EA aflýsir tölvuleikjamótum vegna skotárásar Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. ágúst 2018 07:51 Taylor Robertson og Eli Clayton létust í árásinni í Jacksonville á sunnudag. Skjáskot/EA Sports Tölvuleikjaframleiðandinn Electronic Arts, EA, hefur aflýst þremur tölvuleikjamótum eftir að byssumaður skaut tvo til bana á móti á vegum fyrirtækisins á sunnudag. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá EA. Árásin var gerð á tölvuleikjamóti í afþreyingarmiðstöðinni Jackson Landing í Jacksonville í Flórída. Keppendur á mótinu, sem helgað var fótboltatölvuleiknum Madden, freistuðu þess að öðlast þátttökurétt á stærra móti sem fram fer í október næstkomandi. Sigurvegari mótsins hreppir rúmar sautján milljónir íslenskra króna að launum.Sjá einnig: Dómsskjöl varpa ljósi á veikindi árásarmannsins Þrjú mót á borð við það sem haldið var í Jacksonville á sunnudag voru á dagskrá víðsvegar um Bandaríkin í september. Þeim hefur nú öllum verið aflýst, að því er fram kemur í yfirlýsingu frá EA. Fyrirtækið mun nú fara ofan í saumana á öryggisgæslu á tölvuleikjamótum sínum og vinna að úrbótum. Árásarmaðurinn, David Katz, og fórnarlömb hans tvö, Taylor Robertson og Eli Clayton, voru allir atvinnutölvuleikjaspilarar og keppendur á mótinu á sunnudag. Robertson vann sambærilegt Madden-mót í fyrra en árásarmaðurinn Katz bar sigur úr býtum á slíku móti fyrir tveimur árum. Lögregla í Jacksonville hefur enn ekki viljað tjá sig um ástæðu að baki árásinni. Fjölmiðlar vestanhafs hafa þó haldið því fram að Katz hafi reiðst eftir að hann tapaði í leik á mótinu og hafið skothríð. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tölvuleikjasamfélagið minnist fórnarlamba skotárásarinnar Mennirnir tveir sem létust í skotárásinni í Jacksonville í gær voru tölvuleikjaspilarar að atvinnu. 27. ágúst 2018 12:00 Tala látinna staðfest og árásarmaðurinn nafngreindur Tveir létust og ellefu særðust í skotárás í borginni Jacksonville í Flórída í gær. Árásarmaðurinn framdi sjálfsvíg að lokinni árásinni. 27. ágúst 2018 07:56 Dómsskjöl varpa ljósi á veikindi árásarmannsins David Katz mun hafa skotið sérstaklega keppendur á mótinu en hann hafði einnig keppt sjálfur í Madden á undanförnum árum. 27. ágúst 2018 21:38 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira
Tölvuleikjaframleiðandinn Electronic Arts, EA, hefur aflýst þremur tölvuleikjamótum eftir að byssumaður skaut tvo til bana á móti á vegum fyrirtækisins á sunnudag. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá EA. Árásin var gerð á tölvuleikjamóti í afþreyingarmiðstöðinni Jackson Landing í Jacksonville í Flórída. Keppendur á mótinu, sem helgað var fótboltatölvuleiknum Madden, freistuðu þess að öðlast þátttökurétt á stærra móti sem fram fer í október næstkomandi. Sigurvegari mótsins hreppir rúmar sautján milljónir íslenskra króna að launum.Sjá einnig: Dómsskjöl varpa ljósi á veikindi árásarmannsins Þrjú mót á borð við það sem haldið var í Jacksonville á sunnudag voru á dagskrá víðsvegar um Bandaríkin í september. Þeim hefur nú öllum verið aflýst, að því er fram kemur í yfirlýsingu frá EA. Fyrirtækið mun nú fara ofan í saumana á öryggisgæslu á tölvuleikjamótum sínum og vinna að úrbótum. Árásarmaðurinn, David Katz, og fórnarlömb hans tvö, Taylor Robertson og Eli Clayton, voru allir atvinnutölvuleikjaspilarar og keppendur á mótinu á sunnudag. Robertson vann sambærilegt Madden-mót í fyrra en árásarmaðurinn Katz bar sigur úr býtum á slíku móti fyrir tveimur árum. Lögregla í Jacksonville hefur enn ekki viljað tjá sig um ástæðu að baki árásinni. Fjölmiðlar vestanhafs hafa þó haldið því fram að Katz hafi reiðst eftir að hann tapaði í leik á mótinu og hafið skothríð.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tölvuleikjasamfélagið minnist fórnarlamba skotárásarinnar Mennirnir tveir sem létust í skotárásinni í Jacksonville í gær voru tölvuleikjaspilarar að atvinnu. 27. ágúst 2018 12:00 Tala látinna staðfest og árásarmaðurinn nafngreindur Tveir létust og ellefu særðust í skotárás í borginni Jacksonville í Flórída í gær. Árásarmaðurinn framdi sjálfsvíg að lokinni árásinni. 27. ágúst 2018 07:56 Dómsskjöl varpa ljósi á veikindi árásarmannsins David Katz mun hafa skotið sérstaklega keppendur á mótinu en hann hafði einnig keppt sjálfur í Madden á undanförnum árum. 27. ágúst 2018 21:38 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira
Tölvuleikjasamfélagið minnist fórnarlamba skotárásarinnar Mennirnir tveir sem létust í skotárásinni í Jacksonville í gær voru tölvuleikjaspilarar að atvinnu. 27. ágúst 2018 12:00
Tala látinna staðfest og árásarmaðurinn nafngreindur Tveir létust og ellefu særðust í skotárás í borginni Jacksonville í Flórída í gær. Árásarmaðurinn framdi sjálfsvíg að lokinni árásinni. 27. ágúst 2018 07:56
Dómsskjöl varpa ljósi á veikindi árásarmannsins David Katz mun hafa skotið sérstaklega keppendur á mótinu en hann hafði einnig keppt sjálfur í Madden á undanförnum árum. 27. ágúst 2018 21:38