Milljarðs króna gestastofa tekin í notkun á Þingvöllum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. ágúst 2018 19:30 Öll aðstaða fyrir gesti Þingvalla sem vilja fræðast um þjóðgarðinn hefur stórbatnað með nýrri gestastofu sem hefur verið tekið í notkun. Þar er meðal annars gagnvirk sýningu um sögu og náttúru Þingvalla, rúmgott anddyri fyrir upplýsingagjöf, verslun, veitingasala, skólastofa og skrifstofurými.Fjölmenni mætti við Hakið á Þingvöllum síðdegis í gær þegar nýja Gestastofan var opnuð formlega. Eftir ræðuhöld var komið af því að afhjúpa merki nýju gestastofunnar. Eftir það var gestum hleypt inn til að skoða nýju glæsilegu stofuna.Umhverfisráðherra og Ari Trausti Guðmundsson, formaður Þingvallanefndar við athöfnina á Þingvöllum í gær þegar nýja Gestastofan var formlega tekin í notkun.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson.„Hérna erum við að fá fyrsta flokks aðstöðu fyrir þjóðgarðinn. Við erum að fá sýningarsal með glæsilegr gagnvirkrisýningu sem mun miðla náttúru og sögu Þingvalla á nútímalegan og fallegan hátt. Svo erum við með mjög góða aðstöðu fyrir upplýsingagjöf landvarða, fyrirlestrasal og svo er gamla húsið tekið undir mingjagripasölu, veitingar, skólastofu og skrifstofurými, þannig að við erum að fá gríðarlega flotta aðstöðu fyrir miðlun til ferðamanna“, segir Einar Á.E. Sæmundsen þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. Ari Trausti Guðmundsson, alþingismaður og formaður Þingvallanefndar er mjög ánægður með nýju gestastofuna. „Hvernig sem á þetta er litið þá er þetta stórt skref fyrir þjóðgarðinn og þjóðina sjálfa. Á Þingvelli koma um ein og hálf milljón ferðamanna árlega og það mun vaxa áreiðanlega og þetta eru auðvitað bæði landsmenn og útlendingar“, segir Ari Trausti.En hvað kostaði nýja gestastofan? „Húsið stendur einhvers staðar í sex hundruð og fimmtíu milljónum króna og sýningin er einhvers staðar yfir þrjú hundruð milljónum, þannig að þetta er um einn milljarður“, segir Einar. Í tilefni opnunar Gestastofunnar verður ókeypis inn á sýninguna um helgina en gjaldtaka hefst á mánudaginn.Kostnaður við nýju Gestastofuna er um 1 milljarður króna.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson. Ferðamennska á Íslandi Þjóðgarðar Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Sjá meira
Öll aðstaða fyrir gesti Þingvalla sem vilja fræðast um þjóðgarðinn hefur stórbatnað með nýrri gestastofu sem hefur verið tekið í notkun. Þar er meðal annars gagnvirk sýningu um sögu og náttúru Þingvalla, rúmgott anddyri fyrir upplýsingagjöf, verslun, veitingasala, skólastofa og skrifstofurými.Fjölmenni mætti við Hakið á Þingvöllum síðdegis í gær þegar nýja Gestastofan var opnuð formlega. Eftir ræðuhöld var komið af því að afhjúpa merki nýju gestastofunnar. Eftir það var gestum hleypt inn til að skoða nýju glæsilegu stofuna.Umhverfisráðherra og Ari Trausti Guðmundsson, formaður Þingvallanefndar við athöfnina á Þingvöllum í gær þegar nýja Gestastofan var formlega tekin í notkun.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson.„Hérna erum við að fá fyrsta flokks aðstöðu fyrir þjóðgarðinn. Við erum að fá sýningarsal með glæsilegr gagnvirkrisýningu sem mun miðla náttúru og sögu Þingvalla á nútímalegan og fallegan hátt. Svo erum við með mjög góða aðstöðu fyrir upplýsingagjöf landvarða, fyrirlestrasal og svo er gamla húsið tekið undir mingjagripasölu, veitingar, skólastofu og skrifstofurými, þannig að við erum að fá gríðarlega flotta aðstöðu fyrir miðlun til ferðamanna“, segir Einar Á.E. Sæmundsen þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. Ari Trausti Guðmundsson, alþingismaður og formaður Þingvallanefndar er mjög ánægður með nýju gestastofuna. „Hvernig sem á þetta er litið þá er þetta stórt skref fyrir þjóðgarðinn og þjóðina sjálfa. Á Þingvelli koma um ein og hálf milljón ferðamanna árlega og það mun vaxa áreiðanlega og þetta eru auðvitað bæði landsmenn og útlendingar“, segir Ari Trausti.En hvað kostaði nýja gestastofan? „Húsið stendur einhvers staðar í sex hundruð og fimmtíu milljónum króna og sýningin er einhvers staðar yfir þrjú hundruð milljónum, þannig að þetta er um einn milljarður“, segir Einar. Í tilefni opnunar Gestastofunnar verður ókeypis inn á sýninguna um helgina en gjaldtaka hefst á mánudaginn.Kostnaður við nýju Gestastofuna er um 1 milljarður króna.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Ferðamennska á Íslandi Þjóðgarðar Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Sjá meira