Sagðist hafa orðið manni að bana Kjartan Kjartansson skrifar 27. ágúst 2018 12:15 Valur Lýðsson, til hægri, í réttarsal á Selfossi. Vísir/Vilhelm Valur Lýðsson, sem ákærður er fyrir að hafa valdið dauða bróður síns á bænum Gýgjarhóli II, sagði björgunarsveitarfólki sem kallað var út að hann hefði „orðið manni að bana“. Sjálfur sagðist hann ekki muna eftir neinum átökum þeirra bræðra. Aðalmeðferð í máli Vals hófst í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. Hann er ákærður fyrir að hafa valdið dauða Ragnars bróður síns með því að ráðast á hann með ofbeldi. Valur sagðist ekkert muna eftir átökum þeirra á milli vegna ölvunar þegar hann bar vitni í morgun. Hann taldi þó miklar líkur á að komið hefði til átaka á milli þeirra en hafði engar skýringar á hvers vegna eða hvernig það bar til. Björgunarsveitarfólk frá Flúðum sem kallað var út þegar tilkynningin um dauða Ragnars barst kom fyrir dóminn í morgun. Óskar Rafn Emilsson bar að Valur hefði verið rólegur og í símanum þegar hann bar þar að garði. Hann hafi ekki séð áverka á Vali en blóð hafi verið á höfði hans og hnúa. Sagðist Óskar Rafn ekki muna orðrétt hvað Valur hefði sagt en að það hafi verið eitthvað háfleygt um að hann hefði „orðið manni að bana“. Halldóra Hjörleifsdóttir frá Björgunarfélaginu Eyvindi á Flúðum sagði að Valur hafi virst í uppnámi. Hún sagðist heldur ekki muna hvað Valur sagði orðrétt en taldi að hann hefði haft orð á því þeir bræðurnir hefðu eitthvað rifist og tekist á. Hún hafi einnig séð blóðslettur á enni Vals og hendi.Vel áttaður og samvinnufús Einar Þorfinnsson, lögreglumaður á Selfossi, sagði að Valur hefði verið sjáanlega ölvaður en þó vel áttaður þegar lögreglu bar að garði um morguninn. Valur hafi jafnframt verið samvinnufús en hann hafi strax verið færður í járn og út í lögregubíl. Bæði hann og Þórunn Þrastardóttir, lögreglumaður, báru um að Valur hefði verið blóðugur á höfði og á hendi. Sagði Þórunn að Valur hefði jafnframt virst vera með áverka á höfði sjálfur. Einar sagði að þriðji bróðirinn, sem gengið hafði til hvílu fyrr um kvöldið á meðan Valur og Ragnar héldu áfram drykkju, hefði verið í húsinu þegar hann kom inn í íbúðarhúsið þar sem Ragnar lá látinn. Bróðirinn, sem er fatlaður eftir heilablóðfall, hafi virst utan við sig og ekki áttað sig á því hvað væri að gerast. Hann kom fyrir dóminn í morgun en kaus að gefa ekki skýrslu.Lést líklega um nóttina Andri Kristinsson, læknir, fór að Gýgjarhóli sagði dómnum að dánartími Ragnars hafi verið að minnsta kosti sex klukkustundum áður en hann skoðaði líkið um klukkan ellefu morguninn eftir. Þórður Guðmundsson, læknir sem skoðaði Val, sagðist hafa fundið tvær rispur á höfði hans og mar og roða á hnúa hægri hendi handar hans. Áverkarnir gætu verið í samræmi við þá sem kæmu á hnúa ofbeldismanna. Taldi Þórður ólíklegt að áverki á hnúa Vals gæti hafa komið af handjárni eins og Valur hafði leitt líkur að þegar hann bar vitni. Manndráp á Gýgjarhóli II Tengdar fréttir Reiðilegt andlit síðasta minningin fyrir dauða bróðurins Maður sem ákærður er fyrir að hafa valdi dauða bróður síns á bænum Gýgjarhóli II gat litlar skýringar gefið á því hvernig hann bar að þegar hann gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. 27. ágúst 2018 10:28 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Sjá meira
Valur Lýðsson, sem ákærður er fyrir að hafa valdið dauða bróður síns á bænum Gýgjarhóli II, sagði björgunarsveitarfólki sem kallað var út að hann hefði „orðið manni að bana“. Sjálfur sagðist hann ekki muna eftir neinum átökum þeirra bræðra. Aðalmeðferð í máli Vals hófst í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. Hann er ákærður fyrir að hafa valdið dauða Ragnars bróður síns með því að ráðast á hann með ofbeldi. Valur sagðist ekkert muna eftir átökum þeirra á milli vegna ölvunar þegar hann bar vitni í morgun. Hann taldi þó miklar líkur á að komið hefði til átaka á milli þeirra en hafði engar skýringar á hvers vegna eða hvernig það bar til. Björgunarsveitarfólk frá Flúðum sem kallað var út þegar tilkynningin um dauða Ragnars barst kom fyrir dóminn í morgun. Óskar Rafn Emilsson bar að Valur hefði verið rólegur og í símanum þegar hann bar þar að garði. Hann hafi ekki séð áverka á Vali en blóð hafi verið á höfði hans og hnúa. Sagðist Óskar Rafn ekki muna orðrétt hvað Valur hefði sagt en að það hafi verið eitthvað háfleygt um að hann hefði „orðið manni að bana“. Halldóra Hjörleifsdóttir frá Björgunarfélaginu Eyvindi á Flúðum sagði að Valur hafi virst í uppnámi. Hún sagðist heldur ekki muna hvað Valur sagði orðrétt en taldi að hann hefði haft orð á því þeir bræðurnir hefðu eitthvað rifist og tekist á. Hún hafi einnig séð blóðslettur á enni Vals og hendi.Vel áttaður og samvinnufús Einar Þorfinnsson, lögreglumaður á Selfossi, sagði að Valur hefði verið sjáanlega ölvaður en þó vel áttaður þegar lögreglu bar að garði um morguninn. Valur hafi jafnframt verið samvinnufús en hann hafi strax verið færður í járn og út í lögregubíl. Bæði hann og Þórunn Þrastardóttir, lögreglumaður, báru um að Valur hefði verið blóðugur á höfði og á hendi. Sagði Þórunn að Valur hefði jafnframt virst vera með áverka á höfði sjálfur. Einar sagði að þriðji bróðirinn, sem gengið hafði til hvílu fyrr um kvöldið á meðan Valur og Ragnar héldu áfram drykkju, hefði verið í húsinu þegar hann kom inn í íbúðarhúsið þar sem Ragnar lá látinn. Bróðirinn, sem er fatlaður eftir heilablóðfall, hafi virst utan við sig og ekki áttað sig á því hvað væri að gerast. Hann kom fyrir dóminn í morgun en kaus að gefa ekki skýrslu.Lést líklega um nóttina Andri Kristinsson, læknir, fór að Gýgjarhóli sagði dómnum að dánartími Ragnars hafi verið að minnsta kosti sex klukkustundum áður en hann skoðaði líkið um klukkan ellefu morguninn eftir. Þórður Guðmundsson, læknir sem skoðaði Val, sagðist hafa fundið tvær rispur á höfði hans og mar og roða á hnúa hægri hendi handar hans. Áverkarnir gætu verið í samræmi við þá sem kæmu á hnúa ofbeldismanna. Taldi Þórður ólíklegt að áverki á hnúa Vals gæti hafa komið af handjárni eins og Valur hafði leitt líkur að þegar hann bar vitni.
Manndráp á Gýgjarhóli II Tengdar fréttir Reiðilegt andlit síðasta minningin fyrir dauða bróðurins Maður sem ákærður er fyrir að hafa valdi dauða bróður síns á bænum Gýgjarhóli II gat litlar skýringar gefið á því hvernig hann bar að þegar hann gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. 27. ágúst 2018 10:28 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Sjá meira
Reiðilegt andlit síðasta minningin fyrir dauða bróðurins Maður sem ákærður er fyrir að hafa valdi dauða bróður síns á bænum Gýgjarhóli II gat litlar skýringar gefið á því hvernig hann bar að þegar hann gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. 27. ágúst 2018 10:28
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“