Kókosolía ekki eitur en sýna ætti mikla hófsemi í neyslu hennar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. ágúst 2018 19:00 Innflutningur á kókosolíu til neyslu hef aukist umtalsvert á undanförnum árum. Varhugavert er þó að neyta hennar í miklu magni vegna aukinnar hættu á hjartasjúkdómum að mati hjartalæknis.Ummæli þýsks prófessors við Harvard-háskóla um að kókosolía væri jafn góð fyrir heilsuna og að innbyrða eitur hafa vakið mikla athygli en horft hefur verið á fyrirlestur hennar um varhugavert heilsugildi kókósolíu yfir milljón sinnum á YouTube frá því í síðasta mánuði.Olían hefur verið markaðssett sem heilsuvara sem geti meðal annars komið í stað smjörs eða olíu og hafa vinsældir hennar hér á landi farið vaxandi. Til að mynda tvöfaldaðist innflutningur á kókosolíu til matvælaframleiðslu hingað til lands frá árinu 2014 til 2017 samkvæmt tölum frá Hagstofu.Guðmundur Þorgeirsson, hjartalæknir og prófessor emeritus við Háskóla Íslands.Fréttablaðið/RósaLæknar og næringafræðingar víða um heim hafa hins vegar varað við heilsugildi kókosolíu. „Þetta er 90 prósent mettuð fita og sem neysluvara er vitað að hún hækkar magn kólestóróls í blóði sem binst eðlisléttum fitupróteinum og þetta er eiginlega aðaláhættuþáttur og skaðvaldur fyrir slagæðakerfið og keyrir áfram æðakölkun,“ segir Guðmundur Þorgeirsson hjartalæknir á Landspítalanum og prófessor emeritus við Háskóla Íslands um möguleg áhrif neyslu kókosolíu. Mikið af fyrirbyggingu hjartasjúkdóma snúist um að lækka einmitt þetta kólesteról í blóðinu.„Ég held að þetta hafi verið auglýst af heilmiklum krafti og auglýst svolítið á fölskum forsendum, það er að segja sem heilsuvara sem leysir alls konar vandamál og það hefur gengið vel að selja þetta,“ segir Guðmundur.Hann vill þó ekki ganga jafn langt og Harvard-prófessorinn og segir mikilvægt að sýna mikla hófsemi í neyslu á kókosolíu.„Ég myndi ekki kalla þetta eitur. Ég myndi segja að það ætti að neyta þess í mesta falli í hófi og sennilega bara mjög lítið.“ Heilbrigðismál Heilsa Tengdar fréttir Kókosolía jafnóholl og dýrafita eða smjör Engar haldbærar rannsóknir sýna að kókosolía sé hollari en aðrar fitur. Bandarísku hjartasamtökin segja olíuna jafnóholla og dýrafita eða smjör. 16. júní 2017 11:59 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Fleiri fréttir „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Sjá meira
Innflutningur á kókosolíu til neyslu hef aukist umtalsvert á undanförnum árum. Varhugavert er þó að neyta hennar í miklu magni vegna aukinnar hættu á hjartasjúkdómum að mati hjartalæknis.Ummæli þýsks prófessors við Harvard-háskóla um að kókosolía væri jafn góð fyrir heilsuna og að innbyrða eitur hafa vakið mikla athygli en horft hefur verið á fyrirlestur hennar um varhugavert heilsugildi kókósolíu yfir milljón sinnum á YouTube frá því í síðasta mánuði.Olían hefur verið markaðssett sem heilsuvara sem geti meðal annars komið í stað smjörs eða olíu og hafa vinsældir hennar hér á landi farið vaxandi. Til að mynda tvöfaldaðist innflutningur á kókosolíu til matvælaframleiðslu hingað til lands frá árinu 2014 til 2017 samkvæmt tölum frá Hagstofu.Guðmundur Þorgeirsson, hjartalæknir og prófessor emeritus við Háskóla Íslands.Fréttablaðið/RósaLæknar og næringafræðingar víða um heim hafa hins vegar varað við heilsugildi kókosolíu. „Þetta er 90 prósent mettuð fita og sem neysluvara er vitað að hún hækkar magn kólestóróls í blóði sem binst eðlisléttum fitupróteinum og þetta er eiginlega aðaláhættuþáttur og skaðvaldur fyrir slagæðakerfið og keyrir áfram æðakölkun,“ segir Guðmundur Þorgeirsson hjartalæknir á Landspítalanum og prófessor emeritus við Háskóla Íslands um möguleg áhrif neyslu kókosolíu. Mikið af fyrirbyggingu hjartasjúkdóma snúist um að lækka einmitt þetta kólesteról í blóðinu.„Ég held að þetta hafi verið auglýst af heilmiklum krafti og auglýst svolítið á fölskum forsendum, það er að segja sem heilsuvara sem leysir alls konar vandamál og það hefur gengið vel að selja þetta,“ segir Guðmundur.Hann vill þó ekki ganga jafn langt og Harvard-prófessorinn og segir mikilvægt að sýna mikla hófsemi í neyslu á kókosolíu.„Ég myndi ekki kalla þetta eitur. Ég myndi segja að það ætti að neyta þess í mesta falli í hófi og sennilega bara mjög lítið.“
Heilbrigðismál Heilsa Tengdar fréttir Kókosolía jafnóholl og dýrafita eða smjör Engar haldbærar rannsóknir sýna að kókosolía sé hollari en aðrar fitur. Bandarísku hjartasamtökin segja olíuna jafnóholla og dýrafita eða smjör. 16. júní 2017 11:59 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Fleiri fréttir „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Sjá meira
Kókosolía jafnóholl og dýrafita eða smjör Engar haldbærar rannsóknir sýna að kókosolía sé hollari en aðrar fitur. Bandarísku hjartasamtökin segja olíuna jafnóholla og dýrafita eða smjör. 16. júní 2017 11:59