Sveiflukenndur lokahringur hjá Ólafíu í Kanada Ísak Jasonarson skrifar 26. ágúst 2018 19:45 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Vísir/Getty Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék í dag lokahringinn á CP Women's Open mótinu á LPGA mótaröðinni á einu höggi yfir pari. Hún endaði því mótið á einu höggi yfir pari í heildina og í 64. sæti. Ólafía Þórunn hóf leik á 10. teig á lokahringnum og lék sínar fyrri níu holur á tveimur höggum yfir pari eftir skrautlega byrjun þar sem hún fékk tvo skolla, einn tvöfaldan skolla og tvo fugla. Á seinni níu bætti Ólafía svo við sig tveimur skollum og þremur fuglum og kláraði hringinn á einu höggi yfir pari. Ólafía lék með Tiffany Chan og Cristie Kerr í dag en sú síðarnefnda er tvöfaldur risameistari og einn sigursælasti kylfingur mótaraðarinnar undanfarin ár. Kerr lék lokahringinn á 4 höggum undir pari. Þegar fréttin er skrifuð er Ólafía jöfn í 64. sæti en örfáir kylfingar eiga eftir að ljúka leik. Árangur hennar hefur lítil áhrif á stöðu hennar á stigalistanum því hún mun fara niður um eitt sæti á listanum þegar hann verður uppfærður eftir mótið. Ólafía situr því í 138. sæti á stigalistanum en 100 efstu halda þátttökurétti sínum á mótaröðinni í árslok.
Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék í dag lokahringinn á CP Women's Open mótinu á LPGA mótaröðinni á einu höggi yfir pari. Hún endaði því mótið á einu höggi yfir pari í heildina og í 64. sæti. Ólafía Þórunn hóf leik á 10. teig á lokahringnum og lék sínar fyrri níu holur á tveimur höggum yfir pari eftir skrautlega byrjun þar sem hún fékk tvo skolla, einn tvöfaldan skolla og tvo fugla. Á seinni níu bætti Ólafía svo við sig tveimur skollum og þremur fuglum og kláraði hringinn á einu höggi yfir pari. Ólafía lék með Tiffany Chan og Cristie Kerr í dag en sú síðarnefnda er tvöfaldur risameistari og einn sigursælasti kylfingur mótaraðarinnar undanfarin ár. Kerr lék lokahringinn á 4 höggum undir pari. Þegar fréttin er skrifuð er Ólafía jöfn í 64. sæti en örfáir kylfingar eiga eftir að ljúka leik. Árangur hennar hefur lítil áhrif á stöðu hennar á stigalistanum því hún mun fara niður um eitt sæti á listanum þegar hann verður uppfærður eftir mótið. Ólafía situr því í 138. sæti á stigalistanum en 100 efstu halda þátttökurétti sínum á mótaröðinni í árslok.
Golf Mest lesið Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ Enski boltinn „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Enski boltinn Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Körfubolti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti