af fegurð, hreysti og lífskrafti í óaðfinnanlega litasjatteruðum hátæknilegum útivistarfatnaði, og á sólarströndinni flatmagar það á sólbekkjum með óátekið frissandi ferskt kampavínsglas við höndina, gáfulega flugvallarbók í kjöltunni og vöðvastælt glansandi sólbrún læri sem vísa út að heiðblárri sundlaug og skýlausum himni. Svona einhvern veginn er líf allra; nema auðvitað mitt eigið og minna allra nánustu.Fyrirhafnarlitlu ritverkin Fyrir utan þessar hreysti- og hamingjumyndir fara einna mest í taugarnar á mér færslur þar sem fólk sýnir að það hafi lokið við einhvers konar stórvirki; hvort sem það er að setja upp veggi í íbúðinni sinn, fúaverja palla, elda ómótstæðilegar kræsingar eða—sem er það versta af öllu—að senda frá sér einhvers konar ritverk eins og lokaritgerð í námi eða viðlíka. Þegar ég sé að einhver hefur skilað langri ritgerð geri ég mér umsvifalaust í hugarlund að höfundurinn hafi unnið það jafnt og þétt af fullkomnum aga og eftir fyrirframákveðnu skipulagi, þannig að stundirnar við lyklaborðið hafi verið afslappaðar og huggulegar—hugsanlega með klassískri tónlist, kamillutei og kertaljósi—og svo hafi hin endanlega afurð runnið mótþróalaust út úr prentaranum löngu áður en skilafrestur rann út. Það er alveg sama hvað hver segir mér, í hjarta mínu trúi ég því einlæglega að þetta sé svona hjá öllum öðrum. Verkferlar í molum Þetta er nefnilega ekki svona hjá mér. Um daginn ætlaði ég til dæmis að byrja að skrifa klukkan 23.30 um kvöld því enginn annar tími var mögulegur. Þá gerist þetta: Klukkan er 23.20. Ég sit í stól í stofunni og les bók um það hvernig hægt er að auka einbeitingarhæfileika sína. Klukkan 23.24 fer ég aðeins að vafra á netinu og skoða Facebook og ég hugsa með mér að ég þurfi að fara fram á gang með gleraugnahlustrið og ganga frá sólgleraugunum svo ég þurfi ekki að leita í panikki daginn eftir. Svo ætti ég að drífa í að setja upp vinnudótið og þá get ég verið byrjaður að skrifa fyrir hálf tólf. Nægur tími, hugsa ég, þannig að ég geri hvorugt en slæpist aðeins lengur og ég sé að klukkan er orðin 23.28 og ég hugsa að nú þurfi ég að haska mér af stað. Ég geri það ekki. Ég skoða aðeins meira á Facebook og klukkan er orðin 23.30. Damn. En ég stend samt ekki upp. Kíki á eitthvað eitt í viðbót. Klukkan er 23.32. Þetta er ekki svo slæmt ef ég byrja núna hugsa ég, en geri það ekki heldur týni mér í nokkrar sekúndur og klukkan er skyndilega orðin 23.38. Ansans. Ég stend loksins upp til þess að sækja heyrnartólin inn í sjónvarpsherbergi því án þeirra get ég ekkert skrifað. Þegar þangað er komið man ég ekki lengur af hverju ég fór þangað inn þannig að ég rápa aftur út. Best að fylla á sódavatnsflöskur. Ráp og ráðleysi Svo fer ég á klósettið frammi í forstofu og heyri þá að annað barnið er að tala upp úr svefni. Ég klára klósettferðina og fer inn í sjónvarpsherbergi og sæki heyrnartólin og set þau fram á stofuborðið. Þá mundi ég að ég ætlaði að athuga með barnið sem var talandi upp úr svefni. Fer þangað og geng úr skugga um að allt sé í lagi. Ég labba aftur fram og man þá eftir að ég ætlaði að sækja heyrnartólin mín inni í sjónvarpsherbergi og fer þangað. Þau eru ekki þar. Ég labba aftur fram og sé að þau liggja á stofuborðinu. Þau eru batteríslaus. Ég set notaða batteríið í afskornu kókflöskuna sem er full af ónýtum batteríum síðustu fimm ára. Svo opna ég alltmögulegtskúffuna og finn réttu týpuna af batteríi. Ég finn til töskuna mína og set hana á stól við eldhúsborðið og stilli upp lyklaborði og tölvu. Klukkan er 23.48 og ég set á mig heyrnartólin tilbúinn til að skrifa. En heyrnartólin virka ekki. Ég skoða þau og það kemur í ljós að lokið fyrir