Bjarni, en hvað með vexti, gengi og aðra kostnaðarþætti? Ole Anton Bieltvedt skrifar 22. ágúst 2018 05:32 Bjarni Benediktsson skrifar grein í blaðið 1. ágúst sl., þar sem hann fjallar um það, að World Economic Forum hafi í skýrslu sinni um samkeppnishæfni ríkja skipað Sviss í 1. sæti, og, að Svíþjóð og Finnland hafi bæði komizt í efstu 10 sætin. Svíþjóð var reyndar í 7. sæti og Finnland í því 10. Það má líka nefna, að Noregur var í því 11. og Danmörk í því 12. Á sama tíma nefnir Bjarni það réttilega, að Íslandi sé aðeins í 28. sæti. Í þessu sambandi bendir Bjarni á, að launakostnaður á Íslandi sé með því hæsta í OECD. Skín í gegn, að Bjarni vill gera há íslenzk laun ábyrg fyrir því, að Ísland er aftarlega á merinni í samkeppnishæfni. Reyndar fer hann aðeins út í framleiðni líka, án þess að útskýra á nokkurn hátt, hvernig bæta megi hana. Enda er hún oftast afleiðing annarra þátta, en ekki sjálf orsakavaldur. Um gengi krónunnar segir Bjarni, að „mörgum þyki gengið fullsterkt“. Hvort það er líka hans skoðun, kemur ekki fram. Vexti nefnir Bjarni engu orði eða húsnæðiskostnað. Gjöld og skattar virðast heldur ekki spila stóra rullu í samkeppnismálum hjá Bjarna. Nú er Bjarni blessaður fjármálaráðherra landsins, sá sem ætti að vita mest og bezt um þessi mál, og eru þessi einföldu og fátæklegu skrif hans um samkeppnishæfni landsmanna því hvorki gleðileg né gæfuleg. Veit maðurinn ekki betur? Um launastöðuna er það að segja, að laun eru skv. síðustu alþjóðlegum skýrslum miklu hærri í Sviss, en á Íslandi, eða tæplega 33% hærri. Meðallaun í Sviss 2016 voru 5.943,00 evrur á mánuði, eða um 740.000 kr., í Noregi voru þau 5.605,00 evrur, 700.000 kr., í Danmörku 4.073,00 evrur, 510.000 kr., og í Svíþjóð 3.879,00 evrur, 485.000 kr. Á Íslandi voru meðallaun 4.487,00 evrur, eða 560.000 kr., á mánuði. Þar sem Sviss og Noregur, sem eru í 1. sæti og 11. sæti samkeppnishæfustu þjóða Evrópu, eru með 33% og 25% hærri laun en Ísland, verður skortur á samkeppnishæfni Íslands vart skýrður með háum launum. Jafn undarlegt og það er, virðist fjármálaráðherra og ýmsir aðrir ráðamenn – svo að ekki sé nú talað um höfuðpaurinn óforbetranlega, seðlabankastjóra – vera blindir fyrir því, að það eru vextirnir, ekki launin, sem eru að sliga íslenzkan atvinnurekstur og samkeppnishæfni íslenzkra fyrirtækja.Beint og óbeint Beint horfir dæmið svona við: Stýrivextir í Sviss eru -0,75%, í Svíþjóð -0,5%, í evrulöndum 0,0%, í Danmörku 0,05% og í Noregi 0,5%. Hér á Íslandi eru stýrivextir hins vegar 4,25%. Mörgum sinnum hærri en í þeim löndunum, sem samkeppnishæfust eru. Eins og við sjáum, eru stýrivextir á Íslandi 5% hærri en í Sviss og 4,75% hærri en í Svíþjóð. Stýrivextir gilda milli seðlabanka og viðskiptabanka. Vextir og vaxtamunur milli viðskiptabanka og almennings eða fyrirtækja eru miklu hærri. Ganga má út frá því, að vextir viðskiptabanka hér séu að meðaltali 5% hærri en í þeim löndum sem samkeppnishæfust eru.Hvað þýðir það? Húskaupandi kaupir íbúð á 60 milljónir. Fær 50 milljónir lánaðar. Umframvextir hér, miðað við nefnd lönd, 2,5 milljónir á ári. Þessi húskaupandi er að borga 200.000 kr. meira á mánuði í vexti, en Svisslendingur eða Svíi gerir fyrir sams konar lán. Það sama gildir um fyrirtæki. Ef við tökum fyrirtæki, sem er með 100 milljónir í reksturs- og fjárfestingarfjármögnun, meðalfyrirtæki, þarf það að borga 5 milljónum meira í vexti á ári, en keppinautar þeirra í nefndum löndum. Og hvað með óbeinu vaxtaáhrifin? Þessir hávextir hér leiða auðvitað til þess, að fjármagn leitar í íslenzku krónuna, sem aftur spennir upp og afskræmir gengi hennar, uppdópar hana, með þeim afleiðingum, að hún er minnst 10-20% of sterk, miðað við efnahagsleg skilyrði og það gengi sem væri ef ekki væru hávextir hér. Mat undirritaðs er, að hið raunverulega efnahagsvandamál, sem leysa verður fljótt og vel, sé glórulausir vextir og uppdópað gengi. Leiðrétting þessa myndi hafa í för með sér meiri kjarabætur en nokkurn verkalýðsleiðtoga dreymir um. Við kæmumst þá eflaust líka í hóp 10-12 efstu ríkja í samkeppnishæfni, eins og hin Norðurlöndin. Að lokum verður að minna á það lífs- og starfsumhverfi, sem ríkið skapar. Í Sviss er söluskattur 7,7%, en virðisaukaskatturinn hér er 24%. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Bjarni Benediktsson skrifar grein í blaðið 1. ágúst sl., þar sem hann fjallar um það, að World Economic Forum hafi í skýrslu sinni um samkeppnishæfni ríkja skipað Sviss í 1. sæti, og, að Svíþjóð og Finnland hafi bæði komizt í efstu 10 sætin. Svíþjóð var reyndar í 7. sæti og Finnland í því 10. Það má líka nefna, að Noregur var í því 11. og Danmörk í því 12. Á sama tíma nefnir Bjarni það réttilega, að Íslandi sé aðeins í 28. sæti. Í þessu sambandi bendir Bjarni á, að launakostnaður á Íslandi sé með því hæsta í OECD. Skín í gegn, að Bjarni vill gera há íslenzk laun ábyrg fyrir því, að Ísland er aftarlega á merinni í samkeppnishæfni. Reyndar fer hann aðeins út í framleiðni líka, án þess að útskýra á nokkurn hátt, hvernig bæta megi hana. Enda er hún oftast afleiðing annarra þátta, en ekki sjálf orsakavaldur. Um gengi krónunnar segir Bjarni, að „mörgum þyki gengið fullsterkt“. Hvort það er líka hans skoðun, kemur ekki fram. Vexti nefnir Bjarni engu orði eða húsnæðiskostnað. Gjöld og skattar virðast heldur ekki spila stóra rullu í samkeppnismálum hjá Bjarna. Nú er Bjarni blessaður fjármálaráðherra landsins, sá sem ætti að vita mest og bezt um þessi mál, og eru þessi einföldu og fátæklegu skrif hans um samkeppnishæfni landsmanna því hvorki gleðileg né gæfuleg. Veit maðurinn ekki betur? Um launastöðuna er það að segja, að laun eru skv. síðustu alþjóðlegum skýrslum miklu hærri í Sviss, en á Íslandi, eða tæplega 33% hærri. Meðallaun í Sviss 2016 voru 5.943,00 evrur á mánuði, eða um 740.000 kr., í Noregi voru þau 5.605,00 evrur, 700.000 kr., í Danmörku 4.073,00 evrur, 510.000 kr., og í Svíþjóð 3.879,00 evrur, 485.000 kr. Á Íslandi voru meðallaun 4.487,00 evrur, eða 560.000 kr., á mánuði. Þar sem Sviss og Noregur, sem eru í 1. sæti og 11. sæti samkeppnishæfustu þjóða Evrópu, eru með 33% og 25% hærri laun en Ísland, verður skortur á samkeppnishæfni Íslands vart skýrður með háum launum. Jafn undarlegt og það er, virðist fjármálaráðherra og ýmsir aðrir ráðamenn – svo að ekki sé nú talað um höfuðpaurinn óforbetranlega, seðlabankastjóra – vera blindir fyrir því, að það eru vextirnir, ekki launin, sem eru að sliga íslenzkan atvinnurekstur og samkeppnishæfni íslenzkra fyrirtækja.Beint og óbeint Beint horfir dæmið svona við: Stýrivextir í Sviss eru -0,75%, í Svíþjóð -0,5%, í evrulöndum 0,0%, í Danmörku 0,05% og í Noregi 0,5%. Hér á Íslandi eru stýrivextir hins vegar 4,25%. Mörgum sinnum hærri en í þeim löndunum, sem samkeppnishæfust eru. Eins og við sjáum, eru stýrivextir á Íslandi 5% hærri en í Sviss og 4,75% hærri en í Svíþjóð. Stýrivextir gilda milli seðlabanka og viðskiptabanka. Vextir og vaxtamunur milli viðskiptabanka og almennings eða fyrirtækja eru miklu hærri. Ganga má út frá því, að vextir viðskiptabanka hér séu að meðaltali 5% hærri en í þeim löndum sem samkeppnishæfust eru.Hvað þýðir það? Húskaupandi kaupir íbúð á 60 milljónir. Fær 50 milljónir lánaðar. Umframvextir hér, miðað við nefnd lönd, 2,5 milljónir á ári. Þessi húskaupandi er að borga 200.000 kr. meira á mánuði í vexti, en Svisslendingur eða Svíi gerir fyrir sams konar lán. Það sama gildir um fyrirtæki. Ef við tökum fyrirtæki, sem er með 100 milljónir í reksturs- og fjárfestingarfjármögnun, meðalfyrirtæki, þarf það að borga 5 milljónum meira í vexti á ári, en keppinautar þeirra í nefndum löndum. Og hvað með óbeinu vaxtaáhrifin? Þessir hávextir hér leiða auðvitað til þess, að fjármagn leitar í íslenzku krónuna, sem aftur spennir upp og afskræmir gengi hennar, uppdópar hana, með þeim afleiðingum, að hún er minnst 10-20% of sterk, miðað við efnahagsleg skilyrði og það gengi sem væri ef ekki væru hávextir hér. Mat undirritaðs er, að hið raunverulega efnahagsvandamál, sem leysa verður fljótt og vel, sé glórulausir vextir og uppdópað gengi. Leiðrétting þessa myndi hafa í för með sér meiri kjarabætur en nokkurn verkalýðsleiðtoga dreymir um. Við kæmumst þá eflaust líka í hóp 10-12 efstu ríkja í samkeppnishæfni, eins og hin Norðurlöndin. Að lokum verður að minna á það lífs- og starfsumhverfi, sem ríkið skapar. Í Sviss er söluskattur 7,7%, en virðisaukaskatturinn hér er 24%.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun