Jafnréttisstofa og íþróttafélögin Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar 29. ágúst 2018 07:00 Íþróttakonur segja frá áreitni, mismunun og nauðgunum og krefjast breytinga“ var yfirskrift fréttar sem birtist í íslenskum fjölmiðli snemma árs. Þetta var því miður ekki eina fréttin af þessum toga sem skall á landsmönnum í kjölfar #metoo byltingarinnar. Fjöldi íþróttakvenna steig fram og vitnaði um óþolandi aðstæður og ástand og kröfðust þess að konur og stúlkur gætu stundað íþróttir í öruggu umhverfi. Jafnréttisáætlanir gegna mikilvægu hlutverki í markvissu jafnréttisstarfi. Samkvæmt jafnréttislögum eru íþróttafélög ekki skyldug til að setja sér jafnréttisáætlanir en hafa hins vegar þær skyldur að gera sérstakar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að iðkendur og starfsfólk verði fyrir kynbundnu ofbeldi, kynbundinni áreitni eða kynferðislegri áreitni í tengslum við starfsemi félaganna. Þau félög sem kosið hafa að taka þátt í gæðaverkefni ÍSÍ og gerast fyrirmyndarfélög hafa þær skyldur að gera mat á starfsemi sinni m.t.t. jafnréttis og setja sér jafnréttisáætlun. Í kjölfar þeirra frásagna íþróttakvenna sem vitnað er til hér að framan ákvað Jafnréttisstofa því að kalla eftir jafnréttisáætlunum frá fyrirmyndarfélögum til þess að fá yfirsýn yfir stöðuna og geta leiðbeint um úrbætur ef á þyrfti að halda. Í kjölfarið hófst síðan samstarf ÍSÍ og Jafnréttisstofu um hvernig mætti sem best styðja íþróttafélög í að bæta jafnrétti kynjanna í sínum störfum. Það er sérstakt fagnaðarefni að í nýkynntum tillögum starfshóps mennta- og menningarmálaráðherra um aðgerðir gegn kynferðislegri áreitni og ofbeldishegðun í íþrótta- og æskulýðsstarfi skuli áherslan vera á öryggi iðkenda og annarra þátttakenda. Þá ber einnig að fagna því að horft sé til þess að aukið jafnrétti geti haft jákvæð áhrif á íþróttastarf og dregið úr áreitni og ofbeldishegðun. Íþróttir og íþróttafélög eru mikilvægur þáttur í menningu okkar Íslendinga. Þess vegna skiptir miklu máli að við séum öll með leikreglurnar á hreinu þegar kemur að fjölbreytileika, jafnrétti og virðingu.Höfundur er framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu MeToo Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Íþróttakonur segja frá áreitni, mismunun og nauðgunum og krefjast breytinga“ var yfirskrift fréttar sem birtist í íslenskum fjölmiðli snemma árs. Þetta var því miður ekki eina fréttin af þessum toga sem skall á landsmönnum í kjölfar #metoo byltingarinnar. Fjöldi íþróttakvenna steig fram og vitnaði um óþolandi aðstæður og ástand og kröfðust þess að konur og stúlkur gætu stundað íþróttir í öruggu umhverfi. Jafnréttisáætlanir gegna mikilvægu hlutverki í markvissu jafnréttisstarfi. Samkvæmt jafnréttislögum eru íþróttafélög ekki skyldug til að setja sér jafnréttisáætlanir en hafa hins vegar þær skyldur að gera sérstakar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að iðkendur og starfsfólk verði fyrir kynbundnu ofbeldi, kynbundinni áreitni eða kynferðislegri áreitni í tengslum við starfsemi félaganna. Þau félög sem kosið hafa að taka þátt í gæðaverkefni ÍSÍ og gerast fyrirmyndarfélög hafa þær skyldur að gera mat á starfsemi sinni m.t.t. jafnréttis og setja sér jafnréttisáætlun. Í kjölfar þeirra frásagna íþróttakvenna sem vitnað er til hér að framan ákvað Jafnréttisstofa því að kalla eftir jafnréttisáætlunum frá fyrirmyndarfélögum til þess að fá yfirsýn yfir stöðuna og geta leiðbeint um úrbætur ef á þyrfti að halda. Í kjölfarið hófst síðan samstarf ÍSÍ og Jafnréttisstofu um hvernig mætti sem best styðja íþróttafélög í að bæta jafnrétti kynjanna í sínum störfum. Það er sérstakt fagnaðarefni að í nýkynntum tillögum starfshóps mennta- og menningarmálaráðherra um aðgerðir gegn kynferðislegri áreitni og ofbeldishegðun í íþrótta- og æskulýðsstarfi skuli áherslan vera á öryggi iðkenda og annarra þátttakenda. Þá ber einnig að fagna því að horft sé til þess að aukið jafnrétti geti haft jákvæð áhrif á íþróttastarf og dregið úr áreitni og ofbeldishegðun. Íþróttir og íþróttafélög eru mikilvægur þáttur í menningu okkar Íslendinga. Þess vegna skiptir miklu máli að við séum öll með leikreglurnar á hreinu þegar kemur að fjölbreytileika, jafnrétti og virðingu.Höfundur er framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun