Vísindaskortur Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 21. ágúst 2018 05:45 Vísindin eru meira en samansafn þekkingar; þau eru ákveðinn hugsunarháttur. Þau eru tól sem við notum til að spyrja alheiminn gagnrýnna spurninga, fullmeðvituð um skeikulleika mannskepnunnar. Ef við fáum ekki tækifæri til að spyrja slíkra spurninga, til að mæta þeim sem segjast hafa sannleikann á reiðum höndum full efasemda, og til að vera efins í garð þeirra sem fara með valdið, þá erum við berskjölduð fyrir áhrifum næsta pólitíska eða trúarlega svikahrapps sem við mætum.“ Þessi örfáu orð voru með því síðasta sem stjarnfræðingurinn og vísindamiðlarinn Carl Sagan sagði á opinberum vettvangi. Stuttu seinna var Sagan allur, eftir erfiða baráttu við krabbamein. Það sem hann vísaði í með orðum sínum var mikilvægi almenns raunvísindalæsis í lýðræðissamfélagi og hversu hættulegt það er þegar samfélag, sem byggir framfarir sínar og velsæld á vísindum og tækni, fjarlægist þessar grunnstoðir svo að aðeins örfáir hafa skilning á þeim. Það er viss kaldhæðni fólgin í þeirri staðreynd að á tímum meiriháttar framfara í vísindum, sem umbreytt hafa lífi okkar á stuttum tíma, höfum við á sama tíma sífellt minni skilning á þeim vísindum sem búa að baki framförunum. PISA-kannanir undanfarin ár varpa ljósi á þetta. Þær gefa til kynna að læsi íslenskra nemenda á náttúruvísindi hafi hrakað verulega síðasta áratug. Það sama má segja um stærðfræðikunnáttu. Í Fréttablaðinu í dag er að finna stutta en þó mikilvæga frétt þar sem greint er frá áhyggjum líffræðikennara af hnignandi raungreinakennslu í grunn- og framhaldsskólum. Kennararnir segja styttingu náms hafa bitnað á raunvísindunum, einmitt á þeim tíma þegar þörfin fyrir öflugt vísindalæsi er mest; á tímum loftslagsbreytinga og aukinnar kröfu um sjálfbæra nýtingu auðlinda. Dæmi eru um að einstaklingar hafi lokið stúdentsprófi án þess að taka svo mikið sem einn áfanga í raungreinum. Það má vafalaust margt betur gera í raungreinakennslu. Hún á að snúast um meira en utanbókarlærdóm, lotukerfið, algebru og frumulíffæri. Börn hafa náttúrulega tilhneigingu til að vilja skilja heiminn, það að okkur hafi mistekist að virkja þennan áhuga er á ábyrgð foreldra, kennara, stjórnmálamanna, samfélagsins alls. Afleiðingarnar af þessu eru ekki aðeins að æ færri gera vísindin að ævistarfi sínu, heldur einnig þær að við förum á mis við mikilvægt tækifæri til að kynnast okkur sjálfum. Bæði hvað varðar það hver við erum sem lífverur, hvaðan við komum og hvert við stefnum, og hvað felst í því að vera manneskja. Vísindalegur hugsunarháttur krefst gagnrýnnar hugsunar, elju og áhuga. En umfram allt þarfnast vísindin samstarfs. Án samstarfs, þar sem einstaklingurinn verður að reiða sig á heildina, eru vísindin innantómt áhugamál. Þetta samstarf er lykillinn að velgengni mannskepnunnar, á öllum sviðum, og það er forsenda þess að við getum byggt betra samfélag. Okkur ber að virkja áhuga ungmenna á vísindunum. Það mun á endanum örva samfélag okkar enn frekar og hjálpa okkur að vera enn betur í stakk búin til að mæta krefjandi áskorunum í framtíðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson Vísindi Mest lesið Halldór 28.12.2024 Halldór Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Vísindin eru meira en samansafn þekkingar; þau eru ákveðinn hugsunarháttur. Þau eru tól sem við notum til að spyrja alheiminn gagnrýnna spurninga, fullmeðvituð um skeikulleika mannskepnunnar. Ef við fáum ekki tækifæri til að spyrja slíkra spurninga, til að mæta þeim sem segjast hafa sannleikann á reiðum höndum full efasemda, og til að vera efins í garð þeirra sem fara með valdið, þá erum við berskjölduð fyrir áhrifum næsta pólitíska eða trúarlega svikahrapps sem við mætum.“ Þessi örfáu orð voru með því síðasta sem stjarnfræðingurinn og vísindamiðlarinn Carl Sagan sagði á opinberum vettvangi. Stuttu seinna var Sagan allur, eftir erfiða baráttu við krabbamein. Það sem hann vísaði í með orðum sínum var mikilvægi almenns raunvísindalæsis í lýðræðissamfélagi og hversu hættulegt það er þegar samfélag, sem byggir framfarir sínar og velsæld á vísindum og tækni, fjarlægist þessar grunnstoðir svo að aðeins örfáir hafa skilning á þeim. Það er viss kaldhæðni fólgin í þeirri staðreynd að á tímum meiriháttar framfara í vísindum, sem umbreytt hafa lífi okkar á stuttum tíma, höfum við á sama tíma sífellt minni skilning á þeim vísindum sem búa að baki framförunum. PISA-kannanir undanfarin ár varpa ljósi á þetta. Þær gefa til kynna að læsi íslenskra nemenda á náttúruvísindi hafi hrakað verulega síðasta áratug. Það sama má segja um stærðfræðikunnáttu. Í Fréttablaðinu í dag er að finna stutta en þó mikilvæga frétt þar sem greint er frá áhyggjum líffræðikennara af hnignandi raungreinakennslu í grunn- og framhaldsskólum. Kennararnir segja styttingu náms hafa bitnað á raunvísindunum, einmitt á þeim tíma þegar þörfin fyrir öflugt vísindalæsi er mest; á tímum loftslagsbreytinga og aukinnar kröfu um sjálfbæra nýtingu auðlinda. Dæmi eru um að einstaklingar hafi lokið stúdentsprófi án þess að taka svo mikið sem einn áfanga í raungreinum. Það má vafalaust margt betur gera í raungreinakennslu. Hún á að snúast um meira en utanbókarlærdóm, lotukerfið, algebru og frumulíffæri. Börn hafa náttúrulega tilhneigingu til að vilja skilja heiminn, það að okkur hafi mistekist að virkja þennan áhuga er á ábyrgð foreldra, kennara, stjórnmálamanna, samfélagsins alls. Afleiðingarnar af þessu eru ekki aðeins að æ færri gera vísindin að ævistarfi sínu, heldur einnig þær að við förum á mis við mikilvægt tækifæri til að kynnast okkur sjálfum. Bæði hvað varðar það hver við erum sem lífverur, hvaðan við komum og hvert við stefnum, og hvað felst í því að vera manneskja. Vísindalegur hugsunarháttur krefst gagnrýnnar hugsunar, elju og áhuga. En umfram allt þarfnast vísindin samstarfs. Án samstarfs, þar sem einstaklingurinn verður að reiða sig á heildina, eru vísindin innantómt áhugamál. Þetta samstarf er lykillinn að velgengni mannskepnunnar, á öllum sviðum, og það er forsenda þess að við getum byggt betra samfélag. Okkur ber að virkja áhuga ungmenna á vísindunum. Það mun á endanum örva samfélag okkar enn frekar og hjálpa okkur að vera enn betur í stakk búin til að mæta krefjandi áskorunum í framtíðinni.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun