Gríðarlega mikill sigur fyrir Tsipras og Syriza Atli Ísleifsson skrifar 20. ágúst 2018 21:00 Þriggja ára efnahagsaðstoð evruríkjanna við Grikkland er nú lokið en neyðarlán evruríkjanna til ríkisins voru hluti af mestu efnahagsaðstoð sem nokkurt ríki hefur fengið í sögunni. Stjórnmálafræðingur segir þetta mikinn gleðidag fyrir Grikki þó að leiðin fram á við sé líka grýtt. Neyðarlán evruríkjanna til grískra stjórnvalda sem um ræðir námu samtals tæplega 62 milljörðum evra, eða tæplega átta þúsund milljarða íslenskra króna á núvirði. Voru þau hluti áætlunar sem gekk út á að aðstoða Grikki við að endurgreiða gríðarlegar skuldir ríkisins og fengu Grikkir aðgang að fjármagni frá evruríkjunum, Seðlabanka Evrópu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum gegn því að lúta ströngu aðhaldi í ríkisfjármálum. Þrátt fyrir að Grikkjum hafi gengi ágætlega að standa við skuldbindingar sínar þá eru erfiðleikar þeirra ekki að baki. Áfram má búast við háum sköttum og skertri þjónustu.Hálf milljón hefur flúið landEiríkur Bergmann, stjórnmálafræðiprófessor við Háskólann á Bifröst, segir síðustu ár hafa reynst Grikkjum gríðarlega erfið þar sem um hálf milljón manna hafi flúið land, auk þess að heil kynslóð hafi ekki komið sér fyrir á vinnumarkaði. „Þetta hefur auðvitað verið gríðarlega erfitt. Við erum að tala um stærstu neyðaraðstoð sem ríki hefur nokkurn tímann verið veitt í sögunni, 300 milljaðar evra, sem þurfti til seinustu átta árin til að reisa við efnahag Grikklands. Samt sem áður er þetta mikill gleðidagur fyrir Grikki. Þeir eru komnir út úr krísunni ef svo má segja. Þessari miklu neyð sem þeir stóðu frammi fyrir og eiga eftir þetta að geta staðið á eigin fótum þrátt fyrir að leiðin fram á við sé vissulega grýtt.“Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins mun áfram fyglast vel með fjármálastjórn grískra stjórnvalda.Vísir/EPAPopúlismi getur gengið ágætlega uppEiríkur segir þessi tímamót merkja að Grikkir séu nú aftur komnir með sjálfsforræði í sínum fjárhagsmálum og geti nú aftur fjármagnað sig á markaði. „Það þýðir samt ekki að þeir séu lausir undan öllu eftirliti alþjóðasamfélagsins. Þeir eru áfram í ákveðnu endurreisnarprógrammi sem þeir hafa skuldbundið sig til.“ Hann segir merkilegt í þessu máli að Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, og Syriza-flokkur hans hafi komist til valda og með aðgerðum sínum tekist að beygja sig undir vilja alþjóðasamfélagsins að töluverðu marki. Þannig geti popúlismi verið slæmur og hættulegur en sums staðar gangi hann ágætlega upp. „Grikkland er dæmi um það að sumpart popúlísk stjórnvöld komust til valda en þeim tókst með því að fara ekki allt of langt út fyrir meginstrauminn – en samt með því að skora ákveðnum viðteknum venjum á hólm – þá tókst þeim að beygja undir sinn vilja alþjóðasamfélagsins upp að töluverðu marki. Niðurstaðan í dag er því líka gríðarlega mikill sigur Tsiprasar og Syriza og þeirra stjórnmála í Grikklandi sem að höfnuðu hinum upphaflegu skuldbindingum og skilyrðum sem að sett voru á þau.“Var þetta þá íslenska leiðin sem að gekk upp hjá Grikkjum? „Ja, þetta var gríska leiðin sem að gekk upp hjá Grikkjum. Þeir eiga að sameiginlegt með Íslandi að hafna ýmsum viðteknum venjum, eða viðteknum kröfum, sem að alþjóðasamfélagið setti fram. Við gerðum það með okkar hætti í Icesave-málinu sem er merkileg deila sem að Íslendingar eiginlega sigruðu. Með ákveðnum hætti má segja að Grikkir hafi gert svipaðan hlut, bara á sinn eigin hátt með skuldaniðurfellingu sem þeir fengu og með því að hafna þessum fyrstu kröfum og láta reyna á það. Þegar upp er staðið þá þurfa menn ekki alltaf að beygja sig undir allar kröfur sem utan frá koma.“Grikkir ekki á leiðinni úr evrusamstarfinuEn hvað þýðir þetta fyrir Evrópusambandið og ekki síst evrusvæðið?„Menn anda auðvitað léttar að Grikkir hafi komist út úr þessu þó að erfiðleikarnir hafi verið töluvert miklir og að menn sjái fyrir sér að þetta gríðarlega fé sem lagt var til Grikkja sé endurgreitt að að minnsta kosti mestum hluta. Grikkir eru ekki á leiðinni út úr evrunni eins og einhverjir spáðu fyrir um í eina tíð. Það er ekkert slíkt upp á borðunum núna. Ég held að þetta sé gleðidagur fyrir flesta stjórnmálamenn í Evrópu, hvoru megin þeir liggja í þessu máli,“ segir Eiríkur Bergmann. Grikkland Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Þriggja ára efnahagsaðstoð evruríkjanna við Grikkland er nú lokið en neyðarlán evruríkjanna til ríkisins voru hluti af mestu efnahagsaðstoð sem nokkurt ríki hefur fengið í sögunni. Stjórnmálafræðingur segir þetta mikinn gleðidag fyrir Grikki þó að leiðin fram á við sé líka grýtt. Neyðarlán evruríkjanna til grískra stjórnvalda sem um ræðir námu samtals tæplega 62 milljörðum evra, eða tæplega átta þúsund milljarða íslenskra króna á núvirði. Voru þau hluti áætlunar sem gekk út á að aðstoða Grikki við að endurgreiða gríðarlegar skuldir ríkisins og fengu Grikkir aðgang að fjármagni frá evruríkjunum, Seðlabanka Evrópu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum gegn því að lúta ströngu aðhaldi í ríkisfjármálum. Þrátt fyrir að Grikkjum hafi gengi ágætlega að standa við skuldbindingar sínar þá eru erfiðleikar þeirra ekki að baki. Áfram má búast við háum sköttum og skertri þjónustu.Hálf milljón hefur flúið landEiríkur Bergmann, stjórnmálafræðiprófessor við Háskólann á Bifröst, segir síðustu ár hafa reynst Grikkjum gríðarlega erfið þar sem um hálf milljón manna hafi flúið land, auk þess að heil kynslóð hafi ekki komið sér fyrir á vinnumarkaði. „Þetta hefur auðvitað verið gríðarlega erfitt. Við erum að tala um stærstu neyðaraðstoð sem ríki hefur nokkurn tímann verið veitt í sögunni, 300 milljaðar evra, sem þurfti til seinustu átta árin til að reisa við efnahag Grikklands. Samt sem áður er þetta mikill gleðidagur fyrir Grikki. Þeir eru komnir út úr krísunni ef svo má segja. Þessari miklu neyð sem þeir stóðu frammi fyrir og eiga eftir þetta að geta staðið á eigin fótum þrátt fyrir að leiðin fram á við sé vissulega grýtt.“Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins mun áfram fyglast vel með fjármálastjórn grískra stjórnvalda.Vísir/EPAPopúlismi getur gengið ágætlega uppEiríkur segir þessi tímamót merkja að Grikkir séu nú aftur komnir með sjálfsforræði í sínum fjárhagsmálum og geti nú aftur fjármagnað sig á markaði. „Það þýðir samt ekki að þeir séu lausir undan öllu eftirliti alþjóðasamfélagsins. Þeir eru áfram í ákveðnu endurreisnarprógrammi sem þeir hafa skuldbundið sig til.“ Hann segir merkilegt í þessu máli að Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, og Syriza-flokkur hans hafi komist til valda og með aðgerðum sínum tekist að beygja sig undir vilja alþjóðasamfélagsins að töluverðu marki. Þannig geti popúlismi verið slæmur og hættulegur en sums staðar gangi hann ágætlega upp. „Grikkland er dæmi um það að sumpart popúlísk stjórnvöld komust til valda en þeim tókst með því að fara ekki allt of langt út fyrir meginstrauminn – en samt með því að skora ákveðnum viðteknum venjum á hólm – þá tókst þeim að beygja undir sinn vilja alþjóðasamfélagsins upp að töluverðu marki. Niðurstaðan í dag er því líka gríðarlega mikill sigur Tsiprasar og Syriza og þeirra stjórnmála í Grikklandi sem að höfnuðu hinum upphaflegu skuldbindingum og skilyrðum sem að sett voru á þau.“Var þetta þá íslenska leiðin sem að gekk upp hjá Grikkjum? „Ja, þetta var gríska leiðin sem að gekk upp hjá Grikkjum. Þeir eiga að sameiginlegt með Íslandi að hafna ýmsum viðteknum venjum, eða viðteknum kröfum, sem að alþjóðasamfélagið setti fram. Við gerðum það með okkar hætti í Icesave-málinu sem er merkileg deila sem að Íslendingar eiginlega sigruðu. Með ákveðnum hætti má segja að Grikkir hafi gert svipaðan hlut, bara á sinn eigin hátt með skuldaniðurfellingu sem þeir fengu og með því að hafna þessum fyrstu kröfum og láta reyna á það. Þegar upp er staðið þá þurfa menn ekki alltaf að beygja sig undir allar kröfur sem utan frá koma.“Grikkir ekki á leiðinni úr evrusamstarfinuEn hvað þýðir þetta fyrir Evrópusambandið og ekki síst evrusvæðið?„Menn anda auðvitað léttar að Grikkir hafi komist út úr þessu þó að erfiðleikarnir hafi verið töluvert miklir og að menn sjái fyrir sér að þetta gríðarlega fé sem lagt var til Grikkja sé endurgreitt að að minnsta kosti mestum hluta. Grikkir eru ekki á leiðinni út úr evrunni eins og einhverjir spáðu fyrir um í eina tíð. Það er ekkert slíkt upp á borðunum núna. Ég held að þetta sé gleðidagur fyrir flesta stjórnmálamenn í Evrópu, hvoru megin þeir liggja í þessu máli,“ segir Eiríkur Bergmann.
Grikkland Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent