Notar morðið á Tibbetts til að gagnrýna „vonlaus“ innflytjendalög Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. ágúst 2018 07:41 Donald Trump Bandaríkjaforseti á stuðningsmannafundi í fyrradag. Vísir/getty Donald Trump Bandaríkjaforseti birti í gær myndband á Twitter-reikningi sínum þar sem hann notar morðið á Mollie Tibbetts til þess að kalla eftir hertri innflytjendalöggjöf í Bandaríkjunum. Mexíkóskur innflytjandi, hinn 24 ára gamli Christian Bahena Rivera, hefur verið ákærður fyrir að hafa myrt Tibbetts. Samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs hefur Rivera dvalið ólöglega í Bandaríkjunum í allt að sjö ár. Hann leiddi lögreglu að líki Tibbetts en segist ekki muna eftir því að hafa myrt hana.Rivera var leiddur fyrir dómara í gær.Vísir/APÍ myndbandinu sem Trump birti á Twitter í gær segir hann nauðsynlegt að endurskoða bandaríska innflytjendalöggjöf í ljósi nýliðinna atburða. „Mollie Tibbetts, mögnuð ung kona, hefur nú verið aðskilin frá fjölskyldu sinni um alla eilífð. Það kom manneskja hingað ólöglega frá Mexíkó og drap hana. Við þurfum múrinn, við þurfum að breyta innflytjendalögum okkar, við þurfum að breyta landamæralögum okkar.“Sjá einnig: Hinn seki leiddi lögreglu að líki FitBit-stúlkunnar Þá hamrar Trump á því í myndbandinu að um sé að ræða verkefni fyrir Repúblikana þar sem Demókratar muni ekki láta verða af því að knýja fram breytingar í málaflokknum. „Þetta er eitt tilvik af mörgum. Það er gríðarleg glæpastarfsemi sem reynir að komast í gegnum landamærin. Löggjöf okkar er sú versta í öllum heiminum. Enginn er með lög eins og Bandaríkin. Þau eru hreinlega vonlaus,“ segir Trump.Myndbandið má horfa á í heild hér að neðan.pic.twitter.com/wYCNmkkaNR— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 22, 2018 Margir hafa gagnrýnt forsetann harðlega fyrir að gera morðið að pólitísku bitbeini. Trump hefur ætíð verið harður á því að herða þurfi innflytjendalög í Bandaríkjunum.Everyday 49 people are killed in the US. Yes, 49. Almost all are by US citizens. You pick one and generalize it to condemn a particular ethinc group. Shame on you. You are corrupt, congenital liar and a racist piece of greedy son of rich!— Edip Yüksel (@edipyuksel) August 23, 2018 Using this poor girls name and her family for your political agenda is reprehensible. You are a vile human— Jennifer Esposito (@JennifersWayJE) August 23, 2018 Morðið á hinni tvítugu Tibbet hefur vakið mikinn óhug í Bandaríkjunum. Lík hennar fannst á kornakri í Iowa-ríki í vikunni en hennar hafði þá verið saknað síðan 18. júlí síðastliðinn. Síðast spurðist til Tibbet þegar hún fór út að hlaupa og hafði alríkislögreglan FBI notast við gögn úr FitBit heilsuúri hennar við leitina. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Nota Fitbit-gögn við leit að tvítugri konu Yfirvöld í Iowa skoða nú gögn frá Fitbit og af samfélagsmiðlum vegna rannsóknar á mannshvarfi hinnar 20 ára gömlu Mollie Tibbets. 27. júlí 2018 10:04 Hinn seki leiddi lögreglu að líki FitBit-stúlkunnar Hin tvítuga Mollie Tibbetts, sem saknað hafði verið frá 18. júlí, fannst látin á kornakri í gær eftir að maðurinn sem grunaður er um morðið leiddi lögreglu að líkinu. 