Wow Air segir óljósri upplýsingagjöf Icelandair um að kenna Hersir Aron Ólafsson skrifar 26. ágúst 2018 20:00 Upplýsingafulltrúi WOW Air hafnar því að rangar upplýsingar um Icelandair komi fram í viðbótarskjölum við útboðskynningu WOW í gær. Hún kennir óljósri upplýsingagjöf Icelandair um rangan samanburð á einingakostnaði félaganna. Fjallað er um málið á vef Túrista, en fyrst var greint frá því um miðjan ágúst að WOW hygðist sækja sér aukið fjármagn með skuldabréfaútboði. Talsvert hefur verið fjallað um versnandi rekstrarumhverfi íslensku flugfélaganna, en um einn og hálfur mánuður er síðan hlutabréf Icelandair hríðféllu í verði eftir afkomuviðvörun sem birt var 8. júlí.Skýrari upplýsingar í viðbótargögnumÞá hafa sérfræðingar sagt ástæðu til að hafa áhyggjur af WOW Air, þó erfitt sé að segja til um horfur hjá félaginu vegna skorts á upplýsingum.Í gær var hins vegargreint frá tveimur aukasíðumsem bætt var við útboðskynningu WOW, en þar kemur m.a. fram að rekstur félagsins hafi verið réttu megin við núllið á seinni helmingi síðasta árs – þrátt fyrir tæplega 2,4 milljarða tap á árinu öllu, en þær upplýsingar hafa ekki komið fram áður.Í viðbótargögnunum koma hins vegar einnig fram upplýsingar um stöðu samkeppnisaðilans, sem virðast byggðar á röngum forsendum.Kostnaður Icelandair Group birtur, í stað IcelandairÞannig er einingakostnaður Icelandair sagður vera hátt í tvöfalt hærri en hjá WOW. Samkvæmt umfjöllun í dag virðist þessum tölum nú hafa verið eytt, enda hafi allur kostnaður Icelandair Group samstæðunnar, m.a. vegna rekstrar hótela og annarra atriða sem ekki tengjast millilandaflugi Icelandair, ranglega verið tekinn inn í jöfnuna. Úr varð hærri einingakostnaður Icelandair og meira bil milli félaganna en rétt er. Ekki fékkst viðtal við forsvarsmenn WOW vegna málsins, en í skriflegu svari segir m.a. að útreikningar séu byggðir á opinberum gögnum og jákvætt væri ef Icelandair birti betur sundurliðaðar upplýsingar. Þá komi skýrt fram í gögnunum að um Icelandair Group sé að ræða, og því ekki hægt að segja að tölurnar séu ekki réttar. Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Olíukostnaður fjórðungur af tekjum WOW Air Hærra olíuverð er meginskýringin á versnandi afkomu WOW air. Verð á flugeldsneyti hækkaði um 36 prósent á fyrri helmingi ársins en ólíkt evrópskum keppinautum ver félagið ekki eldsneytiskaup sín. 16. ágúst 2018 05:00 Hlutafjáraukning hjá Wow Air Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri Wow Air, jók hlutafé Wow Air um rúmlega helming fyrr á þessu ári þegar hann setti eignarhlut sinn í fraktflutningafélaginu Cargo Express ehf. inn í Wow Air. Þá breytti hann tveggja milljarða króna kröfum sínum á hendur Wow Air í hlutafé. 13. ágúst 2018 17:00 WOW air í milljarða skuldabréfaútboð Pareto hefur umsjón með 6 til 12 milljarða skuldabréfafjármögnun sem á að klárast í ágúst. Fjárfestafundir hefjast í vikunni. Útgáfan hugsuð sem brúarfjármögnun fram að skráningu á hlutabréfamarkað innan 18 mánaða. 15. ágúst 2018 05:00 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Upplýsingafulltrúi WOW Air hafnar því að rangar upplýsingar um Icelandair komi fram í viðbótarskjölum við útboðskynningu WOW í gær. Hún kennir óljósri upplýsingagjöf Icelandair um rangan samanburð á einingakostnaði félaganna. Fjallað er um málið á vef Túrista, en fyrst var greint frá því um miðjan ágúst að WOW hygðist sækja sér aukið fjármagn með skuldabréfaútboði. Talsvert hefur verið fjallað um versnandi rekstrarumhverfi íslensku flugfélaganna, en um einn og hálfur mánuður er síðan hlutabréf Icelandair hríðféllu í verði eftir afkomuviðvörun sem birt var 8. júlí.Skýrari upplýsingar í viðbótargögnumÞá hafa sérfræðingar sagt ástæðu til að hafa áhyggjur af WOW Air, þó erfitt sé að segja til um horfur hjá félaginu vegna skorts á upplýsingum.Í gær var hins vegargreint frá tveimur aukasíðumsem bætt var við útboðskynningu WOW, en þar kemur m.a. fram að rekstur félagsins hafi verið réttu megin við núllið á seinni helmingi síðasta árs – þrátt fyrir tæplega 2,4 milljarða tap á árinu öllu, en þær upplýsingar hafa ekki komið fram áður.Í viðbótargögnunum koma hins vegar einnig fram upplýsingar um stöðu samkeppnisaðilans, sem virðast byggðar á röngum forsendum.Kostnaður Icelandair Group birtur, í stað IcelandairÞannig er einingakostnaður Icelandair sagður vera hátt í tvöfalt hærri en hjá WOW. Samkvæmt umfjöllun í dag virðist þessum tölum nú hafa verið eytt, enda hafi allur kostnaður Icelandair Group samstæðunnar, m.a. vegna rekstrar hótela og annarra atriða sem ekki tengjast millilandaflugi Icelandair, ranglega verið tekinn inn í jöfnuna. Úr varð hærri einingakostnaður Icelandair og meira bil milli félaganna en rétt er. Ekki fékkst viðtal við forsvarsmenn WOW vegna málsins, en í skriflegu svari segir m.a. að útreikningar séu byggðir á opinberum gögnum og jákvætt væri ef Icelandair birti betur sundurliðaðar upplýsingar. Þá komi skýrt fram í gögnunum að um Icelandair Group sé að ræða, og því ekki hægt að segja að tölurnar séu ekki réttar.
Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Olíukostnaður fjórðungur af tekjum WOW Air Hærra olíuverð er meginskýringin á versnandi afkomu WOW air. Verð á flugeldsneyti hækkaði um 36 prósent á fyrri helmingi ársins en ólíkt evrópskum keppinautum ver félagið ekki eldsneytiskaup sín. 16. ágúst 2018 05:00 Hlutafjáraukning hjá Wow Air Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri Wow Air, jók hlutafé Wow Air um rúmlega helming fyrr á þessu ári þegar hann setti eignarhlut sinn í fraktflutningafélaginu Cargo Express ehf. inn í Wow Air. Þá breytti hann tveggja milljarða króna kröfum sínum á hendur Wow Air í hlutafé. 13. ágúst 2018 17:00 WOW air í milljarða skuldabréfaútboð Pareto hefur umsjón með 6 til 12 milljarða skuldabréfafjármögnun sem á að klárast í ágúst. Fjárfestafundir hefjast í vikunni. Útgáfan hugsuð sem brúarfjármögnun fram að skráningu á hlutabréfamarkað innan 18 mánaða. 15. ágúst 2018 05:00 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Olíukostnaður fjórðungur af tekjum WOW Air Hærra olíuverð er meginskýringin á versnandi afkomu WOW air. Verð á flugeldsneyti hækkaði um 36 prósent á fyrri helmingi ársins en ólíkt evrópskum keppinautum ver félagið ekki eldsneytiskaup sín. 16. ágúst 2018 05:00
Hlutafjáraukning hjá Wow Air Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri Wow Air, jók hlutafé Wow Air um rúmlega helming fyrr á þessu ári þegar hann setti eignarhlut sinn í fraktflutningafélaginu Cargo Express ehf. inn í Wow Air. Þá breytti hann tveggja milljarða króna kröfum sínum á hendur Wow Air í hlutafé. 13. ágúst 2018 17:00
WOW air í milljarða skuldabréfaútboð Pareto hefur umsjón með 6 til 12 milljarða skuldabréfafjármögnun sem á að klárast í ágúst. Fjárfestafundir hefjast í vikunni. Útgáfan hugsuð sem brúarfjármögnun fram að skráningu á hlutabréfamarkað innan 18 mánaða. 15. ágúst 2018 05:00