Leikmenn Barcelona rifu heilu torfurnar og líktu vellinum við strönd: Myndir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. ágúst 2018 14:00 Leikmenn Barcelomna rifu hreinlega upp heilu þökurnar. Vísir/Getty Það voru mjög ósáttir leikmenn Barcelona sem gengu af velli um helgina þrátt fyrir 1-0 útisigur á Valladolid. Ástæðan er skelfilegt ástand grasvallarins en leikmenn Barcelona gátu hreinlega þakkað fyrir að meiðast ekki í þessum leik. Lionel Messi skoraði ekki í leiknum sem var kannski skiljanlegt enda ekki bara að reyna að komast í gegnum þétta varnarlínu Real Valladolid heldur framhjá ótal „þúfum“ og gildrum á lausum vellinum. Real Valladolid er nýliði í spænsku deildinni í ár. Liðið komst upp í gegnum umspil en endaði í fimmta sæti b-deildinni á síðasta tímabili.Turf's up, dudes. La Liga is investigating the "deplorable" pitch with areas that "seemed more like a beach"https://t.co/gAwX9GsmXbpic.twitter.com/WFqOyJVoJo — BBC Sport (@BBCSport) August 27, 2018Leikvangur Real Valladolid heitir Estadio José Zorrilla og var langt frá því að vera tilbúinn að hýsa leik í spænsku deildinni. „Á sumum stöðum á vellinum var eins og þú værir á ströndinni,“ sagði Sergio Busquets, miðjumaður Barcelona.I present to uu the "Estadio Jose Zorrilla" 's pitch in a closer look !! #ForçaBarça#ValladolidBarçapic.twitter.com/8SfY9G85Zh — Bahaeddine (@FibonaStein) August 25, 2018„Það er ótrúlegt að enginn frá La Liga hafi fundist ástæða til að skoða grasið fyrir leikinn. Það er ekki hægt að spila á þessu,“ sagði Busquets. „Þetta var aumkunarvert. Ég vona að þeir sem ráða komi sínu á hreint og lagi þetta því þetta er sorglegt,“ sagði Gerard Pique. La Liga hefur gefið frá sér tilkynningu þar sem þeir staðfesta að rannsókn sé farin í gang af hverju völlurinn hafi ekki verið boðlegur. Nú hefur komið í ljós að vallarstarfsmenn á Estadio José Zorrilla endurlögðu grasið á þriðjudaginn var eða innan við viku fyrir leikinn. Það þarf því ekki að koma mikið á óvart að völlurinn hafi verið laus í sér. The state of the pitch here at the Estadio Jose Zorrilla is something else.... Follow #ValladolidBarça live https://t.co/lWYmULwrZLpic.twitter.com/yp7grORsgk — Standard Sport (@standardsport) August 25, 2018Knattspyrnustjórinn Sergio Gonzalez sagði að félagið hafi gert allt í sínu valdi til að gera völlinn klárann í tíma. „Við vorum síðasta félagið til að tryggja okkur sæti í deildinni og við vorum í vandræðum með að gera völlinn klárann fyrir fyrsta heimaleik,“ viðurkenndi Sergio Gonzalez.Hér fyrir neðan má sjá nokkrar skrautlegar myndir af grasinu á Estadio José Zorrilla.Vísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/Getty Spænski boltinn Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Golf Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Í beinni: Þróttur - Víkingur | Reykjavíkurslagur í Laugardal Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Sjá meira
Það voru mjög ósáttir leikmenn Barcelona sem gengu af velli um helgina þrátt fyrir 1-0 útisigur á Valladolid. Ástæðan er skelfilegt ástand grasvallarins en leikmenn Barcelona gátu hreinlega þakkað fyrir að meiðast ekki í þessum leik. Lionel Messi skoraði ekki í leiknum sem var kannski skiljanlegt enda ekki bara að reyna að komast í gegnum þétta varnarlínu Real Valladolid heldur framhjá ótal „þúfum“ og gildrum á lausum vellinum. Real Valladolid er nýliði í spænsku deildinni í ár. Liðið komst upp í gegnum umspil en endaði í fimmta sæti b-deildinni á síðasta tímabili.Turf's up, dudes. La Liga is investigating the "deplorable" pitch with areas that "seemed more like a beach"https://t.co/gAwX9GsmXbpic.twitter.com/WFqOyJVoJo — BBC Sport (@BBCSport) August 27, 2018Leikvangur Real Valladolid heitir Estadio José Zorrilla og var langt frá því að vera tilbúinn að hýsa leik í spænsku deildinni. „Á sumum stöðum á vellinum var eins og þú værir á ströndinni,“ sagði Sergio Busquets, miðjumaður Barcelona.I present to uu the "Estadio Jose Zorrilla" 's pitch in a closer look !! #ForçaBarça#ValladolidBarçapic.twitter.com/8SfY9G85Zh — Bahaeddine (@FibonaStein) August 25, 2018„Það er ótrúlegt að enginn frá La Liga hafi fundist ástæða til að skoða grasið fyrir leikinn. Það er ekki hægt að spila á þessu,“ sagði Busquets. „Þetta var aumkunarvert. Ég vona að þeir sem ráða komi sínu á hreint og lagi þetta því þetta er sorglegt,“ sagði Gerard Pique. La Liga hefur gefið frá sér tilkynningu þar sem þeir staðfesta að rannsókn sé farin í gang af hverju völlurinn hafi ekki verið boðlegur. Nú hefur komið í ljós að vallarstarfsmenn á Estadio José Zorrilla endurlögðu grasið á þriðjudaginn var eða innan við viku fyrir leikinn. Það þarf því ekki að koma mikið á óvart að völlurinn hafi verið laus í sér. The state of the pitch here at the Estadio Jose Zorrilla is something else.... Follow #ValladolidBarça live https://t.co/lWYmULwrZLpic.twitter.com/yp7grORsgk — Standard Sport (@standardsport) August 25, 2018Knattspyrnustjórinn Sergio Gonzalez sagði að félagið hafi gert allt í sínu valdi til að gera völlinn klárann í tíma. „Við vorum síðasta félagið til að tryggja okkur sæti í deildinni og við vorum í vandræðum með að gera völlinn klárann fyrir fyrsta heimaleik,“ viðurkenndi Sergio Gonzalez.Hér fyrir neðan má sjá nokkrar skrautlegar myndir af grasinu á Estadio José Zorrilla.Vísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/Getty
Spænski boltinn Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Golf Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Í beinni: Þróttur - Víkingur | Reykjavíkurslagur í Laugardal Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti