Linnulaus innanflokksátök í Ástralíu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 25. ágúst 2018 10:00 Turnbull og Morrison áður en sá síðarnefndi hrifsaði forsætisráðuneytið af þeim fyrrnefnda. Vísir/AP Það verður seint hægt að segja að Ástralir hafi búið við mikinn stöðugleika í stjórnmálunum þar í landi undanfarin misseri. Í gær varð Malcolm Turnbull fjórði forsætisráðherrann á þessum áratug sem samflokksmenn sparka. Scott Morrison hefur nú tekið við embættinu en forsætisráðherraskiptin eru þau sjöttu frá árinu 2007. Einu sinni oftar en Íslendingar á þessum tíma. Senn líður að kosningum, þær fara fram á næsta ári, og eru áhyggjur flokksmanna af slæmu gengi Frjálslynda flokksins sagðar ein helsta ástæðan fyrir átökunum innan flokksins. Í könnun sem Ipsos birti um miðjan mánuð mældist flokkurinn með 33 prósenta fylgi, tveimur prósentustigum minna en Verkamannaflokkurinn. Önnur stór ástæða er frjálslyndi Turnbulls. Þrátt fyrir nafn flokksins er stefnan frekar kennd við íhald og reis íhaldssamasti armur flokksins ítrekað upp gegn þessum fyrrverandi forsætisráðherra. Það gerðist til dæmis þann 20. ágúst síðastliðinn þegar Turnbull neyddist til þess að gefa upp á bátinn áform um að draga úr útblæstri til þess að vinna gegn loftslagsbreytingum, að því er BBC greindi frá. Íhaldsmenn höfðu greinilega fengið nóg og reyndi innanríkisráðherrann Peter Dutton að steypa Turnbull af stóli. Turnbull stóð storminn af sér, rétt svo. Íhaldsmenn gáfust ekki upp og eftir tvær atkvæðagreiðslur innan flokksins í gær hafa orðið stólaskipti. „Þakka ykkur fyrir. Það hefur verið sannur heiður að þjóna ykkur sem forsætisráðherra,“ sagði Turnbull á Twitter í gær og þakkaði samflokksmönnum sínum fyrir að velja Morrison fram yfir Dutton. Hann ætlar nú að taka pokann sinn og hætta á þingi sömuleiðis. Morrison hrósaði Turnbull í bak og fyrir. Sagði hann hafa þjónað landi sínu af mikilli göfgi. „Nú tekur það verkefni við okkur að sameina flokkinn, sem hefur verið marinn og særður á undanförnum dögum, og þingið sömuleiðis svo hægt sé að vinna að einingu þjóðarinnar,“ sagði nýi forsætisráðherrann. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Það verður seint hægt að segja að Ástralir hafi búið við mikinn stöðugleika í stjórnmálunum þar í landi undanfarin misseri. Í gær varð Malcolm Turnbull fjórði forsætisráðherrann á þessum áratug sem samflokksmenn sparka. Scott Morrison hefur nú tekið við embættinu en forsætisráðherraskiptin eru þau sjöttu frá árinu 2007. Einu sinni oftar en Íslendingar á þessum tíma. Senn líður að kosningum, þær fara fram á næsta ári, og eru áhyggjur flokksmanna af slæmu gengi Frjálslynda flokksins sagðar ein helsta ástæðan fyrir átökunum innan flokksins. Í könnun sem Ipsos birti um miðjan mánuð mældist flokkurinn með 33 prósenta fylgi, tveimur prósentustigum minna en Verkamannaflokkurinn. Önnur stór ástæða er frjálslyndi Turnbulls. Þrátt fyrir nafn flokksins er stefnan frekar kennd við íhald og reis íhaldssamasti armur flokksins ítrekað upp gegn þessum fyrrverandi forsætisráðherra. Það gerðist til dæmis þann 20. ágúst síðastliðinn þegar Turnbull neyddist til þess að gefa upp á bátinn áform um að draga úr útblæstri til þess að vinna gegn loftslagsbreytingum, að því er BBC greindi frá. Íhaldsmenn höfðu greinilega fengið nóg og reyndi innanríkisráðherrann Peter Dutton að steypa Turnbull af stóli. Turnbull stóð storminn af sér, rétt svo. Íhaldsmenn gáfust ekki upp og eftir tvær atkvæðagreiðslur innan flokksins í gær hafa orðið stólaskipti. „Þakka ykkur fyrir. Það hefur verið sannur heiður að þjóna ykkur sem forsætisráðherra,“ sagði Turnbull á Twitter í gær og þakkaði samflokksmönnum sínum fyrir að velja Morrison fram yfir Dutton. Hann ætlar nú að taka pokann sinn og hætta á þingi sömuleiðis. Morrison hrósaði Turnbull í bak og fyrir. Sagði hann hafa þjónað landi sínu af mikilli göfgi. „Nú tekur það verkefni við okkur að sameina flokkinn, sem hefur verið marinn og særður á undanförnum dögum, og þingið sömuleiðis svo hægt sé að vinna að einingu þjóðarinnar,“ sagði nýi forsætisráðherrann.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira