Vill að almenningur komi í auknum mæli að ákvörðunum um laun þingmanna Hersir Aron Ólafsson skrifar 24. ágúst 2018 18:30 Birni Leví finnst laun þingmanna of há. Fréttablaðið/Ernir Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, vill að almenningur komi í auknum mæli að því að ákveða launakjör þingmanna. Hann hyggst nota nýja könnun á Facebook síðu sinni til viðmiðunar og setja málið svo í formlegri farveg. Sjálfur telur hann launin of há.Í könnuninni spyr Björn Leví fimm krossaspurninga um skoðun svarenda á launum þingmanna. Þar er m.a. spurt hvort launin ættu að vera hærri eða lægri og hvort þau ættu að miðast við miðgildi eða meðaltal launa á Íslandi, svo dæmi séu nefnd. „Ég hef aldrei orðið var við það að það hafi verið almenn umræða um hver væru svona rétt laun kjörinna fulltrúa. Það hefur alltaf verið ákveðið af kjararáði, dómi eða jafnvel þingmönnum sjálfum,“ segir Björn Leví í samtali við fréttastofu.Upphafspunkturinn ekki réttur Hann bendir á að almenningur sé vinnuveitandi þingmanna og því eðlilegt að ákvörðunarvaldið liggi í meira mæli þar. „Og í framhaldinu af því getum við kannski laun kjörinna fulltrúa launaþróun eða eitthvað svoleiðis en ef upphafspunkturinn er ekki réttur er rosalega rangt að vera að rífast um hvort við séum að fylgja launaþróun eða ekki.“ Björn Leví segir könnunina aðeins til viðmiðunar og viðurkennir að hún sé langt í frá fullkomin. Í framhaldinu vill hann hins vegar að gerðar verði formlegri skoðanakannanir sem líta mætti til við framtíðarskipan launanna.Heldurðu að kollegar þínir á þingi séu upp til hópa sammála þér um að fólk eigi að hafa meira um þetta að segja? Jú ég held að enginn geti verið á móti því þegar þannig er spurt, að þá geti enginn verið á móti því. En kannski vona ýmsir að það þurfi ekki að spyrja svoleiðis. Þingfararkaup hækkaði um 45 prósent með ákvörðun kjararáðs 2016, úr um 763 þúsund krónum í ríflega 1,1 milljón á mánuði. Við þetta bætast svo aukagreiðslur fyrir formennsku í nefndum og önnur störf, en laun forseta Alþingis og ráðherra eru langtum hærri. Björn Leví segir þessar hækkanir lykilorsök í því að harðar kjaraviðræður séu framundan í haust. Alþingi Kjaramál Kjararáð Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Fleiri fréttir „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Sjá meira
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, vill að almenningur komi í auknum mæli að því að ákveða launakjör þingmanna. Hann hyggst nota nýja könnun á Facebook síðu sinni til viðmiðunar og setja málið svo í formlegri farveg. Sjálfur telur hann launin of há.Í könnuninni spyr Björn Leví fimm krossaspurninga um skoðun svarenda á launum þingmanna. Þar er m.a. spurt hvort launin ættu að vera hærri eða lægri og hvort þau ættu að miðast við miðgildi eða meðaltal launa á Íslandi, svo dæmi séu nefnd. „Ég hef aldrei orðið var við það að það hafi verið almenn umræða um hver væru svona rétt laun kjörinna fulltrúa. Það hefur alltaf verið ákveðið af kjararáði, dómi eða jafnvel þingmönnum sjálfum,“ segir Björn Leví í samtali við fréttastofu.Upphafspunkturinn ekki réttur Hann bendir á að almenningur sé vinnuveitandi þingmanna og því eðlilegt að ákvörðunarvaldið liggi í meira mæli þar. „Og í framhaldinu af því getum við kannski laun kjörinna fulltrúa launaþróun eða eitthvað svoleiðis en ef upphafspunkturinn er ekki réttur er rosalega rangt að vera að rífast um hvort við séum að fylgja launaþróun eða ekki.“ Björn Leví segir könnunina aðeins til viðmiðunar og viðurkennir að hún sé langt í frá fullkomin. Í framhaldinu vill hann hins vegar að gerðar verði formlegri skoðanakannanir sem líta mætti til við framtíðarskipan launanna.Heldurðu að kollegar þínir á þingi séu upp til hópa sammála þér um að fólk eigi að hafa meira um þetta að segja? Jú ég held að enginn geti verið á móti því þegar þannig er spurt, að þá geti enginn verið á móti því. En kannski vona ýmsir að það þurfi ekki að spyrja svoleiðis. Þingfararkaup hækkaði um 45 prósent með ákvörðun kjararáðs 2016, úr um 763 þúsund krónum í ríflega 1,1 milljón á mánuði. Við þetta bætast svo aukagreiðslur fyrir formennsku í nefndum og önnur störf, en laun forseta Alþingis og ráðherra eru langtum hærri. Björn Leví segir þessar hækkanir lykilorsök í því að harðar kjaraviðræður séu framundan í haust.
Alþingi Kjaramál Kjararáð Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Fleiri fréttir „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Sjá meira