Trump hótar að draga Bandaríkin úr WTO Stefán Ó. Jónsson skrifar 31. ágúst 2018 06:25 Donald Trump hefur hrist upp í efnahagskerfi heimsins niðri. Vísir/EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti segist vilja draga Bandaríkin úr Alþjóðaviðskiptastofnuninni (WTO). Að hans mati er stofnunin ósanngjörn í garð Bandaríkjanna og segir forsetinn að ef ekki verði breytingar á framferði stofnunarinnar muni Bandaríkin segja skilið við samstarfið. Alþjóðaviðskiptastofnunin var sett á laggirnar árið 1955 með það að markmiði að búa til reglur sem gilda um viðskipti aðildarríkjanna. Þá er henni einnig ætlað að draga úr hömlum á milliríkjaviðskiptum.Í samtali við Bloomberg segir Trump að stofnunin hafi alltof oft tekið ákvarðanir sem gangi þvert á hagsmuni Bandaríkjanna. Hann viðurkennir þó að á síðustu árum hafi úrskurðir stofnuninnar í mörgum tilfellum verið hliðhollir Bandaríkjunum. Trump viðraði fyrst hugmyndir um að draga úr Bandaríkin úr stofuninni í kosningabaráttu sinni árið 2016. Forsetinn lét hafa eftir sér fyrr á þessu ári að Alþjóðaviðskiptastofnunin hafi verið komið á fót til að gagnast öðrum löndum en Bandaríkjunum. Hann bætti við að stjórnvöld í Washington töpuðu næstum öllum málum sem rekin væru fyrir úrskurðarnefnd stofnunarinnar. Það stangast á við rannsóknir sem hafa sýnt fram á að Bandaríkin vinni 90% þeirra mála sem þau eiga aðild að. Yfirlýsingar Bandaríkjaforseta eru þó í takt við þá utanríkisstefnu sem Trump hefur markað sér á síðasta ári. Hann hefur ýmist sett toll á innfluttar vörur eða hótað slíkum tollum til að tryggja hagsmuni bandarískra framleiðenda. Yfirlýsingar hans hafa hrist upp í efnahagskerfi heimsins, grandað alþjóðlegum viðskiptasamningum og búið til nýja. Í því samhengi má nefna nýjan samning Bandaríkjanna og Mexíkó, sem undirritaður var í vikunni. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump vill endursemja eða draga Bandaríkin út úr WTO Forsetaefni Repúblikana segir Alþjóðaviðskiptastofnunina stuðla að viðskiptaójöfnuði í Bandaríkjunum og segir hana vera "stórslys“. 24. júlí 2016 16:45 Segir auðvelt að vinna viðskiptastríð Ákvörðun ríkisstjórnar Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að leggja innflutningstolla á ál og stál vekur reiði Evrópu, Kanada, Mexíkó, Kína og Brasilíu. Bandaríkjaforseti stendur fast á sínu og segir viðskiptastríð af hinu góða. 3. mars 2018 09:00 Bandaríkin og Mexíkó semja nýjan viðskiptasamning Ríkisstjórnir Bandaríkjanna og Mexíkó hafa komist að samkomulagi um að binda enda á frjálsverslunarsamning Norður-Ameríku og gera nýjan samning í staðinn. 27. ágúst 2018 17:45 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti segist vilja draga Bandaríkin úr Alþjóðaviðskiptastofnuninni (WTO). Að hans mati er stofnunin ósanngjörn í garð Bandaríkjanna og segir forsetinn að ef ekki verði breytingar á framferði stofnunarinnar muni Bandaríkin segja skilið við samstarfið. Alþjóðaviðskiptastofnunin var sett á laggirnar árið 1955 með það að markmiði að búa til reglur sem gilda um viðskipti aðildarríkjanna. Þá er henni einnig ætlað að draga úr hömlum á milliríkjaviðskiptum.Í samtali við Bloomberg segir Trump að stofnunin hafi alltof oft tekið ákvarðanir sem gangi þvert á hagsmuni Bandaríkjanna. Hann viðurkennir þó að á síðustu árum hafi úrskurðir stofnuninnar í mörgum tilfellum verið hliðhollir Bandaríkjunum. Trump viðraði fyrst hugmyndir um að draga úr Bandaríkin úr stofuninni í kosningabaráttu sinni árið 2016. Forsetinn lét hafa eftir sér fyrr á þessu ári að Alþjóðaviðskiptastofnunin hafi verið komið á fót til að gagnast öðrum löndum en Bandaríkjunum. Hann bætti við að stjórnvöld í Washington töpuðu næstum öllum málum sem rekin væru fyrir úrskurðarnefnd stofnunarinnar. Það stangast á við rannsóknir sem hafa sýnt fram á að Bandaríkin vinni 90% þeirra mála sem þau eiga aðild að. Yfirlýsingar Bandaríkjaforseta eru þó í takt við þá utanríkisstefnu sem Trump hefur markað sér á síðasta ári. Hann hefur ýmist sett toll á innfluttar vörur eða hótað slíkum tollum til að tryggja hagsmuni bandarískra framleiðenda. Yfirlýsingar hans hafa hrist upp í efnahagskerfi heimsins, grandað alþjóðlegum viðskiptasamningum og búið til nýja. Í því samhengi má nefna nýjan samning Bandaríkjanna og Mexíkó, sem undirritaður var í vikunni.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump vill endursemja eða draga Bandaríkin út úr WTO Forsetaefni Repúblikana segir Alþjóðaviðskiptastofnunina stuðla að viðskiptaójöfnuði í Bandaríkjunum og segir hana vera "stórslys“. 24. júlí 2016 16:45 Segir auðvelt að vinna viðskiptastríð Ákvörðun ríkisstjórnar Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að leggja innflutningstolla á ál og stál vekur reiði Evrópu, Kanada, Mexíkó, Kína og Brasilíu. Bandaríkjaforseti stendur fast á sínu og segir viðskiptastríð af hinu góða. 3. mars 2018 09:00 Bandaríkin og Mexíkó semja nýjan viðskiptasamning Ríkisstjórnir Bandaríkjanna og Mexíkó hafa komist að samkomulagi um að binda enda á frjálsverslunarsamning Norður-Ameríku og gera nýjan samning í staðinn. 27. ágúst 2018 17:45 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Trump vill endursemja eða draga Bandaríkin út úr WTO Forsetaefni Repúblikana segir Alþjóðaviðskiptastofnunina stuðla að viðskiptaójöfnuði í Bandaríkjunum og segir hana vera "stórslys“. 24. júlí 2016 16:45
Segir auðvelt að vinna viðskiptastríð Ákvörðun ríkisstjórnar Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að leggja innflutningstolla á ál og stál vekur reiði Evrópu, Kanada, Mexíkó, Kína og Brasilíu. Bandaríkjaforseti stendur fast á sínu og segir viðskiptastríð af hinu góða. 3. mars 2018 09:00
Bandaríkin og Mexíkó semja nýjan viðskiptasamning Ríkisstjórnir Bandaríkjanna og Mexíkó hafa komist að samkomulagi um að binda enda á frjálsverslunarsamning Norður-Ameríku og gera nýjan samning í staðinn. 27. ágúst 2018 17:45