batteríið er opið og þar inni er ekkert batterí. Ég held ennþá á batteríinu. Ég set batteríið í heyrnartólin og man þá að ég á eftir að skoða hvort ég hafi fengið tölvupóst vegna fundar sem ég á morguninn eftir. Ég geri það og fer á Facebook. Þá er ég tilbúinn og get byrjað að skrifa. Klukkan er 23.53. Allt í einu man ég að ég á eftir að stilla vekjaraklukkuna fyrir morgundaginn svo ég geri það. Og enn ég veit ég ekki um hvað ég ætla að skrifa og klukkan orðin 23.58. Kannski skrifa ég bara um ekki neitt eða fer aftur að lesa bókina um einbeitinguna. Ekkert kamillute, engin klassísk tónlist, engin kerti. Raunveruleikinn bítur Þrátt fyrir allar glansmyndirnar sem mann langar oft að trúa um aðra, og skapa um sjálfan sig þá er raunveruleikinn líklega svipaður hjá okkur flestum. Jafnvel hörðustu hlaupahetjur þurfa oft að taka á honum stóra sínum til þess að komast af stað, sumir dagar í bestu fjölskyldufríum eru markaðir af streitu, pirringi og mótþróa en ekki eintómri hamingju og ævintýraþrá. Og jafnvel þeir sem hafa hundrað sinnum áður þurft að skila af sér skrifum sitja ekki afslappaðir og yfirvegaðir heldur eirðarlausir en angistarfullir við lyklaborðið langt fram á nótt og geta ekki fyrir sitt litla líf kreist fram hálft orð af viti. En maður setur það auðvitað ekki á Facebook. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórlindur Kjartansson Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Sjá meira
Það getur farið óskaplega í taugarnar á mér að sjá á Facebook hversu fyrirhafnarlítið það er hjá sumu fólki að lifa hamingju- og árangursríku lífi. Hver einasta fletting er skerandi sönnun þess að nánast allir sem ég þekki eru fallegri, hraustari, glaðari og gáfaðri heldur en ég og þurfa þar að auki ekkert að hafa fyrir lífinu. Þetta fólk sprettur á fætur á morgnana, smokrar sér í latex hlaupa- eða hjólaföt, brunar svo tugi kílómetra á fótum eða hjólum á öskrandi hraða, kemur svo fallega rjótt og ósveitt aftur heim, skellir sér í sturtu og birtist þaðan út með fullkomna og flekklausa húð tilbúið til þess að vinna fleiri stórsigra á vettvangi atvinnulífs, stjórnmála eða fjölskyldulífs. Stærstu sigrarnir í glæsileikakeppninni vinnast þó yfirleitt í sumarfríum; ýmist í hasarferðum um hálendið eða sæluferðum á sólarströnd. Á fjöllum geislar fólk af fegurð, hreysti og lífskrafti í óaðfinnanlega litasjatteruðum hátæknilegum útivistarfatnaði, og á sólarströndinni flatmagar það á sólbekkjum með óátekið frissandi ferskt kampavínsglas við höndina, gáfulega flugvallarbók í kjöltunni og vöðvastælt glansandi sólbrún læri sem vísa út að heiðblárri sundlaug og skýlausum himni. Svona einhvern veginn er líf allra; nema auðvitað mitt eigið og minna allra nánustu.Fyrirhafnarlitlu ritverkin Fyrir utan þessar hreysti- og hamingjumyndir fara einna mest í taugarnar á mér færslur þar sem fólk sýnir að það hafi lokið við einhvers konar stórvirki; hvort sem það er að setja upp veggi í íbúðinni sinn, fúaverja palla, elda ómótstæðilegar kræsingar eða—sem er það versta af öllu—að senda frá sér einhvers konar ritverk eins og lokaritgerð í námi eða viðlíka. Þegar ég sé að einhver hefur skilað langri ritgerð geri ég mér umsvifalaust í hugarlund að höfundurinn hafi unnið það jafnt og þétt af fullkomnum aga og eftir fyrirframákveðnu skipulagi, þannig að stundirnar við lyklaborðið hafi verið afslappaðar og huggulegar—hugsanlega með klassískri tónlist, kamillutei og kertaljósi—og svo hafi hin endanlega afurð runnið mótþróalaust út úr prentaranum löngu áður en skilafrestur rann út. Það er alveg sama hvað hver segir mér, í hjarta mínu trúi ég því einlæglega að þetta sé svona hjá öllum öðrum. Verkferlar í molum Þetta er nefnilega ekki svona hjá mér. Um daginn ætlaði ég til dæmis að byrja að skrifa klukkan 23.30 um kvöld því enginn annar tími var mögulegur. Þá gerist þetta: Klukkan er 23.20. Ég sit í stól í stofunni og les bók um það hvernig hægt er að auka einbeitingarhæfileika sína. Klukkan 23.24 fer ég aðeins að vafra á netinu og skoða Facebook og ég hugsa með mér að ég þurfi að fara fram á gang með gleraugnahlustrið og ganga frá sólgleraugunum svo ég þurfi ekki að leita í panikki daginn eftir. Svo ætti ég að drífa í að setja upp vinnudótið og þá get ég verið byrjaður að skrifa fyrir hálf tólf. Nægur tími, hugsa ég, þannig að ég geri hvorugt en slæpist aðeins lengur og ég sé að klukkan er orðin 23.28 og ég hugsa að nú þurfi ég að haska mér af stað. Ég geri það ekki. Ég skoða aðeins meira á Facebook og klukkan er orðin 23.30. Damn. En ég stend samt ekki upp. Kíki á eitthvað eitt í viðbót. Klukkan er 23.32. Þetta er ekki svo slæmt ef ég byrja núna hugsa ég, en geri það ekki heldur týni mér í nokkrar sekúndur og klukkan er skyndilega orðin 23.38. Ansans. Ég stend loksins upp til þess að sækja heyrnartólin inn í sjónvarpsherbergi því án þeirra get ég ekkert skrifað. Þegar þangað er komið man ég ekki lengur af hverju ég fór þangað inn þannig að ég rápa aftur út. Best að fylla á sódavatnsflöskur. Ráp og ráðleysi Svo fer ég á klósettið frammi í forstofu og heyri þá að annað barnið er að tala upp úr svefni. Ég klára klósettferðina og fer inn í sjónvarpsherbergi og sæki heyrnartólin og set þau fram á stofuborðið. Þá mundi ég að ég ætlaði að athuga með barnið sem var talandi upp úr svefni. Fer þangað og geng úr skugga um að allt sé í lagi. Ég labba aftur fram og man þá eftir að ég ætlaði að sækja heyrnartólin mín inni í sjónvarpsherbergi og fer þangað. Þau eru ekki þar. Ég labba aftur fram og sé að þau liggja á stofuborðinu. Þau eru batteríslaus. Ég set notaða batteríið í afskornu kókflöskuna sem er full af ónýtum batteríum síðustu fimm ára. Svo opna ég alltmögulegtskúffuna og finn réttu týpuna af batteríi. Ég finn til töskuna mína og set hana á stól við eldhúsborðið og stilli upp lyklaborði og tölvu. Klukkan er 23.48 og ég set á mig heyrnartólin tilbúinn til að skrifa. En heyrnartólin virka ekki. Ég skoða þau og það kemur í ljós að lokið fyrir batteríið er opið og þar inni er ekkert batterí. Ég held ennþá á batteríinu. Ég set batteríið í heyrnartólin og man þá að ég á eftir að skoða hvort ég hafi fengið tölvupóst vegna fundar sem ég á morguninn eftir. Ég geri það og fer á Facebook. Þá er ég tilbúinn og get byrjað að skrifa. Klukkan er 23.53. Allt í einu man ég að ég á eftir að stilla vekjaraklukkuna fyrir morgundaginn svo ég geri það. Og enn ég veit ég ekki um hvað ég ætla að skrifa og klukkan orðin 23.58. Kannski skrifa ég bara um ekki neitt eða fer aftur að lesa bókina um einbeitinguna. Ekkert kamillute, engin klassísk tónlist, engin kerti. Raunveruleikinn bítur Þrátt fyrir allar glansmyndirnar sem mann langar oft að trúa um aðra, og skapa um sjálfan sig þá er raunveruleikinn líklega svipaður hjá okkur flestum. Jafnvel hörðustu hlaupahetjur þurfa oft að taka á honum stóra sínum til þess að komast af stað, sumir dagar í bestu fjölskyldufríum eru markaðir af streitu, pirringi og mótþróa en ekki eintómri hamingju og ævintýraþrá. Og jafnvel þeir sem hafa hundrað sinnum áður þurft að skila af sér skrifum sitja ekki afslappaðir og yfirvegaðir heldur eirðarlausir en angistarfullir við lyklaborðið langt fram á nótt og geta ekki fyrir sitt litla líf kreist fram hálft orð af viti. En maður setur það auðvitað ekki á Facebook.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun