Horfnar minningar Arnar Sveinn Geirsson skrifar 30. ágúst 2018 07:00 Minning er eitthvað sem maður man úr fortíð. Minningar af ástvinum eru því mörgum, ef ekki öllum, mjög mikilvægar þegar þeir falla frá af því að þær gera okkur kleift og leyfa okkur að muna. Muna góða og slæma tíma, falleg augnablik, hlátur og grátur, svipbrigði og jafnvel lykt. En hvað ef minningarnar virðast vera horfnar? Ég varð talsvert hræddur þegar ég var spurður að því hvaða minningar ég ætti af mömmu. Hvernig ég hugsaði um mömmu. Hræðslan kom af því að þegar ég fór að hugsa út í það reyndist mér það mjög erfitt. Erfitt á þann hátt að ég mundi hreinlega mjög lítið. Minningarnar voru fáar. Hugsanirnar hlutlausar. Hvers konar sonur er ég, að muna ekki eftir eigin móður? Hvers konar sonur er ég, að geta ekki rifjað upp alls konar minningar um mömmu? Elskaði ég hana ekki nóg? Sakna ég hennar ekkert? Er ég búinn að gleyma henni? Allar þessar spurningar spruttu upp og talsvert fleiri til. Því fleiri sem spurningarnar urðu, því meiri sem sjálfsgagnrýnin varð, því skýrara varð þetta fyrir mér. Í mínum augum var ég hræðilegur sonur sem hélt ekki uppi minningu mömmu. Hélt ekki uppi heiðri hennar. Ég skammaði sjálfan mig fyrir það að hugsa ekki nóg til hennar. Ég fékk samviskubit yfir því að ég færi ekki að gráta alltaf þegar ég talaði um hana. Yfir því að ég saknaði hennar ekki öllum stundum. Yfir því að ég væri ekki nógu duglegur að hugsa um hana. Á sama tíma var ég að berjast við að vera jákvæður og glaður öllum stundum. Dæmið gekk ekki upp. Ég sá því ekki neitt annað í stöðunni en að hætta að sakna. Hætta að gráta. Hætta að hugsa. Þannig væri lang best að tækla þetta til þess að geta verið jákvæður og glaður og hamingjusamur. Og það gerði ég. Hægt og rólega fór ég að gleyma. Minning mín af mömmu í dag er að mestu leyti byggð á því sem ég hef heyrt um hana, frekar en það sem ég man sjálfur. Í fyrsta lagi var ég 11 ára þegar hún dó. Í öðru lagi ákvað ég að hugsa sem minnst um hana í örvæntingu minni til þess að líða betur í 15 ár. Þegar ég segi að ég hafi ákveðið að hugsa sem minnst um hana var það frekar að ég ætlaði að hugsa sem minnst um missinn. Ég ætlaði að hugsa sem minnst um söknuðinn. Með því bældi ég á sama tíma niður allt sem hétu minningar, hvort sem það voru góðar eða slæmar minningar. Ég fór ekki í kirkju nema algjörlega tilneyddur, þoldi ekki spítala og forðaðist þá, fór ekki í kirkjugarðinn, þóttist ekki muna eftir dánardegi mömmu og svona gæti ég haldið áfram. Hægt og rólega fór ég að gleyma. Þar til að ég var búinn að gleyma. Gleyma því hver dánardagurinn í raun og veru var. Gleyma því hvernig hún leit út. Orðinn hræddari við tilhugsunina að fara í kirkju, á spítala eða í kirkjugarðinn heldur en raunverulegu ástæðuna sem lá þar að baki. Búinn að gleyma því af hverju ég varð hræddur til að byrja með. Hver á minning mín af mömmu að vera? Á hún að vera á einhvern ákveðinn hátt? Á ég að hugsa um hana daglega? Á ég að sakna hennar öllum stundum? Á ég að gráta í hvert skipti sem ég tala um hana? Ég var búinn að gleyma því að það að minnast mömmu, hugsa um mömmu og sakna mömmu var ekki ástæða þess að mér leið illa. Mér leið illa af því að ég ákvað að hleypa bara gleði og jákvæðni að. Sem breyttist í falska jákvæðni og gleði. Sem breyttist í falska hamingju. Mér leið illa af því að ég leyfði mér ekki að finna til. Mér leið illa af því að ég var ekki tilbúinn að taka á móti lífinu og öllum þeim tilfinningum sem því fylgir. Samviskubitið átti engan rétt á sér. Minning mín af mömmu á að vera nákvæmlega eins og hún er. Hún á ekki að vera á neinn ákveðinn hátt. Minningin á bara að vera. Ég hugsa um hana þegar hún kemur til mín. Ég sakna hennar þegar söknuðurinn kviknar. Ég græt ef ég vil gráta. Ég gef henni rými til þess að fylgja mér. Ég leyfi henni og minningunum um hana að fylgja mér. Ég á að vera óhræddur við að sakna, hlæja, gráta og hugsa um hana. Hægt og rólega fer ég að muna. Hægt og rólega fer ég að muna. Muna hversu mikið hún gaf mér og hversu mikið ég gaf henni. Muna hvað hún skildi mikið eftir. Muna hvað ég elskaði hana og að ég mun alltaf elska hana. Muna að ég sakna hennar alveg ofboðslega. Muna að söknuðurinn mun aldrei fara. Muna að ég er svo langt í frá búinn að gleyma henni. Þar til ég man. Man að ég man hana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Sveinn Geirsson Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson skrifar Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Sjá meira
Minning er eitthvað sem maður man úr fortíð. Minningar af ástvinum eru því mörgum, ef ekki öllum, mjög mikilvægar þegar þeir falla frá af því að þær gera okkur kleift og leyfa okkur að muna. Muna góða og slæma tíma, falleg augnablik, hlátur og grátur, svipbrigði og jafnvel lykt. En hvað ef minningarnar virðast vera horfnar? Ég varð talsvert hræddur þegar ég var spurður að því hvaða minningar ég ætti af mömmu. Hvernig ég hugsaði um mömmu. Hræðslan kom af því að þegar ég fór að hugsa út í það reyndist mér það mjög erfitt. Erfitt á þann hátt að ég mundi hreinlega mjög lítið. Minningarnar voru fáar. Hugsanirnar hlutlausar. Hvers konar sonur er ég, að muna ekki eftir eigin móður? Hvers konar sonur er ég, að geta ekki rifjað upp alls konar minningar um mömmu? Elskaði ég hana ekki nóg? Sakna ég hennar ekkert? Er ég búinn að gleyma henni? Allar þessar spurningar spruttu upp og talsvert fleiri til. Því fleiri sem spurningarnar urðu, því meiri sem sjálfsgagnrýnin varð, því skýrara varð þetta fyrir mér. Í mínum augum var ég hræðilegur sonur sem hélt ekki uppi minningu mömmu. Hélt ekki uppi heiðri hennar. Ég skammaði sjálfan mig fyrir það að hugsa ekki nóg til hennar. Ég fékk samviskubit yfir því að ég færi ekki að gráta alltaf þegar ég talaði um hana. Yfir því að ég saknaði hennar ekki öllum stundum. Yfir því að ég væri ekki nógu duglegur að hugsa um hana. Á sama tíma var ég að berjast við að vera jákvæður og glaður öllum stundum. Dæmið gekk ekki upp. Ég sá því ekki neitt annað í stöðunni en að hætta að sakna. Hætta að gráta. Hætta að hugsa. Þannig væri lang best að tækla þetta til þess að geta verið jákvæður og glaður og hamingjusamur. Og það gerði ég. Hægt og rólega fór ég að gleyma. Minning mín af mömmu í dag er að mestu leyti byggð á því sem ég hef heyrt um hana, frekar en það sem ég man sjálfur. Í fyrsta lagi var ég 11 ára þegar hún dó. Í öðru lagi ákvað ég að hugsa sem minnst um hana í örvæntingu minni til þess að líða betur í 15 ár. Þegar ég segi að ég hafi ákveðið að hugsa sem minnst um hana var það frekar að ég ætlaði að hugsa sem minnst um missinn. Ég ætlaði að hugsa sem minnst um söknuðinn. Með því bældi ég á sama tíma niður allt sem hétu minningar, hvort sem það voru góðar eða slæmar minningar. Ég fór ekki í kirkju nema algjörlega tilneyddur, þoldi ekki spítala og forðaðist þá, fór ekki í kirkjugarðinn, þóttist ekki muna eftir dánardegi mömmu og svona gæti ég haldið áfram. Hægt og rólega fór ég að gleyma. Þar til að ég var búinn að gleyma. Gleyma því hver dánardagurinn í raun og veru var. Gleyma því hvernig hún leit út. Orðinn hræddari við tilhugsunina að fara í kirkju, á spítala eða í kirkjugarðinn heldur en raunverulegu ástæðuna sem lá þar að baki. Búinn að gleyma því af hverju ég varð hræddur til að byrja með. Hver á minning mín af mömmu að vera? Á hún að vera á einhvern ákveðinn hátt? Á ég að hugsa um hana daglega? Á ég að sakna hennar öllum stundum? Á ég að gráta í hvert skipti sem ég tala um hana? Ég var búinn að gleyma því að það að minnast mömmu, hugsa um mömmu og sakna mömmu var ekki ástæða þess að mér leið illa. Mér leið illa af því að ég ákvað að hleypa bara gleði og jákvæðni að. Sem breyttist í falska jákvæðni og gleði. Sem breyttist í falska hamingju. Mér leið illa af því að ég leyfði mér ekki að finna til. Mér leið illa af því að ég var ekki tilbúinn að taka á móti lífinu og öllum þeim tilfinningum sem því fylgir. Samviskubitið átti engan rétt á sér. Minning mín af mömmu á að vera nákvæmlega eins og hún er. Hún á ekki að vera á neinn ákveðinn hátt. Minningin á bara að vera. Ég hugsa um hana þegar hún kemur til mín. Ég sakna hennar þegar söknuðurinn kviknar. Ég græt ef ég vil gráta. Ég gef henni rými til þess að fylgja mér. Ég leyfi henni og minningunum um hana að fylgja mér. Ég á að vera óhræddur við að sakna, hlæja, gráta og hugsa um hana. Hægt og rólega fer ég að muna. Hægt og rólega fer ég að muna. Muna hversu mikið hún gaf mér og hversu mikið ég gaf henni. Muna hvað hún skildi mikið eftir. Muna hvað ég elskaði hana og að ég mun alltaf elska hana. Muna að ég sakna hennar alveg ofboðslega. Muna að söknuðurinn mun aldrei fara. Muna að ég er svo langt í frá búinn að gleyma henni. Þar til ég man. Man að ég man hana.
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar