Ég hleyp fyrir... Bjarni Karlsson skrifar 23. ágúst 2018 05:00 Um helgina tók ég þátt í stærstu guðsþjónustu ársins, Reykjavíkurmaraþoninu, þar sem meira en 14 þúsund hlauparar og annað eins af stuðningsfólki tók þátt í þágu bættrar heilsu og aukins réttlætis. Sjálfur hljóp ég fyrir Pieta – forvarnarsamtök gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða, sem eru ein af 180 félagasamtökum sem voru með í áheitasöfnun að þessu sinni. Meðfram hlaupaleiðinni stóð brosandi fólk. Einn stóð á tröppum húss síns og lék á saxófón, bílskúrsbönd léku á gangstéttum, fólk sló trommur og blés í flautur. Á Lindarbrautinni stóð sveittum hlaupurum svalandi regnúði til boða, börn söfnuðu „fimmum“ og er á leið voru boðnir fram drykkir, bananar, sætindi, melónur og margs konar fínerí sem grípa mátti á stökkinu. Fulltrúar alls kyns velgerðar- og mannréttindasamtaka sem áttu sína spretthörðu fulltrúa hvöttu mannskapinn til dáða og yfir öllu ríkti gleði, umhyggja og samstaða. Um miðbik hlaupsins var ég lengi með mann fyrir framan mig sem hljóp vel og á baki hans stóð „Ég hleyp fyrir Baldur Tý og Baldvin Ara með von um lækningu“. Svo seig hann lengra en nöfn bræðranna ungu settust að í hjartanu á mér. Ég bið þess að þeir fái bata og ég veit að við biðjum þess öll. Harðsperrurnar líða úr skrokknum en ilmurinn í sálinni mun vara lengi. Það er mögnuð reynsla að taka þátt í slíku fjöldaákalli og samstöðuyfirlýsingu þar sem berskjöldun mannlegrar tilveru er viðurkennd og henni lýst um leið og þrá okkar allra eftir heilsu og réttlæti er blygðunarlaust tjáð með manneskjulegheitum og gleði. Með þátttökunni í Reykjavíkurmaraþoninu voru einstaklingar, fjölskyldur, vinahópar, félög og fyrirtæki að segja: Okkur stendur ekki á sama. Við höldum hvert með öðru og viljum að heilsa og réttlæti sé hlutskipti allra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bjarni Karlsson Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Að mása sig hása til að tefja Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Sjá meira
Um helgina tók ég þátt í stærstu guðsþjónustu ársins, Reykjavíkurmaraþoninu, þar sem meira en 14 þúsund hlauparar og annað eins af stuðningsfólki tók þátt í þágu bættrar heilsu og aukins réttlætis. Sjálfur hljóp ég fyrir Pieta – forvarnarsamtök gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða, sem eru ein af 180 félagasamtökum sem voru með í áheitasöfnun að þessu sinni. Meðfram hlaupaleiðinni stóð brosandi fólk. Einn stóð á tröppum húss síns og lék á saxófón, bílskúrsbönd léku á gangstéttum, fólk sló trommur og blés í flautur. Á Lindarbrautinni stóð sveittum hlaupurum svalandi regnúði til boða, börn söfnuðu „fimmum“ og er á leið voru boðnir fram drykkir, bananar, sætindi, melónur og margs konar fínerí sem grípa mátti á stökkinu. Fulltrúar alls kyns velgerðar- og mannréttindasamtaka sem áttu sína spretthörðu fulltrúa hvöttu mannskapinn til dáða og yfir öllu ríkti gleði, umhyggja og samstaða. Um miðbik hlaupsins var ég lengi með mann fyrir framan mig sem hljóp vel og á baki hans stóð „Ég hleyp fyrir Baldur Tý og Baldvin Ara með von um lækningu“. Svo seig hann lengra en nöfn bræðranna ungu settust að í hjartanu á mér. Ég bið þess að þeir fái bata og ég veit að við biðjum þess öll. Harðsperrurnar líða úr skrokknum en ilmurinn í sálinni mun vara lengi. Það er mögnuð reynsla að taka þátt í slíku fjöldaákalli og samstöðuyfirlýsingu þar sem berskjöldun mannlegrar tilveru er viðurkennd og henni lýst um leið og þrá okkar allra eftir heilsu og réttlæti er blygðunarlaust tjáð með manneskjulegheitum og gleði. Með þátttökunni í Reykjavíkurmaraþoninu voru einstaklingar, fjölskyldur, vinahópar, félög og fyrirtæki að segja: Okkur stendur ekki á sama. Við höldum hvert með öðru og viljum að heilsa og réttlæti sé hlutskipti allra.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun