Nauðgunarmenningin Bjarni Karlsson skrifar 30. ágúst 2018 07:00 Innst inni þykir okkur kvenlegt að vera svolítið varnarlaus en karlmannlegt þegar af manni stafar nokkur ögrun. Það þykir t.d. klúrt af konu að sitja gleið og spenna hendur fyrir aftan hnakka. Slík líkamsstaða lýsir valdi sem ekki þykir kvenlegt. Þegar ég vígðist sem prestur árið 1990 var það alsiða að íslenskar konur gengu í búrkum upp að altarinu á brúðkaupsdaginn sinn. Hver brúðurin af annarri kom gangandi inn kirkjugólfið leidd af eldri karli með slör fyrir andlitinu. „Er það einlægur ásetningur þinn að ganga að eiga NN þann er við hlið þér stendur?“ spurði barnungi presturinn og rödd án andlits svaraði „já“. Brúðhjónin gáfu hvort öðru hönd sína og presturinn lýsti þau hjón og þá, en ekki fyrr, átti brúðguminn að lyfta gardínunni og kyssa brúði sína. Hvers vegna var þetta svona? Vegna þess að kvenlíkaminn hefur hlotið þau örlög í menningu okkar að vera táknmynd efnisheimsins. Við höfum talað um Guð föður og móður Jörð, tileinkað körlum hið andlega og upphafna en konum hið jarðbundna og efnislega. Stjórnun hefur verið „uppi“ en það sem stjórna skal hefur verið „á gólfinu“. Og þessi heimsmynd hefur náð inn í svefnherbergin okkar þegar við karlmenn upplifum okkur karlmannlega í ríkjandi stöðu en konur upplifa sig kvenlegar í víkjandi hlutverki. Þetta er af ýmsum fræðimönnum talin ein ástæða þess að stærsti heilsufarslegi áhættuþáttur kvenna í öllum þekktum samfélögum veraldar er ekki sjúkdómar eða slys heldur ofbeldi í nánum tengslum. Núna þegar yfirráðahyggja mannkyns hefur orðið til þess að jöklar bráðna en haf súrnar og hækkar með vaxandi veðuröfgum sjáum við að mynd okkar af heiminum og hugmynd okkar um manninn hefur verið mjög röng. Aukin yfirráð munu ekki leysa vanda dagsins. Það sem við þurfum er öllu heldur haldgóð þekking á tengslum og samhengi. Og vegna þess að menningin hefur forritað hugsun okkar í tvö þúsund ár þannig að við speglum jörðina í konunni og konuna í jörðinni þá lýkst á sama tíma upp fyrir okkur hvað það er fáránlegt að nauðga. Menning okkar sem í árþúsund og ekki síst í kjölfar iðnbyltingarinnar hefur nauðgað náttúrunni og konunni – og líka börnum og karlmönnum sem ekki hafa völd – horfist allt í einu í augu við sjálfa sig með nýjum hætti. Kjarni #metoo-byltingarinnar er vitneskjan um það að kynbundið ofbeldi er menningarheilkenni. Ofbeldi felur alltaf í sér að skömm er flutt úr einum líkama yfir í annan og þar er kynferðisofbeldi skæðast. Nú eru uppgjörstímar og ekki að furða þótt hrikti í stoðum samfélagsins. Markmið okkar hlýtur að vera að breyta menningunni þannig að í stað skammarmiðaðra samskipta sem einkennast af yfirráðum komi samskipti byggð á tengslum þar sem virðing og samlíðun er í fyrirrúmi hvort sem við ræðum samskipti manns og náttúru eða kynferðisleg samskipti fólks. Í stað þess að líta svo á að lengi taki sjórinn við og að þolendur ofbeldis skuli bera skömmina þegjandi viðurkennum við núna í auknum mæli tengsl og samhengi allra hluta og skiljum að yfirgangur er allra tap. Þess vegna efast ég stórlega um að skammar-herferð DV á hendur nafngreindum einstaklingum sem nú fer með himinskautum sé til þess fallin að þoka þróuninni áfram. Þeir víkja sér vissulega ekki undan því að setja orð á skömmina og gera það listavel, en þeir hafa engar lausnir að bjóða. Samfélag sem kann bara að lýsa skömm en kann ekki skil á iðrun, yfirbót og fyrirgefningu verður ekki sjálfbært. Eins og vistkerfið getur ekki þrifist nema við endurnýtum efni, þannig mun samfélag manna ekki dafna ef við kunnum ekki að endurreisa fólk.Höfundur er prestur með MA kynlífssiðfræði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bjarni Karlsson Trúmál Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Innst inni þykir okkur kvenlegt að vera svolítið varnarlaus en karlmannlegt þegar af manni stafar nokkur ögrun. Það þykir t.d. klúrt af konu að sitja gleið og spenna hendur fyrir aftan hnakka. Slík líkamsstaða lýsir valdi sem ekki þykir kvenlegt. Þegar ég vígðist sem prestur árið 1990 var það alsiða að íslenskar konur gengu í búrkum upp að altarinu á brúðkaupsdaginn sinn. Hver brúðurin af annarri kom gangandi inn kirkjugólfið leidd af eldri karli með slör fyrir andlitinu. „Er það einlægur ásetningur þinn að ganga að eiga NN þann er við hlið þér stendur?“ spurði barnungi presturinn og rödd án andlits svaraði „já“. Brúðhjónin gáfu hvort öðru hönd sína og presturinn lýsti þau hjón og þá, en ekki fyrr, átti brúðguminn að lyfta gardínunni og kyssa brúði sína. Hvers vegna var þetta svona? Vegna þess að kvenlíkaminn hefur hlotið þau örlög í menningu okkar að vera táknmynd efnisheimsins. Við höfum talað um Guð föður og móður Jörð, tileinkað körlum hið andlega og upphafna en konum hið jarðbundna og efnislega. Stjórnun hefur verið „uppi“ en það sem stjórna skal hefur verið „á gólfinu“. Og þessi heimsmynd hefur náð inn í svefnherbergin okkar þegar við karlmenn upplifum okkur karlmannlega í ríkjandi stöðu en konur upplifa sig kvenlegar í víkjandi hlutverki. Þetta er af ýmsum fræðimönnum talin ein ástæða þess að stærsti heilsufarslegi áhættuþáttur kvenna í öllum þekktum samfélögum veraldar er ekki sjúkdómar eða slys heldur ofbeldi í nánum tengslum. Núna þegar yfirráðahyggja mannkyns hefur orðið til þess að jöklar bráðna en haf súrnar og hækkar með vaxandi veðuröfgum sjáum við að mynd okkar af heiminum og hugmynd okkar um manninn hefur verið mjög röng. Aukin yfirráð munu ekki leysa vanda dagsins. Það sem við þurfum er öllu heldur haldgóð þekking á tengslum og samhengi. Og vegna þess að menningin hefur forritað hugsun okkar í tvö þúsund ár þannig að við speglum jörðina í konunni og konuna í jörðinni þá lýkst á sama tíma upp fyrir okkur hvað það er fáránlegt að nauðga. Menning okkar sem í árþúsund og ekki síst í kjölfar iðnbyltingarinnar hefur nauðgað náttúrunni og konunni – og líka börnum og karlmönnum sem ekki hafa völd – horfist allt í einu í augu við sjálfa sig með nýjum hætti. Kjarni #metoo-byltingarinnar er vitneskjan um það að kynbundið ofbeldi er menningarheilkenni. Ofbeldi felur alltaf í sér að skömm er flutt úr einum líkama yfir í annan og þar er kynferðisofbeldi skæðast. Nú eru uppgjörstímar og ekki að furða þótt hrikti í stoðum samfélagsins. Markmið okkar hlýtur að vera að breyta menningunni þannig að í stað skammarmiðaðra samskipta sem einkennast af yfirráðum komi samskipti byggð á tengslum þar sem virðing og samlíðun er í fyrirrúmi hvort sem við ræðum samskipti manns og náttúru eða kynferðisleg samskipti fólks. Í stað þess að líta svo á að lengi taki sjórinn við og að þolendur ofbeldis skuli bera skömmina þegjandi viðurkennum við núna í auknum mæli tengsl og samhengi allra hluta og skiljum að yfirgangur er allra tap. Þess vegna efast ég stórlega um að skammar-herferð DV á hendur nafngreindum einstaklingum sem nú fer með himinskautum sé til þess fallin að þoka þróuninni áfram. Þeir víkja sér vissulega ekki undan því að setja orð á skömmina og gera það listavel, en þeir hafa engar lausnir að bjóða. Samfélag sem kann bara að lýsa skömm en kann ekki skil á iðrun, yfirbót og fyrirgefningu verður ekki sjálfbært. Eins og vistkerfið getur ekki þrifist nema við endurnýtum efni, þannig mun samfélag manna ekki dafna ef við kunnum ekki að endurreisa fólk.Höfundur er prestur með MA kynlífssiðfræði
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar