Segir að rekja megi vanda Icelandair til þess að stóru flugfélögin séu hætt að hunsa félagið Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. ágúst 2018 14:27 Málefni Icelandair hafa verið fyrirferðarmikil í fréttum undanfarnar vikur. Vísir/Vilhelm Vandi Icelandair er fólgin í því að offramboð er á flugsætum á flugleiðum félagsins að mati sérfræðings. Segir hann einnig að stóru flugfélögin sem fljúgi milli Evrópu og Bandaríkjanna séu hætt að hunsa Icelandair.Þetta kemur fram í umfjöllun Skift, vefsíðu sem sérhæfir sig í umfjöllun um ferðaþjónustu á heimsvísu. Þar er fjallað nokkuð ítarlega um vanda Icelandair en Björgólfur Jóhannsson, forstjóri fyrirtækisins, sagði upp störfum í vikunni sökum þess að ákvarðanir sem teknar hafi verið á hans vakt hafa valdið félaginu fjárhagslegu tjóni.Hlutabréf í Icelandair Group hafa hríðfallið síðustu misseri en samhliða tilkynningu þess efnis að Björgólfur væri hættur gaf félagið út að það hefði lækkaði afkomuspá sína fyrir árið 2018 þar sem tekjur yrðu lægri en spáð hafði verið.Í tilkynningu sagði að fyrir því væru tvær ástæður, annars vegar að meðalfargjöld hefðu ekki hækkað líkt og spár gerðu ráð fyrir og hins vegar að innleiðing á breytingum á sölu- og markaðsstarfi félagsins sem og breytingum á leiðakerfi hafi ekki gengið nægileg vel fyrir sig.Erfiðlega hefur gengið hjá Icelandair Group það sem af er ári.Vísir/VilhelmGríðarleg aukning á framboði á flugsætum frá árinu 2013 Í frétt Skift, sem ber yfirskriftina „Icelandair í vanda þrátt fyrir iðandi ferðaþjónustu heima fyrir“, er rætt við Mark Drusch, aðstoðarforstjóra ICF, alþjóðlegrar ráðgjafastofu. Segir hann að vandi Icelandair sé í raun einfaldur.„Það er alltof mikið framboð,“ segir Drusch í samtali við Skift og er vitnað í skýrslu CAPA frá júlí þar sem fjallað var um stöðu Icelandair og Wow air.Í skýrslunni segir að Evrópuflug Icelandair gangi vel en vegna harðrar samkeppni við WOW air hafi Icelandar í auknum mæli horft til Norður-Ameríku, sem hafi haft áhrif á tekjuöflun félagsins þar sem sala á áfangastaði í Norður-Ameríku hafi ekki gengið jafn vel eftir og reiknað var með, líkt og fjallað var um fyrr í mánuðinum.Í skýrslu CAPA segir að sætaframboð á milli Íslands og Norður-Ameríku hafi aukist um 28 prósent frá því í júlí á síðasta ári og frá árinu 2013 hafi sætaframboðið aukist um 300 prósent. Þetta hafi gert það að verkum að Icelandair hafi þurft að þrýsta verðum á flugsætum niður til þess að fylla flugvélar á flugleiðum til og frá Norður-Ameríku.Aukin samkeppni við Wow Air hefur haft áhrif á stöðu Icelandair.Vísir/VilhelmGeta ekki lengur stólað að eiga ákveðna hillu sem aðrir snerta ekki Í frétt Skift segir að í gegnum tíðina hafi stóru flugfélögin ekki litið á Icelandair sem mikinn samkeppnisaðila. Þau hafi litið svo á að ekki væri þess virði að laða til sín þá farþega sem hafi valið að spara sér pening með því að fljúga á milli heimsálfa með stoppi á Íslandi.Það hafi allt breyst fyrir um ári síðan að mati Drusch. Stór bandarísk og evrópsk flugfélög hafi lækkað verð á beinu flugi á milli Norður-Ameríku og Evrópu og þannig hafi verð þeirra verið samkeppnishæft við verð Icelandair á tengiflugi.„Áður var ákveðinn hluti markaðarins sem þeir áttu og bandarísku flugfélögin voru ekki að keppa við þá um ódýr tengifargjöld,“ segir Drusch um stöðu Icelandair. Nú sé hins vegar mun minni munur á milli tengifargjalda Icelandair og fluggjalda stóru flugfélaganna sem bjóði upp á beint flug. Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Hlutabréf í Icelandair fallið um 20 prósent Hlutabréf í Icelandair hafa fallið skarpt það sem af er morgni. 28. ágúst 2018 10:06 Björgólfur hættur hjá Icelandair Það gerði hann eftir að félagið lækkaði afkomuspá sína fyrir árið 2018 nú í kvöld. 27. ágúst 2018 20:54 Stjórnarformaður Icelandair: „Rykið þarf að setjast“ Stjórnarformaður Icelandair Group segir allan kraft og fókus vera á að styrkja flugreksturinn og að félagið sé vel í stakk búið til þess að takast á við áföll sem dunið hafa yfir að undanförnu. 28. ágúst 2018 12:00 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Vandi Icelandair er fólgin í því að offramboð er á flugsætum á flugleiðum félagsins að mati sérfræðings. Segir hann einnig að stóru flugfélögin sem fljúgi milli Evrópu og Bandaríkjanna séu hætt að hunsa Icelandair.Þetta kemur fram í umfjöllun Skift, vefsíðu sem sérhæfir sig í umfjöllun um ferðaþjónustu á heimsvísu. Þar er fjallað nokkuð ítarlega um vanda Icelandair en Björgólfur Jóhannsson, forstjóri fyrirtækisins, sagði upp störfum í vikunni sökum þess að ákvarðanir sem teknar hafi verið á hans vakt hafa valdið félaginu fjárhagslegu tjóni.Hlutabréf í Icelandair Group hafa hríðfallið síðustu misseri en samhliða tilkynningu þess efnis að Björgólfur væri hættur gaf félagið út að það hefði lækkaði afkomuspá sína fyrir árið 2018 þar sem tekjur yrðu lægri en spáð hafði verið.Í tilkynningu sagði að fyrir því væru tvær ástæður, annars vegar að meðalfargjöld hefðu ekki hækkað líkt og spár gerðu ráð fyrir og hins vegar að innleiðing á breytingum á sölu- og markaðsstarfi félagsins sem og breytingum á leiðakerfi hafi ekki gengið nægileg vel fyrir sig.Erfiðlega hefur gengið hjá Icelandair Group það sem af er ári.Vísir/VilhelmGríðarleg aukning á framboði á flugsætum frá árinu 2013 Í frétt Skift, sem ber yfirskriftina „Icelandair í vanda þrátt fyrir iðandi ferðaþjónustu heima fyrir“, er rætt við Mark Drusch, aðstoðarforstjóra ICF, alþjóðlegrar ráðgjafastofu. Segir hann að vandi Icelandair sé í raun einfaldur.„Það er alltof mikið framboð,“ segir Drusch í samtali við Skift og er vitnað í skýrslu CAPA frá júlí þar sem fjallað var um stöðu Icelandair og Wow air.Í skýrslunni segir að Evrópuflug Icelandair gangi vel en vegna harðrar samkeppni við WOW air hafi Icelandar í auknum mæli horft til Norður-Ameríku, sem hafi haft áhrif á tekjuöflun félagsins þar sem sala á áfangastaði í Norður-Ameríku hafi ekki gengið jafn vel eftir og reiknað var með, líkt og fjallað var um fyrr í mánuðinum.Í skýrslu CAPA segir að sætaframboð á milli Íslands og Norður-Ameríku hafi aukist um 28 prósent frá því í júlí á síðasta ári og frá árinu 2013 hafi sætaframboðið aukist um 300 prósent. Þetta hafi gert það að verkum að Icelandair hafi þurft að þrýsta verðum á flugsætum niður til þess að fylla flugvélar á flugleiðum til og frá Norður-Ameríku.Aukin samkeppni við Wow Air hefur haft áhrif á stöðu Icelandair.Vísir/VilhelmGeta ekki lengur stólað að eiga ákveðna hillu sem aðrir snerta ekki Í frétt Skift segir að í gegnum tíðina hafi stóru flugfélögin ekki litið á Icelandair sem mikinn samkeppnisaðila. Þau hafi litið svo á að ekki væri þess virði að laða til sín þá farþega sem hafi valið að spara sér pening með því að fljúga á milli heimsálfa með stoppi á Íslandi.Það hafi allt breyst fyrir um ári síðan að mati Drusch. Stór bandarísk og evrópsk flugfélög hafi lækkað verð á beinu flugi á milli Norður-Ameríku og Evrópu og þannig hafi verð þeirra verið samkeppnishæft við verð Icelandair á tengiflugi.„Áður var ákveðinn hluti markaðarins sem þeir áttu og bandarísku flugfélögin voru ekki að keppa við þá um ódýr tengifargjöld,“ segir Drusch um stöðu Icelandair. Nú sé hins vegar mun minni munur á milli tengifargjalda Icelandair og fluggjalda stóru flugfélaganna sem bjóði upp á beint flug.
Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Hlutabréf í Icelandair fallið um 20 prósent Hlutabréf í Icelandair hafa fallið skarpt það sem af er morgni. 28. ágúst 2018 10:06 Björgólfur hættur hjá Icelandair Það gerði hann eftir að félagið lækkaði afkomuspá sína fyrir árið 2018 nú í kvöld. 27. ágúst 2018 20:54 Stjórnarformaður Icelandair: „Rykið þarf að setjast“ Stjórnarformaður Icelandair Group segir allan kraft og fókus vera á að styrkja flugreksturinn og að félagið sé vel í stakk búið til þess að takast á við áföll sem dunið hafa yfir að undanförnu. 28. ágúst 2018 12:00 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Hlutabréf í Icelandair fallið um 20 prósent Hlutabréf í Icelandair hafa fallið skarpt það sem af er morgni. 28. ágúst 2018 10:06
Björgólfur hættur hjá Icelandair Það gerði hann eftir að félagið lækkaði afkomuspá sína fyrir árið 2018 nú í kvöld. 27. ágúst 2018 20:54
Stjórnarformaður Icelandair: „Rykið þarf að setjast“ Stjórnarformaður Icelandair Group segir allan kraft og fókus vera á að styrkja flugreksturinn og að félagið sé vel í stakk búið til þess að takast á við áföll sem dunið hafa yfir að undanförnu. 28. ágúst 2018 12:00