Er „sjálfbærni“ bara einhverjar tölur? Ole Anton Bieltvedt skrifar 20. ágúst 2018 13:30 Morgunblaðið, netútgáfa, vitnaði í það nýlega, að Guðmundur Ingi, umhverfisráðherra, hefði látið þá skoðun í ljós á Alþingi fyrir nokkru, að hann efaðist um, að hvalveiðar væru sjálfbærar. Í framhaldi af því, ræddi blaðamaður við Gísla Víkingsson á Hafrannsóknastofnun, sem fullyrti, að enginn vafi væri á því, að þær langreyðaveiðar, sem í gangi eru, væru sjálfbærar. Í þessu sambandi vaknar auðvitað spurningin um það, hvað „sjálfbærni“ þýði. Það er illt til þess að vita, að jafn vel menntaður, reyndur og á margan hátt mætur maður og Gísli Víkingsson skuli halda, að „sjálfbærni“ þýði bara einhverjar tölur; svo og svo mörg dýr eru talin og þá má bara drepa svo og svo mörg dýr. Er matið á umhverfinu, lífríkinu, fánunni og hinum margvíslegu þáttum þess virkilega svona einfalt? Bara að telja og reikna, svo bara að byrja að veiða og drepa? Eftir að þetta viðtal við Gísla birtist, sendum við – Jarðarvinir – þessa athugasemd til blaðsins: „Nútímaleg skilgreining á „sjálfbærni“ við veiðar í „hinum siðmenntaða heimi“ er þessi:1. Stofn dýrs sé vel á sig kominn og veitt sé vel innan marka viðkomu stofns2. Þörf sé á veiðunum eða skýr efnahagslegur tilgangur sé með þeim3. Veitt sé með mannúðlegum aðferðum, þannig, að dýr séu aflífuð með skjótum og sársaukalausum hætti.Skv. Þessari skilgreiningu eru þær langreyðaveiðar, sem í gangi eru, engan veginn sjálfbærar.2. Þörf á veiðunum er engin. Efnahagslegur tilgangur er líka vafasamur, þar sem illa hefur gengið að selja langreyðakjöt síðustu árin. Skv. CITES-samningnum, sem um 190 þjóðir eru aðilar að, er verzlun með og flutningur á langreyðaafurðum bönnuð í lögsögu þessara landa. Punktur 2 stenzt því ekki.3. Eins og skýrslur sýna, m.a. skýrsla dr. Egil Ole Öen frá 2014, er mörg langreyðurin drepin með hörmulegum og kvalafullum hætti, og stendur dauðastríð dýranna í allt að 15 mínútur – þar sem stálkló skutuls tætir líffæri, innyfli og hold dýranna, með heiftarlegum kvölum fyrir þau -, en þetta hefur auðvitað ekkert með „mannúðlega aflífun“, þar sem dýr eru drepin með skjótum og sársaukalausum hætti, að gera. Auk þess er verið að drepa nær fullþroska langreyðarkálfa, í kviði kúnna, með mæðrum þeirra. – Atriði 3 stenzt því heldur alls ekki.Ef punktur 1 einn sér á að gilda um „sjálfbærni“, verður sú skilgreining að teljast einföld, frumstæð og úrelt“. Því miður vildi blaðið ekki birta þessa athugasemd, en, í ágætu samtali undirritaðs við blaðamann, vildi hann fá að vita, hvaðan þessi skilgreining á sjálfbærni væri komin. Ef hún væri frá virtum og viðurkenndum alþjóðasamtökum komin, gæti hann skoðað birtingu. Margvísleg vitneskja og afstaða myndast með mönnum í gegnum langa ævi; á grundvelli lesturs og þess, sem maður heyrir og sér á förnum vegi. Undirritaður hefur lengi fylgst með þróun í umhverfis- og dýravernd, og höfum við – í Jarðarvinum – skilgreint nútímalega sjálfbærni við veiðar villtra dýra með ofangreindum hætti. Punktur 2, um það að ekki skuli veiða eða drepa dýr án þarfar eða efnahagslegs tilgangs, er, auk þess, sterklega studdur í lögum nr. 64/1994, þar sem öll vilt dýr eru fyrst friðuð skv. 6. grein, og undanþága frá friðun – leyfi til veiða – er háð skýru ákvæði um nýtingu bráðar, „að æskilegt sé að veiða“ (14. gr.) eða til að firra tjóni af völdum dýranna. Varðandi punkt 3, þá er hann í fullu samræmi við lög nr. 55/2013, þar sem m.a. segir í gr. 21 „Dýr skulu aflífuð með skjótum og sársaukalausum hætt...“ og í gr. 27 „Við veiðar er óheimilt að beita aðferðum sem valda dýri óþarfa limlestingum og kvölum“. Við teljum því, að okkar skilgreining á „sjálfbærni“ standist ekki aðeins á grunni nýrrar alþjóðlegrar vitundar, mannúðar og siðfræði, heldur líka á grunni gildandi íslenzkra laga. Hvort Gísla Víkingssyni beri skylda til, að skilja „sjálfbærni“ með sama hætti, er svo önnur saga, en hann ætti alla vega að fara varlega í svarthvítar yfirlýsingar um „sjálfbærni“. Það sama gildir um aðra vísindamenn svo og ráðamenn; ekki sízt margan ráðherrann.Höfundur er stofnandi Jarðarvina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Morgunblaðið, netútgáfa, vitnaði í það nýlega, að Guðmundur Ingi, umhverfisráðherra, hefði látið þá skoðun í ljós á Alþingi fyrir nokkru, að hann efaðist um, að hvalveiðar væru sjálfbærar. Í framhaldi af því, ræddi blaðamaður við Gísla Víkingsson á Hafrannsóknastofnun, sem fullyrti, að enginn vafi væri á því, að þær langreyðaveiðar, sem í gangi eru, væru sjálfbærar. Í þessu sambandi vaknar auðvitað spurningin um það, hvað „sjálfbærni“ þýði. Það er illt til þess að vita, að jafn vel menntaður, reyndur og á margan hátt mætur maður og Gísli Víkingsson skuli halda, að „sjálfbærni“ þýði bara einhverjar tölur; svo og svo mörg dýr eru talin og þá má bara drepa svo og svo mörg dýr. Er matið á umhverfinu, lífríkinu, fánunni og hinum margvíslegu þáttum þess virkilega svona einfalt? Bara að telja og reikna, svo bara að byrja að veiða og drepa? Eftir að þetta viðtal við Gísla birtist, sendum við – Jarðarvinir – þessa athugasemd til blaðsins: „Nútímaleg skilgreining á „sjálfbærni“ við veiðar í „hinum siðmenntaða heimi“ er þessi:1. Stofn dýrs sé vel á sig kominn og veitt sé vel innan marka viðkomu stofns2. Þörf sé á veiðunum eða skýr efnahagslegur tilgangur sé með þeim3. Veitt sé með mannúðlegum aðferðum, þannig, að dýr séu aflífuð með skjótum og sársaukalausum hætti.Skv. Þessari skilgreiningu eru þær langreyðaveiðar, sem í gangi eru, engan veginn sjálfbærar.2. Þörf á veiðunum er engin. Efnahagslegur tilgangur er líka vafasamur, þar sem illa hefur gengið að selja langreyðakjöt síðustu árin. Skv. CITES-samningnum, sem um 190 þjóðir eru aðilar að, er verzlun með og flutningur á langreyðaafurðum bönnuð í lögsögu þessara landa. Punktur 2 stenzt því ekki.3. Eins og skýrslur sýna, m.a. skýrsla dr. Egil Ole Öen frá 2014, er mörg langreyðurin drepin með hörmulegum og kvalafullum hætti, og stendur dauðastríð dýranna í allt að 15 mínútur – þar sem stálkló skutuls tætir líffæri, innyfli og hold dýranna, með heiftarlegum kvölum fyrir þau -, en þetta hefur auðvitað ekkert með „mannúðlega aflífun“, þar sem dýr eru drepin með skjótum og sársaukalausum hætti, að gera. Auk þess er verið að drepa nær fullþroska langreyðarkálfa, í kviði kúnna, með mæðrum þeirra. – Atriði 3 stenzt því heldur alls ekki.Ef punktur 1 einn sér á að gilda um „sjálfbærni“, verður sú skilgreining að teljast einföld, frumstæð og úrelt“. Því miður vildi blaðið ekki birta þessa athugasemd, en, í ágætu samtali undirritaðs við blaðamann, vildi hann fá að vita, hvaðan þessi skilgreining á sjálfbærni væri komin. Ef hún væri frá virtum og viðurkenndum alþjóðasamtökum komin, gæti hann skoðað birtingu. Margvísleg vitneskja og afstaða myndast með mönnum í gegnum langa ævi; á grundvelli lesturs og þess, sem maður heyrir og sér á förnum vegi. Undirritaður hefur lengi fylgst með þróun í umhverfis- og dýravernd, og höfum við – í Jarðarvinum – skilgreint nútímalega sjálfbærni við veiðar villtra dýra með ofangreindum hætti. Punktur 2, um það að ekki skuli veiða eða drepa dýr án þarfar eða efnahagslegs tilgangs, er, auk þess, sterklega studdur í lögum nr. 64/1994, þar sem öll vilt dýr eru fyrst friðuð skv. 6. grein, og undanþága frá friðun – leyfi til veiða – er háð skýru ákvæði um nýtingu bráðar, „að æskilegt sé að veiða“ (14. gr.) eða til að firra tjóni af völdum dýranna. Varðandi punkt 3, þá er hann í fullu samræmi við lög nr. 55/2013, þar sem m.a. segir í gr. 21 „Dýr skulu aflífuð með skjótum og sársaukalausum hætt...“ og í gr. 27 „Við veiðar er óheimilt að beita aðferðum sem valda dýri óþarfa limlestingum og kvölum“. Við teljum því, að okkar skilgreining á „sjálfbærni“ standist ekki aðeins á grunni nýrrar alþjóðlegrar vitundar, mannúðar og siðfræði, heldur líka á grunni gildandi íslenzkra laga. Hvort Gísla Víkingssyni beri skylda til, að skilja „sjálfbærni“ með sama hætti, er svo önnur saga, en hann ætti alla vega að fara varlega í svarthvítar yfirlýsingar um „sjálfbærni“. Það sama gildir um aðra vísindamenn svo og ráðamenn; ekki sízt margan ráðherrann.Höfundur er stofnandi Jarðarvina.
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun