Reiða fólkið á meðal okkar Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 30. ágúst 2018 07:00 Alkunna er að það hefur ekki góð áhrif á fólk að reiðast svo mjög að það helli úr skálum reiði sinnar. Þegar þetta hendir fólk sem venjulega er fremur gefið fyrir rólegheit þá verður það hálf dasað á eftir og jafnvel skömmustulegt. Það hefur á tilfinningunni að það hafi gert sig að fífli og skilur ekki sjálft hvernig það asnaðist til að láta neikvæða orku ná slíkum ofurtökum á sér. Viðkomandi heitir sjálfum sér því að endurtaka leikinn ekki í bráð. Þetta á þó alls ekki við um alla, því í íslensku samfélagi eru fjölmargir sem þrífast á reiði. Þessir einstaklingar vakna einbeittir á hverjum morgni, tilbúnir í slag dagsins. Þeir vita að það er ansi margt sem ástæða er til að æsa sig yfir og þeir ætla sannarlega ekki að missa af tækifæri til þess. Eitt af fyrstu verkefnum þeirra er því að kanna hvort einhver hafi ekki örugglega sagt eða gert einhverja vitleysu sem hægt sé að skammast yfir á netinu. Stundum liggur ekki alveg ljóst fyrir að svo sé, en þá er fylgt hinni klassísku ráðleggingu: Leitið og þér munuð finna. Afli dagsins er yfirleitt góður. Í nútímasamfélagi vill nefnilega svo til að svo að segja allir eru að tjá skoðanir sínar. Það má stöðugt agnúast út í einhverja þeirra. Þannig má eyða dágóðum hluta sólarhringsins í að hella sér yfir náungann. Svo heppilega vill til að margir sem viðra skoðanir sínar eiga það til að nota orð sem eru ekki alveg nákvæm, jafnvel klaufaleg, og þá er verulega gaman að hártoga þau og snúa út úr þeim þannig að viðkomandi neyðist jafnvel til að biðjast opinberlega afsökunar á skoðun sinni og afneita henni. Það gerir alltaf lukku hjá reiða fólkinu þegar einhver verður verulega aumur og stynur upp afsökunarorðum sem sýna að hann þráir að vera í náðinni. Nútímatækni er líka svo sniðug að það má hella svívirðingum yfir einstakling án þess að þurfa að standa frammi fyrir viðkomandi, sem gerir það enn auðveldara að gera lítið úr honum og opinbera fyrir öðrum að hann sé algjör asni og skoðanir hans ömurlegar. Reiðir einstaklingar sem hafa svo ríka þörf til að tjá sig á netinu á neikvæðan hátt hafa vitaskuld einstaka hæfileika til að láta hluti fara í taugarnar á sér. Einhverjir með rólyndari lund myndu sannarlega ráðleggja þeim að leiða hluti hjá sér, því ekki væri ástæða til að æsa sig yfir hverju sem er og svo sé alls ekki nauðsynlegt að hafa sterkar skoðanir á öllum mögulegum hlutum. Svoleiðis rök bíta ekki á reiða fólkið. Reiði þess er yfirleitt með áberandi sterkum geðvonskublæ, því er stöðugt misboðið, jafnt í stóru sem smáu. Það fyllist heilagri vandlætingu nánast út af hverju sem er. Reiða fólkið er á meðal okkar. Það hefur gríðarlegt úthald og hefur auk þess unun af að dekra við reiði sína. Þannig líður því einfaldlega best. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Sjá meira
Alkunna er að það hefur ekki góð áhrif á fólk að reiðast svo mjög að það helli úr skálum reiði sinnar. Þegar þetta hendir fólk sem venjulega er fremur gefið fyrir rólegheit þá verður það hálf dasað á eftir og jafnvel skömmustulegt. Það hefur á tilfinningunni að það hafi gert sig að fífli og skilur ekki sjálft hvernig það asnaðist til að láta neikvæða orku ná slíkum ofurtökum á sér. Viðkomandi heitir sjálfum sér því að endurtaka leikinn ekki í bráð. Þetta á þó alls ekki við um alla, því í íslensku samfélagi eru fjölmargir sem þrífast á reiði. Þessir einstaklingar vakna einbeittir á hverjum morgni, tilbúnir í slag dagsins. Þeir vita að það er ansi margt sem ástæða er til að æsa sig yfir og þeir ætla sannarlega ekki að missa af tækifæri til þess. Eitt af fyrstu verkefnum þeirra er því að kanna hvort einhver hafi ekki örugglega sagt eða gert einhverja vitleysu sem hægt sé að skammast yfir á netinu. Stundum liggur ekki alveg ljóst fyrir að svo sé, en þá er fylgt hinni klassísku ráðleggingu: Leitið og þér munuð finna. Afli dagsins er yfirleitt góður. Í nútímasamfélagi vill nefnilega svo til að svo að segja allir eru að tjá skoðanir sínar. Það má stöðugt agnúast út í einhverja þeirra. Þannig má eyða dágóðum hluta sólarhringsins í að hella sér yfir náungann. Svo heppilega vill til að margir sem viðra skoðanir sínar eiga það til að nota orð sem eru ekki alveg nákvæm, jafnvel klaufaleg, og þá er verulega gaman að hártoga þau og snúa út úr þeim þannig að viðkomandi neyðist jafnvel til að biðjast opinberlega afsökunar á skoðun sinni og afneita henni. Það gerir alltaf lukku hjá reiða fólkinu þegar einhver verður verulega aumur og stynur upp afsökunarorðum sem sýna að hann þráir að vera í náðinni. Nútímatækni er líka svo sniðug að það má hella svívirðingum yfir einstakling án þess að þurfa að standa frammi fyrir viðkomandi, sem gerir það enn auðveldara að gera lítið úr honum og opinbera fyrir öðrum að hann sé algjör asni og skoðanir hans ömurlegar. Reiðir einstaklingar sem hafa svo ríka þörf til að tjá sig á netinu á neikvæðan hátt hafa vitaskuld einstaka hæfileika til að láta hluti fara í taugarnar á sér. Einhverjir með rólyndari lund myndu sannarlega ráðleggja þeim að leiða hluti hjá sér, því ekki væri ástæða til að æsa sig yfir hverju sem er og svo sé alls ekki nauðsynlegt að hafa sterkar skoðanir á öllum mögulegum hlutum. Svoleiðis rök bíta ekki á reiða fólkið. Reiði þess er yfirleitt með áberandi sterkum geðvonskublæ, því er stöðugt misboðið, jafnt í stóru sem smáu. Það fyllist heilagri vandlætingu nánast út af hverju sem er. Reiða fólkið er á meðal okkar. Það hefur gríðarlegt úthald og hefur auk þess unun af að dekra við reiði sína. Þannig líður því einfaldlega best.
Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen Skoðun
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen Skoðun