Óþarfi að beita hörku í bólusetningum barna Sighvatur Arnmundsson skrifar 29. ágúst 2018 06:00 Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hyggst leggja fram tillögu um að bólusetningar verði skilyrði fyrir leikskóladvöl. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ekki tímabært að grípa til aðgerða eins og að skylda foreldra til að láta bólusetja börn sín. Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, vakti í gær máls á óviðunandi stöðu bólusetninga hér á landi. Minni þátttaka í bólusetningum og mislingafaraldrar í Evrópu séu mikið áhyggjuefni. Hyggst hún leggja fram tillögu í borgarstjórn um að almennar bólusetningar verði skilyrði fyrir inntöku barna í leikskóla borgarinnar. Í nýlegri skýrslu Landlæknisembættisins kemur fram að 91 prósents þátttaka var á síðasta ári í bólusetningu við mislingum, hettusótt og rauðum hundum sem gerð er við 18 mánaða aldur. Æskilegt hlutfall er talið 95 prósent. „Á mörgum sviðum vildum við vissulega hafa betri þátttöku í bólusetningum. Ástæðan fyrir því að þátttakan er ekki nógu góð er samt að okkar mati ekki sú að svona margir foreldrar séu á móti bólusetningum. Það eru til staðar ákveðin kerfislæg vandamál sem tengjast skráningu og innköllunarkerfi á ákveðnum aldri,“ segir Þórólfur.Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir.Fréttablaðið/StefánHann telur að laga þurfi þá þætti áður en lengra er gengið. „Ég tel óráðlegt að fara fram með svona hörku þó ég skilji málflutninginn og áhyggjurnar. Við erum á fullu að reyna að laga þetta í samvinnu við heilsugæsluna. Þátttökutölur eru samt meiri en við erum að birta vegna ákveðinna skráningarvandamála.“ Að sögn Þórólfs benda rannsóknir hérlendis til þess að viðhorf til bólusetninga sé almennt jákvætt og það sé ekki um að ræða stóran hóp sem sé mótfallinn þeim. „Við höfum verið að sjá eitt og eitt mislingatilfelli koma að utan en það er engin dreifing á sjúkdómnum innanlands. Ef okkur tekst ekki að auka þátttöku í bólusetningum og förum að sjá einhverja dreifingu sjúkdóma innanlands, þá getum við skoðað aðrar leiðir.“ Karen E. Halldórsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, lagði á síðasta ári til svipaða leið og Hildur vill nú fara í Reykjavík. „Lögmenn bæjarins skoðuðu þetta og niðurstaðan var sú að við hefðum ekki heimild til að neita óbólusettum börnum um skóla- eða leikskólavist. Ég trúi því staðfastlega að sveitarfélög eigi að hafa þessa heimild. Við þurfum sterkari lagagrundvöll en þetta stendur upp á Alþingi.“ Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Bólusetningar Heilbrigðismál Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Vill að bólusetning verði skilyrði fyrir inntöku á leikskóla Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram tillögu þess efnis á næsta borgarstjórnarfundi að almennar bólusetningar verði gert að skilyrði fyrir inntöku barna á leikskólum borgarinnar 28. ágúst 2018 15:20 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ekki tímabært að grípa til aðgerða eins og að skylda foreldra til að láta bólusetja börn sín. Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, vakti í gær máls á óviðunandi stöðu bólusetninga hér á landi. Minni þátttaka í bólusetningum og mislingafaraldrar í Evrópu séu mikið áhyggjuefni. Hyggst hún leggja fram tillögu í borgarstjórn um að almennar bólusetningar verði skilyrði fyrir inntöku barna í leikskóla borgarinnar. Í nýlegri skýrslu Landlæknisembættisins kemur fram að 91 prósents þátttaka var á síðasta ári í bólusetningu við mislingum, hettusótt og rauðum hundum sem gerð er við 18 mánaða aldur. Æskilegt hlutfall er talið 95 prósent. „Á mörgum sviðum vildum við vissulega hafa betri þátttöku í bólusetningum. Ástæðan fyrir því að þátttakan er ekki nógu góð er samt að okkar mati ekki sú að svona margir foreldrar séu á móti bólusetningum. Það eru til staðar ákveðin kerfislæg vandamál sem tengjast skráningu og innköllunarkerfi á ákveðnum aldri,“ segir Þórólfur.Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir.Fréttablaðið/StefánHann telur að laga þurfi þá þætti áður en lengra er gengið. „Ég tel óráðlegt að fara fram með svona hörku þó ég skilji málflutninginn og áhyggjurnar. Við erum á fullu að reyna að laga þetta í samvinnu við heilsugæsluna. Þátttökutölur eru samt meiri en við erum að birta vegna ákveðinna skráningarvandamála.“ Að sögn Þórólfs benda rannsóknir hérlendis til þess að viðhorf til bólusetninga sé almennt jákvætt og það sé ekki um að ræða stóran hóp sem sé mótfallinn þeim. „Við höfum verið að sjá eitt og eitt mislingatilfelli koma að utan en það er engin dreifing á sjúkdómnum innanlands. Ef okkur tekst ekki að auka þátttöku í bólusetningum og förum að sjá einhverja dreifingu sjúkdóma innanlands, þá getum við skoðað aðrar leiðir.“ Karen E. Halldórsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, lagði á síðasta ári til svipaða leið og Hildur vill nú fara í Reykjavík. „Lögmenn bæjarins skoðuðu þetta og niðurstaðan var sú að við hefðum ekki heimild til að neita óbólusettum börnum um skóla- eða leikskólavist. Ég trúi því staðfastlega að sveitarfélög eigi að hafa þessa heimild. Við þurfum sterkari lagagrundvöll en þetta stendur upp á Alþingi.“
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Bólusetningar Heilbrigðismál Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Vill að bólusetning verði skilyrði fyrir inntöku á leikskóla Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram tillögu þess efnis á næsta borgarstjórnarfundi að almennar bólusetningar verði gert að skilyrði fyrir inntöku barna á leikskólum borgarinnar 28. ágúst 2018 15:20 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Vill að bólusetning verði skilyrði fyrir inntöku á leikskóla Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram tillögu þess efnis á næsta borgarstjórnarfundi að almennar bólusetningar verði gert að skilyrði fyrir inntöku barna á leikskólum borgarinnar 28. ágúst 2018 15:20