„Pælingin virðist eingöngu vera sú að vernda sum börn fyrir öðrum“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. ágúst 2018 18:53 Halldór Auðar Svansson vill heldur velja leið þar sem velferð allra barna sé tryggð. Vísir/STEfán Halldór Auðar Svansson, fyrrverandi borgarfulltrúi Pírata, er mjög gagnrýninn á hugmynd Hildar Björnsdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, sem hyggst leggja fram tillögu á næsta borgarstjórnarfundi um að almenn bólusetning verði skilyrði fyrir inntöku barna á leikskólum borgarinnar. Málið tengist nýrri skýrslu sóttvarnarlæknis sem sýnir að þátttaka í almennum bólusetningum á Íslandi í fyrra hafi verið svipuð og árið áður. Landlæknisembættið telur niðurstöðurnar áhyggjuefni því þátttaka yngstu árganganna í bólusetningum það árið var lakari en áður hefur verið. Halldór segir að hugmyndin um að úthýsa óbólusettum börnum úr leikskólum sé í öllum tilfellum vond hugmynd. Betri hugmynd væri að líta á bólusetningar sem barnaverndarmál. Það yrði þá nauðsynlegur liður í margþættri aðgerð með velferð barnsins að leiðarljósi. Sú leið yrði miðuð að velferð allra barna en ekki að því að vernda tiltekin börn gagnvart öðrum börnum. „Að nota aðgengi að leikskólum eitt og sér í þessu skyni er fáheyrt, í besta falli plástur sem tekur engan veginn á rót vandans. Það er í algjöru ósamræmi við aðferðafræði barnaverndar, þar sem þvingandi aðgerðir eru aftast á forgangslistanum,“ segir Halldór á Facebook síðu sinni.Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram tillögu þess efnis á næsta borgarstjórnarfundi að almenn bólusetning verði gerð að skilyrði fyrir inntöku barna á leikskólum borgarinnar. Sambærileg tillaga var felld í borgarstjórn á síðasta kjörtímabili.Halldór vekur athygli á skýrslu sóttvarnarlæknis þar sem fram kemur að þátttaka í bólusetningum sé ekki nægilega góð. Þar sé sérstaklega tekið fram að meginástæða þess sé ónægileg eftirfylgni heilsugæslunnar. Hann segir fólk almennt vilja bólusetja börn sín en í sumum tilfellum sé ekki nægt utanumhald. „Úthýsing úr leikskóla gerir í sjálfu sér ekkert til að bæta úr þessu og er engan veginn nauðsynleg til þess að úr þessu verði bætt. Þetta eru einfaldlega alveg aðskildir hlutir. Við þurfum ekki að nota þá sleggju á foreldra að þau fái ekki leikskólapláss fyrir óbólusett börn þegar aðrar leiðir eru í boði og þegar þau eru alveg tilbúin í þetta,“ segir Halldór. Hann segir að hugmynd borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins vera slæm einnig í þeim tilfellum þar sem foreldrar eru mótfallnir bólusetningum. „Úthýsing ein og sér er þá samt vond hugmynd því pælingin virðist eingöngu vera sú að vernda sum börn fyrir öðrum. Hin óbólusettu eru ennþá óbólusett þó þau séu ekki á leikskóla.“Hægt er að lesa pistil Halldórs Auðars í heild sinni hér að neðan. Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Vill að bólusetning verði skilyrði fyrir inntöku á leikskóla Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram tillögu þess efnis á næsta borgarstjórnarfundi að almennar bólusetningar verði gert að skilyrði fyrir inntöku barna á leikskólum borgarinnar 28. ágúst 2018 15:20 Óttast að hér blossi upp sjúkdómar „sem ekki hafa sést um árabil“ Þátttaka í almennum bólusetningum á Íslandi í fyrra var svipuð og árið á undan. 27. júlí 2018 08:28 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Fleiri fréttir Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sjá meira
Halldór Auðar Svansson, fyrrverandi borgarfulltrúi Pírata, er mjög gagnrýninn á hugmynd Hildar Björnsdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, sem hyggst leggja fram tillögu á næsta borgarstjórnarfundi um að almenn bólusetning verði skilyrði fyrir inntöku barna á leikskólum borgarinnar. Málið tengist nýrri skýrslu sóttvarnarlæknis sem sýnir að þátttaka í almennum bólusetningum á Íslandi í fyrra hafi verið svipuð og árið áður. Landlæknisembættið telur niðurstöðurnar áhyggjuefni því þátttaka yngstu árganganna í bólusetningum það árið var lakari en áður hefur verið. Halldór segir að hugmyndin um að úthýsa óbólusettum börnum úr leikskólum sé í öllum tilfellum vond hugmynd. Betri hugmynd væri að líta á bólusetningar sem barnaverndarmál. Það yrði þá nauðsynlegur liður í margþættri aðgerð með velferð barnsins að leiðarljósi. Sú leið yrði miðuð að velferð allra barna en ekki að því að vernda tiltekin börn gagnvart öðrum börnum. „Að nota aðgengi að leikskólum eitt og sér í þessu skyni er fáheyrt, í besta falli plástur sem tekur engan veginn á rót vandans. Það er í algjöru ósamræmi við aðferðafræði barnaverndar, þar sem þvingandi aðgerðir eru aftast á forgangslistanum,“ segir Halldór á Facebook síðu sinni.Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram tillögu þess efnis á næsta borgarstjórnarfundi að almenn bólusetning verði gerð að skilyrði fyrir inntöku barna á leikskólum borgarinnar. Sambærileg tillaga var felld í borgarstjórn á síðasta kjörtímabili.Halldór vekur athygli á skýrslu sóttvarnarlæknis þar sem fram kemur að þátttaka í bólusetningum sé ekki nægilega góð. Þar sé sérstaklega tekið fram að meginástæða þess sé ónægileg eftirfylgni heilsugæslunnar. Hann segir fólk almennt vilja bólusetja börn sín en í sumum tilfellum sé ekki nægt utanumhald. „Úthýsing úr leikskóla gerir í sjálfu sér ekkert til að bæta úr þessu og er engan veginn nauðsynleg til þess að úr þessu verði bætt. Þetta eru einfaldlega alveg aðskildir hlutir. Við þurfum ekki að nota þá sleggju á foreldra að þau fái ekki leikskólapláss fyrir óbólusett börn þegar aðrar leiðir eru í boði og þegar þau eru alveg tilbúin í þetta,“ segir Halldór. Hann segir að hugmynd borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins vera slæm einnig í þeim tilfellum þar sem foreldrar eru mótfallnir bólusetningum. „Úthýsing ein og sér er þá samt vond hugmynd því pælingin virðist eingöngu vera sú að vernda sum börn fyrir öðrum. Hin óbólusettu eru ennþá óbólusett þó þau séu ekki á leikskóla.“Hægt er að lesa pistil Halldórs Auðars í heild sinni hér að neðan.
Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Vill að bólusetning verði skilyrði fyrir inntöku á leikskóla Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram tillögu þess efnis á næsta borgarstjórnarfundi að almennar bólusetningar verði gert að skilyrði fyrir inntöku barna á leikskólum borgarinnar 28. ágúst 2018 15:20 Óttast að hér blossi upp sjúkdómar „sem ekki hafa sést um árabil“ Þátttaka í almennum bólusetningum á Íslandi í fyrra var svipuð og árið á undan. 27. júlí 2018 08:28 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Fleiri fréttir Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sjá meira
Vill að bólusetning verði skilyrði fyrir inntöku á leikskóla Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram tillögu þess efnis á næsta borgarstjórnarfundi að almennar bólusetningar verði gert að skilyrði fyrir inntöku barna á leikskólum borgarinnar 28. ágúst 2018 15:20
Óttast að hér blossi upp sjúkdómar „sem ekki hafa sést um árabil“ Þátttaka í almennum bólusetningum á Íslandi í fyrra var svipuð og árið á undan. 27. júlí 2018 08:28