22. ágúst 2018 00:31 Yfir 200 yfirheyrslur vegna mannshvarfs Yfir 200 yfirheyrslur hafa verið framkvæmdar í tengslum við hvarf Mollie Tibbets, tvítugrar stúlku sem hvarf í mánuðinum í bænum Brooklyn í Iowa. 31. júlí 2018 20:59 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti birti í gær myndband á Twitter-reikningi sínum þar sem hann notar morðið á Mollie Tibbetts til þess að kalla eftir hertri innflytjendalöggjöf í Bandaríkjunum. Mexíkóskur innflytjandi, hinn 24 ára gamli Christian Bahena Rivera, hefur verið ákærður fyrir að hafa myrt Tibbetts. Samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs hefur Rivera dvalið ólöglega í Bandaríkjunum í allt að sjö ár. Hann leiddi lögreglu að líki Tibbetts en segist ekki muna eftir því að hafa myrt hana.Rivera var leiddur fyrir dómara í gær.Vísir/APÍ myndbandinu sem Trump birti á Twitter í gær segir hann nauðsynlegt að endurskoða bandaríska innflytjendalöggjöf í ljósi nýliðinna atburða. „Mollie Tibbetts, mögnuð ung kona, hefur nú verið aðskilin frá fjölskyldu sinni um alla eilífð. Það kom manneskja hingað ólöglega frá Mexíkó og drap hana. Við þurfum múrinn, við þurfum að breyta innflytjendalögum okkar, við þurfum að breyta landamæralögum okkar.“Sjá einnig: Hinn seki leiddi lögreglu að líki FitBit-stúlkunnar Þá hamrar Trump á því í myndbandinu að um sé að ræða verkefni fyrir Repúblikana þar sem Demókratar muni ekki láta verða af því að knýja fram breytingar í málaflokknum. „Þetta er eitt tilvik af mörgum. Það er gríðarleg glæpastarfsemi sem reynir að komast í gegnum landamærin. Löggjöf okkar er sú versta í öllum heiminum. Enginn er með lög eins og Bandaríkin. Þau eru hreinlega vonlaus,“ segir Trump.Myndbandið má horfa á í heild hér að neðan.pic.twitter.com/wYCNmkkaNR— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 22, 2018 Margir hafa gagnrýnt forsetann harðlega fyrir að gera morðið að pólitísku bitbeini. Trump hefur ætíð verið harður á því að herða þurfi innflytjendalög í Bandaríkjunum.Everyday 49 people are killed in the US. Yes, 49. Almost all are by US citizens. You pick one and generalize it to condemn a particular ethinc group. Shame on you. You are corrupt, congenital liar and a racist piece of greedy son of rich!— Edip Yüksel (@edipyuksel) August 23, 2018 Using this poor girls name and her family for your political agenda is reprehensible. You are a vile human— Jennifer Esposito (@JennifersWayJE) August 23, 2018 Morðið á hinni tvítugu Tibbet hefur vakið mikinn óhug í Bandaríkjunum. Lík hennar fannst á kornakri í Iowa-ríki í vikunni en hennar hafði þá verið saknað síðan 18. júlí síðastliðinn. Síðast spurðist til Tibbet þegar hún fór út að hlaupa og hafði alríkislögreglan FBI notast við gögn úr FitBit heilsuúri hennar við leitina.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Nota Fitbit-gögn við leit að tvítugri konu Yfirvöld í Iowa skoða nú gögn frá Fitbit og af samfélagsmiðlum vegna rannsóknar á mannshvarfi hinnar 20 ára gömlu Mollie Tibbets. 27. júlí 2018 10:04 Hinn seki leiddi lögreglu að líki FitBit-stúlkunnar Hin tvítuga Mollie Tibbetts, sem saknað hafði verið frá 18. júlí, fannst látin á kornakri í gær eftir að maðurinn sem grunaður er um morðið leiddi lögreglu að líkinu. 22. ágúst 2018 00:31 Yfir 200 yfirheyrslur vegna mannshvarfs Yfir 200 yfirheyrslur hafa verið framkvæmdar í tengslum við hvarf Mollie Tibbets, tvítugrar stúlku sem hvarf í mánuðinum í bænum Brooklyn í Iowa. 31. júlí 2018 20:59 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Nota Fitbit-gögn við leit að tvítugri konu Yfirvöld í Iowa skoða nú gögn frá Fitbit og af samfélagsmiðlum vegna rannsóknar á mannshvarfi hinnar 20 ára gömlu Mollie Tibbets. 27. júlí 2018 10:04
Hinn seki leiddi lögreglu að líki FitBit-stúlkunnar Hin tvítuga Mollie Tibbetts, sem saknað hafði verið frá 18. júlí, fannst látin á kornakri í gær eftir að maðurinn sem grunaður er um morðið leiddi lögreglu að líkinu. 22. ágúst 2018 00:31
Yfir 200 yfirheyrslur vegna mannshvarfs Yfir 200 yfirheyrslur hafa verið framkvæmdar í tengslum við hvarf Mollie Tibbets, tvítugrar stúlku sem hvarf í mánuðinum í bænum Brooklyn í Iowa. 31. júlí 2018 20:59