Bandaríkin ætla að hætta fjárstuðningi við palestínska flóttamenn Kjartan Kjartansson skrifar 31. ágúst 2018 12:10 Skóli sem UNRWA rekur fyrir flóttamenn á Vesturbakkanum. Stofnunin rekur hundruð skóla fyrir um hálfa milljón nemenda. Vísir/EPA Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur ákveðið að hætta að taka þátt í aðstoð Sameinuðu þjóðanna við palestínska flóttamenn. Þá er hún sögð vilja kollvarpa skilgreiningu á hverjir teljist palestínskir flóttamenn. Bandaríkin hafa verið stærsti einstaki fjárhaglegi bakhjarl flóttamannaaðstoðarinnar.Washington Post segir að ríkisstjórnin ætla að tilkynna um þetta á næstu vikum. Hún ætli sér að gagnrýna hvernig Palestínuflóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) ver fjármunum og krefjast þess að þeim sem teljast palestínskir flóttamenn verði fækkað úr um fimm milljónum í innan við tíunda hluta þess fjölda. Með því að telja aðeins þá sem voru lifandi þegar stofnunin var stofnuð árið 1948 sem flóttamenn myndi þeim Palestínumönnum sem ættu rétt á að snúa aftur til landsvæða sem Ísraelsmenn hafa lagt undir sig fækka verulega. Samkvæmt núverandi skilgreiningu Sameinuðu þjóðanna teljast afkomendur þeirra sem voru reknir af landsvæðum sínum einnig flóttamenn. Bandaríska blaðið segir að öryggis- og utanríkismálasérfræðinga, þar á meðal í Ísrael, hafi varað við því að mannúðarástandi á svæðum Palestínumanna myndi aðeins versna ef fjárveitingar til UNRWA yrðu skornar niður og þess krafist að þeim sem hafa stöðu flóttamanna verði fækkað. Réttur palestínskra flóttamanna til að snúa aftur hefur verið eitt af helstu bitbeinum friðarviðræðna Ísraela og Palestínumanna undanfarna áratugi.Myndi kippa fótunum undan stofnuninni Rúmlega fimm milljónir manna eiga rétt á aðstoð Palestínuflóttamannastofnunarinnar á landsvæðum Palestínumanna, í Jórdaníu, Sýrlandi og Líbanon. Hún rekur meðal annars 692 skóla fyrir um hálfa milljón nemenda og 143 heilsugæslustöðvar sem fá á bilinu níu til tíu milljón heimsóknir á ári. Stofnunin reiðir sig algerlega á frjáls framlög frá aðildarríkjunum. Bandaríkin lögðu stofnuninni til 360 milljónir dollara árið 2016. Það er ríflega þriðjungur af heildarframlögum til hennar. Hættu Bandaríkin að styrkja UNRWA væri því rekstrargrundvelli stofnunarinnar kippt undan henni nema önnur ríki hlypu undir bagga. Trump-stjórnin stóð í stappi við Sameinuðu þjóðirnar seint á síðasta ári í kjölfar þess að hún ákvað að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti þá ályktun sem var beint gegn ákvörðun Bandaríkjanna. Jared Kushner, tengdasonur Trumps forseta, er nú sagður vinna að nýrri friðaráætlun fyrir Ísrael og Palestínu. Fulltrúar Palestínumanna hafa hins vegar neitað að ræða við bandaríska embættismenn frá því að Bandaríkin viðurkenndu Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels. Bandaríkin Donald Trump Ísrael Palestína Tengdar fréttir Bandaríkin munu ekki gleyma árás allsherjarþingsins Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna ályktaði gegn ákvörðun Bandaríkjaforseta um sendiráðsflutninga til Jerúsalem. Bandaríkjamenn hóta því að skera á fjárstuðning og Ísraelar segja þingið lygasamkundu. 22. desember 2017 07:00 Drög að ályktun Öryggisráðs SÞ: Ákvörðun Trumps hafi ekkert lagalegt gildi Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kjósa um stöðu Jerúsalem snemma í vikunni. 16. desember 2017 20:36 Allsherjarþing SÞ um Jerúsalem: Ísland hluti af yfirgnæfandi meirihluta gegn Bandaríkjunum 128 af 193 ríkjum sem eiga sæti á allsherjarþingi SÞ greiddu atkvæði með tillögu gegn ákvörðun Bandaríkjastjórnar. Aðeins níu greiddu atkvæði gegn henni þrátt fyrir hótanir Trump Bandaríkjaforseta. 21. desember 2017 17:36 Trump hótar að hætta fjárstuðningi við Palestínumenn Bandaríkjaforseti notar fjárframlög til alþjóðlegrar stofnunar sem aðstoðar Palestínumanna til að neyða þá að samningaborðinu. 25. janúar 2018 19:35 Trump hótar ríkjum sem þiggja þróunaraðstoð frá Bandaríkjunum „Leyfum þeim að greiða atkvæði gegn okkur. Við munum spara mikið. Okkur er sama,“ segir Bandaríkjaforseti sem ætlar að fylgjast grannt með hvernig ríki greiða atkvæði í allsherjarþingi SÞ á morgun. 20. desember 2017 18:43 Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Sjá meira
Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur ákveðið að hætta að taka þátt í aðstoð Sameinuðu þjóðanna við palestínska flóttamenn. Þá er hún sögð vilja kollvarpa skilgreiningu á hverjir teljist palestínskir flóttamenn. Bandaríkin hafa verið stærsti einstaki fjárhaglegi bakhjarl flóttamannaaðstoðarinnar.Washington Post segir að ríkisstjórnin ætla að tilkynna um þetta á næstu vikum. Hún ætli sér að gagnrýna hvernig Palestínuflóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) ver fjármunum og krefjast þess að þeim sem teljast palestínskir flóttamenn verði fækkað úr um fimm milljónum í innan við tíunda hluta þess fjölda. Með því að telja aðeins þá sem voru lifandi þegar stofnunin var stofnuð árið 1948 sem flóttamenn myndi þeim Palestínumönnum sem ættu rétt á að snúa aftur til landsvæða sem Ísraelsmenn hafa lagt undir sig fækka verulega. Samkvæmt núverandi skilgreiningu Sameinuðu þjóðanna teljast afkomendur þeirra sem voru reknir af landsvæðum sínum einnig flóttamenn. Bandaríska blaðið segir að öryggis- og utanríkismálasérfræðinga, þar á meðal í Ísrael, hafi varað við því að mannúðarástandi á svæðum Palestínumanna myndi aðeins versna ef fjárveitingar til UNRWA yrðu skornar niður og þess krafist að þeim sem hafa stöðu flóttamanna verði fækkað. Réttur palestínskra flóttamanna til að snúa aftur hefur verið eitt af helstu bitbeinum friðarviðræðna Ísraela og Palestínumanna undanfarna áratugi.Myndi kippa fótunum undan stofnuninni Rúmlega fimm milljónir manna eiga rétt á aðstoð Palestínuflóttamannastofnunarinnar á landsvæðum Palestínumanna, í Jórdaníu, Sýrlandi og Líbanon. Hún rekur meðal annars 692 skóla fyrir um hálfa milljón nemenda og 143 heilsugæslustöðvar sem fá á bilinu níu til tíu milljón heimsóknir á ári. Stofnunin reiðir sig algerlega á frjáls framlög frá aðildarríkjunum. Bandaríkin lögðu stofnuninni til 360 milljónir dollara árið 2016. Það er ríflega þriðjungur af heildarframlögum til hennar. Hættu Bandaríkin að styrkja UNRWA væri því rekstrargrundvelli stofnunarinnar kippt undan henni nema önnur ríki hlypu undir bagga. Trump-stjórnin stóð í stappi við Sameinuðu þjóðirnar seint á síðasta ári í kjölfar þess að hún ákvað að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti þá ályktun sem var beint gegn ákvörðun Bandaríkjanna. Jared Kushner, tengdasonur Trumps forseta, er nú sagður vinna að nýrri friðaráætlun fyrir Ísrael og Palestínu. Fulltrúar Palestínumanna hafa hins vegar neitað að ræða við bandaríska embættismenn frá því að Bandaríkin viðurkenndu Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels.
Bandaríkin Donald Trump Ísrael Palestína Tengdar fréttir Bandaríkin munu ekki gleyma árás allsherjarþingsins Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna ályktaði gegn ákvörðun Bandaríkjaforseta um sendiráðsflutninga til Jerúsalem. Bandaríkjamenn hóta því að skera á fjárstuðning og Ísraelar segja þingið lygasamkundu. 22. desember 2017 07:00 Drög að ályktun Öryggisráðs SÞ: Ákvörðun Trumps hafi ekkert lagalegt gildi Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kjósa um stöðu Jerúsalem snemma í vikunni. 16. desember 2017 20:36 Allsherjarþing SÞ um Jerúsalem: Ísland hluti af yfirgnæfandi meirihluta gegn Bandaríkjunum 128 af 193 ríkjum sem eiga sæti á allsherjarþingi SÞ greiddu atkvæði með tillögu gegn ákvörðun Bandaríkjastjórnar. Aðeins níu greiddu atkvæði gegn henni þrátt fyrir hótanir Trump Bandaríkjaforseta. 21. desember 2017 17:36 Trump hótar að hætta fjárstuðningi við Palestínumenn Bandaríkjaforseti notar fjárframlög til alþjóðlegrar stofnunar sem aðstoðar Palestínumanna til að neyða þá að samningaborðinu. 25. janúar 2018 19:35 Trump hótar ríkjum sem þiggja þróunaraðstoð frá Bandaríkjunum „Leyfum þeim að greiða atkvæði gegn okkur. Við munum spara mikið. Okkur er sama,“ segir Bandaríkjaforseti sem ætlar að fylgjast grannt með hvernig ríki greiða atkvæði í allsherjarþingi SÞ á morgun. 20. desember 2017 18:43 Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Sjá meira
Bandaríkin munu ekki gleyma árás allsherjarþingsins Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna ályktaði gegn ákvörðun Bandaríkjaforseta um sendiráðsflutninga til Jerúsalem. Bandaríkjamenn hóta því að skera á fjárstuðning og Ísraelar segja þingið lygasamkundu. 22. desember 2017 07:00
Drög að ályktun Öryggisráðs SÞ: Ákvörðun Trumps hafi ekkert lagalegt gildi Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kjósa um stöðu Jerúsalem snemma í vikunni. 16. desember 2017 20:36
Allsherjarþing SÞ um Jerúsalem: Ísland hluti af yfirgnæfandi meirihluta gegn Bandaríkjunum 128 af 193 ríkjum sem eiga sæti á allsherjarþingi SÞ greiddu atkvæði með tillögu gegn ákvörðun Bandaríkjastjórnar. Aðeins níu greiddu atkvæði gegn henni þrátt fyrir hótanir Trump Bandaríkjaforseta. 21. desember 2017 17:36
Trump hótar að hætta fjárstuðningi við Palestínumenn Bandaríkjaforseti notar fjárframlög til alþjóðlegrar stofnunar sem aðstoðar Palestínumanna til að neyða þá að samningaborðinu. 25. janúar 2018 19:35
Trump hótar ríkjum sem þiggja þróunaraðstoð frá Bandaríkjunum „Leyfum þeim að greiða atkvæði gegn okkur. Við munum spara mikið. Okkur er sama,“ segir Bandaríkjaforseti sem ætlar að fylgjast grannt með hvernig ríki greiða atkvæði í allsherjarþingi SÞ á morgun. 20. desember 2017 18:43