Skúli tryggt sér milljarða króna Hörður Ægisson og Kristinn Ingi Jónsson skrifa 31. ágúst 2018 06:00 Skúli Mogensen stofnandi og forstjóri Wow Air. Fréttablaðið/Anton Brink Fjárfestar sem taka þátt í skuldabréfaútboði WOW air, sem gert er ráð fyrir að klárist innan tveggja vikna, munu einnig fá kauprétt að hlutafé í flugfélaginu þegar það verður skráð á hlutabréfamarkað sem nemur helmingi af höfuðstól skuldabréfanna. Þeir sem kjósa að nýta umræddan kauprétt munu jafnframt fá að eignast hlutabréfin á gengi sem verður 20 prósentum lægra en skráningargengi félagsins. Nokkrir erlendir fjárfestar hafa nú þegar skráð sig til þess að kaupa verulegan hluta útboðsins. Þetta staðfestir Skúli Mogensen, forstjóri og eini hluthafi WOW air, í samtali við Fréttablaðið. Hann segir skuldabréfaútboðið núna formlega hafið eftir að félaginu hafi tekist að fá breiðan hóp erlendra fagfjárfesta til þess að skrá sig fyrir stórum hluta útboðsins á umræddum kjörum. Ekki liggur fyrir hver endanleg stærð útboðsins verður en ráðgert er að það verði allt að tólf milljarðar króna.Sjá einnig: Skúli stendur keikur Vextir á skuldabréfunum verða í kringum níu prósent og að sögn Skúla eru kjörin „ásættanleg miðað við markaðsaðstæður“. Skúli segir „jákvætt“ ef fjárfestar vilji með þessu móti taka þátt í fyrirhugaðri hlutafjáraukningu WOW air þegar félagið verður skráð á markað á næstu 18 til 24 mánuðum. Aðspurður telur hann að flugfélagið verði fullfjármagnað fram að þeim tíma eftir að skuldabréfaútboðinu lýkur. Skúli hefur síðustu tvær vikur, ásamt stjórnendum og ráðgjöfum norska verðbréfafyrirtækisins Pareto Securities, fundað með fjölmörgum fjárfestum í tengslum við skuldabréfaútgáfuna, einkum í Norður-Evrópu. Þá voru haldnar kynningar fyrir íslenska fjárfesta í lok síðustu viku, meðal annars lífeyrissjóði, sjóðastýringarfélög og einkafjárfesta, en ekki er búist við því að þeir taki þátt í útboðinu. Í drögum að fjárfestakynningu Pareto vegna skuldabréfaútboðsins var ekki gert ráð fyrir útgáfu skuldabréfa með kauprétti en þó var ljóst að skilmálar útboðsins gætu breyst í samræmi við viðbrögð og ábendingar fjárfesta á fundunum með stjórnendum WOW og Pareto. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Wow Cyclothon Tengdar fréttir Skúli stendur keikur Skúli Mogensen segir ekkert plan b ef skuldabréfaútboð WOW air heppnast ekki. Hann hefur fulla trú á að útboðið klárist. Spurningin sé aðeins um kjör. Útlit er fyrir að þriðji ársfjórðungur verði sá næstbesti í sögu félagsins. 22. ágúst 2018 05:00 WOW áformar útgáfu breytanlegra bréfa Útgáfa breytanlegra skuldabréfa myndi gefa fjárfestum færi á að breyta bréfunum síðar í hlutafé. Pantanabókin opnuð í dag og gert ráð fyrir að útboðið muni klárast á næstu dögum. 29. ágúst 2018 06:00 Segir flugfélögin ekki of stór til að falla Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að íslensku flugfélögin séu ekki of stór til að falla og að þjóðarbúið sé í góðri stöðu til að mæta hvers konar áföllum. Hann telur þó mikilvægt að hrapa ekki að ályktunum í umræðu um stöðu flugfélaganna. 29. ágúst 2018 18:45 Wow Air segir óljósri upplýsingagjöf Icelandair um að kenna Upplýsingafulltrúi WOW Air hafnar því að rangar upplýsingar um Icelandair komi fram í viðbótarskjölum við útboðskynningu WOW í gær. Hún kennir óljósri upplýsingagjöf Icelandair um rangan samanburð á einingakostnaði félaganna. 26. ágúst 2018 20:00 Wow Air á fáar veðhæfar eignir og eigið fé hefur rýrnað hratt Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri Wow Air, er um þessar mundir á fundaferð um Evrópu til að kynna Wow Air fyrir fjárfestum í tengslum við skuldabréfaútboð hjá Pareto Securities. Wow Air hyggst sækja sér allt að tólf milljarða króna með útgáfu nýrra skuldabréfa. 15. ágúst 2018 14:44 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Fjárfestar sem taka þátt í skuldabréfaútboði WOW air, sem gert er ráð fyrir að klárist innan tveggja vikna, munu einnig fá kauprétt að hlutafé í flugfélaginu þegar það verður skráð á hlutabréfamarkað sem nemur helmingi af höfuðstól skuldabréfanna. Þeir sem kjósa að nýta umræddan kauprétt munu jafnframt fá að eignast hlutabréfin á gengi sem verður 20 prósentum lægra en skráningargengi félagsins. Nokkrir erlendir fjárfestar hafa nú þegar skráð sig til þess að kaupa verulegan hluta útboðsins. Þetta staðfestir Skúli Mogensen, forstjóri og eini hluthafi WOW air, í samtali við Fréttablaðið. Hann segir skuldabréfaútboðið núna formlega hafið eftir að félaginu hafi tekist að fá breiðan hóp erlendra fagfjárfesta til þess að skrá sig fyrir stórum hluta útboðsins á umræddum kjörum. Ekki liggur fyrir hver endanleg stærð útboðsins verður en ráðgert er að það verði allt að tólf milljarðar króna.Sjá einnig: Skúli stendur keikur Vextir á skuldabréfunum verða í kringum níu prósent og að sögn Skúla eru kjörin „ásættanleg miðað við markaðsaðstæður“. Skúli segir „jákvætt“ ef fjárfestar vilji með þessu móti taka þátt í fyrirhugaðri hlutafjáraukningu WOW air þegar félagið verður skráð á markað á næstu 18 til 24 mánuðum. Aðspurður telur hann að flugfélagið verði fullfjármagnað fram að þeim tíma eftir að skuldabréfaútboðinu lýkur. Skúli hefur síðustu tvær vikur, ásamt stjórnendum og ráðgjöfum norska verðbréfafyrirtækisins Pareto Securities, fundað með fjölmörgum fjárfestum í tengslum við skuldabréfaútgáfuna, einkum í Norður-Evrópu. Þá voru haldnar kynningar fyrir íslenska fjárfesta í lok síðustu viku, meðal annars lífeyrissjóði, sjóðastýringarfélög og einkafjárfesta, en ekki er búist við því að þeir taki þátt í útboðinu. Í drögum að fjárfestakynningu Pareto vegna skuldabréfaútboðsins var ekki gert ráð fyrir útgáfu skuldabréfa með kauprétti en þó var ljóst að skilmálar útboðsins gætu breyst í samræmi við viðbrögð og ábendingar fjárfesta á fundunum með stjórnendum WOW og Pareto.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Wow Cyclothon Tengdar fréttir Skúli stendur keikur Skúli Mogensen segir ekkert plan b ef skuldabréfaútboð WOW air heppnast ekki. Hann hefur fulla trú á að útboðið klárist. Spurningin sé aðeins um kjör. Útlit er fyrir að þriðji ársfjórðungur verði sá næstbesti í sögu félagsins. 22. ágúst 2018 05:00 WOW áformar útgáfu breytanlegra bréfa Útgáfa breytanlegra skuldabréfa myndi gefa fjárfestum færi á að breyta bréfunum síðar í hlutafé. Pantanabókin opnuð í dag og gert ráð fyrir að útboðið muni klárast á næstu dögum. 29. ágúst 2018 06:00 Segir flugfélögin ekki of stór til að falla Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að íslensku flugfélögin séu ekki of stór til að falla og að þjóðarbúið sé í góðri stöðu til að mæta hvers konar áföllum. Hann telur þó mikilvægt að hrapa ekki að ályktunum í umræðu um stöðu flugfélaganna. 29. ágúst 2018 18:45 Wow Air segir óljósri upplýsingagjöf Icelandair um að kenna Upplýsingafulltrúi WOW Air hafnar því að rangar upplýsingar um Icelandair komi fram í viðbótarskjölum við útboðskynningu WOW í gær. Hún kennir óljósri upplýsingagjöf Icelandair um rangan samanburð á einingakostnaði félaganna. 26. ágúst 2018 20:00 Wow Air á fáar veðhæfar eignir og eigið fé hefur rýrnað hratt Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri Wow Air, er um þessar mundir á fundaferð um Evrópu til að kynna Wow Air fyrir fjárfestum í tengslum við skuldabréfaútboð hjá Pareto Securities. Wow Air hyggst sækja sér allt að tólf milljarða króna með útgáfu nýrra skuldabréfa. 15. ágúst 2018 14:44 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Skúli stendur keikur Skúli Mogensen segir ekkert plan b ef skuldabréfaútboð WOW air heppnast ekki. Hann hefur fulla trú á að útboðið klárist. Spurningin sé aðeins um kjör. Útlit er fyrir að þriðji ársfjórðungur verði sá næstbesti í sögu félagsins. 22. ágúst 2018 05:00
WOW áformar útgáfu breytanlegra bréfa Útgáfa breytanlegra skuldabréfa myndi gefa fjárfestum færi á að breyta bréfunum síðar í hlutafé. Pantanabókin opnuð í dag og gert ráð fyrir að útboðið muni klárast á næstu dögum. 29. ágúst 2018 06:00
Segir flugfélögin ekki of stór til að falla Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að íslensku flugfélögin séu ekki of stór til að falla og að þjóðarbúið sé í góðri stöðu til að mæta hvers konar áföllum. Hann telur þó mikilvægt að hrapa ekki að ályktunum í umræðu um stöðu flugfélaganna. 29. ágúst 2018 18:45
Wow Air segir óljósri upplýsingagjöf Icelandair um að kenna Upplýsingafulltrúi WOW Air hafnar því að rangar upplýsingar um Icelandair komi fram í viðbótarskjölum við útboðskynningu WOW í gær. Hún kennir óljósri upplýsingagjöf Icelandair um rangan samanburð á einingakostnaði félaganna. 26. ágúst 2018 20:00
Wow Air á fáar veðhæfar eignir og eigið fé hefur rýrnað hratt Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri Wow Air, er um þessar mundir á fundaferð um Evrópu til að kynna Wow Air fyrir fjárfestum í tengslum við skuldabréfaútboð hjá Pareto Securities. Wow Air hyggst sækja sér allt að tólf milljarða króna með útgáfu nýrra skuldabréfa. 15. ágúst 2018 14:44