Segir Svíþjóðardemókrata í oddastöðu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 9. september 2018 13:05 Það kemur í ljós í kvöld hvernig flokkarnir skipta með sér þingsætum í Svíþjóð. Vísir/Elín Margrét Svíþjóðardemókratar eru í oddastöðu, þrátt fyrir að vera ekki líklegir til að sitja í ríkisstjórn, að sögn stjórnmálafræðings við háskólann í Malmö. Nýtt pólitískt landslag blasir við í Svíþjóð í framhaldi af þingkosningunum í dag en búist er við góðri kjörsókn og spennandi kosningum. Gunnhildur Lily Magnúsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við háskólann í Malmö, segir framgang Svíþjóðardemókrata hafa verið einkennandi fyrir kosningabaráttuna að þessu sinni. Aðrir flokkar hafi jafnvel reynt að taka upp svipaða orðræðu og Svíþjóðardemókratar í málefnum flóttamanna til að reyna að veiða fylgi til baka. „Það hefur ekki gengið eftir því að bæði jafnaðarmenn, með forsætisráðherrann Stefan Löfven í fararbroddi, og hófsamir hægrimenn, sem að eru venjulega næst stærsti flokkurinn hérna í Svíþjóð, eru í sögulegu lágmarki fylgislega séð og það lítur út fyrir að þeir fái mun minna upp úr kjörkössunum heldur en í kosningunum 2014,“ segir Gunnhildur.Gunnhildur Lily Magnúsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við Háskólann í Malmö.Ljósmynd/aðsendAllt stefnir því í spennandi kosningar en samkvæmt skoðanakönnunum er mjög mjótt á munum og munar aðeins um einu til 1-2% á fylgi blokkanna tveggja, annars vegar ríkisstjórnarinnar og stuðningsflokka og borgaralegu flokkanna fjögurra í stjórnarandstöðu hins vegar. Erfitt gæti verið að mynda ríkisstjórn.Fyrstu tölur berast snemma „Það sem er athyglisvert er að Svíþjóðardemókratarnir eru orðnir það stórir að þeir eru orðnir næst stærsti flokkurinn hérna í Svíþjóð samkvæmt könnunum og þeir eru þá í fyrsta lagi í oddastöðu því að þeir tilheyra hvorugri blokkinni og við getum sagt að þeir eru orðnir það stórir að þeir eru eigin blokk í raun og veru þannig að pólitíska landslagið í Svíþjóð breytist talsvert með þessum kosningum í ár,“ útskýrir Gunnhildur. Ekki sé þó líklegt að Svíþjóðardemókratarnir setjist í ríkisstjórn en þeir geta verið áhrifamiklir á þinginu. Hinir flokkarnir munu ekki komast hjá því að vinna með þeim þar sem hefð er fyrir minnihlutastjórnum í Svíþjóð en samþykkt fjárlaga í nóvember verður fyrsta stóra verkefni nýrrar ríkisstjórnar. Þá hafa Svíþjóðardemókratar einnig látið til sín taka á sveitarstjórnastiginu þar sem þeir hafa aukið umsvif sín en einnig er kosið til sveitarstjórna í dag. Kjörstaðir loka klukkan átta í kvöld eða klukkan sex að íslenskum tíma. Búast má við að fyrstu tölur berist um svipað leiti eða jafnvel fyrr. „Almennt er kjörsókn mjög góð hérna í Svíþjóð og hún verður það alveg örugglega í ár. Það er mikil pólitísk gerjun og það er mikill aktívismi og við getum sagt að stór hluti kjósenda heldur niðri í sér andanum og bíður eftir úrslitunum,“ segir Gunnhildur. Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Svíar ganga til kosninga Úrslitin gætu orðið óvænt því um 20% Svía eiga eftir að gera upp hug sinn. 9. september 2018 10:47 Óvissan allsráðandi fyrir kosningarnar Landslagið í sænskum stjórnmálum er gjörbreytt eftir stökk Svíþjóðardemókrata. Þrír flokkar leiða kapphlaupið um að verða stærsti flokkur landsins. 8. september 2018 08:00 Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Fleiri fréttir Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Sjá meira
Svíþjóðardemókratar eru í oddastöðu, þrátt fyrir að vera ekki líklegir til að sitja í ríkisstjórn, að sögn stjórnmálafræðings við háskólann í Malmö. Nýtt pólitískt landslag blasir við í Svíþjóð í framhaldi af þingkosningunum í dag en búist er við góðri kjörsókn og spennandi kosningum. Gunnhildur Lily Magnúsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við háskólann í Malmö, segir framgang Svíþjóðardemókrata hafa verið einkennandi fyrir kosningabaráttuna að þessu sinni. Aðrir flokkar hafi jafnvel reynt að taka upp svipaða orðræðu og Svíþjóðardemókratar í málefnum flóttamanna til að reyna að veiða fylgi til baka. „Það hefur ekki gengið eftir því að bæði jafnaðarmenn, með forsætisráðherrann Stefan Löfven í fararbroddi, og hófsamir hægrimenn, sem að eru venjulega næst stærsti flokkurinn hérna í Svíþjóð, eru í sögulegu lágmarki fylgislega séð og það lítur út fyrir að þeir fái mun minna upp úr kjörkössunum heldur en í kosningunum 2014,“ segir Gunnhildur.Gunnhildur Lily Magnúsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við Háskólann í Malmö.Ljósmynd/aðsendAllt stefnir því í spennandi kosningar en samkvæmt skoðanakönnunum er mjög mjótt á munum og munar aðeins um einu til 1-2% á fylgi blokkanna tveggja, annars vegar ríkisstjórnarinnar og stuðningsflokka og borgaralegu flokkanna fjögurra í stjórnarandstöðu hins vegar. Erfitt gæti verið að mynda ríkisstjórn.Fyrstu tölur berast snemma „Það sem er athyglisvert er að Svíþjóðardemókratarnir eru orðnir það stórir að þeir eru orðnir næst stærsti flokkurinn hérna í Svíþjóð samkvæmt könnunum og þeir eru þá í fyrsta lagi í oddastöðu því að þeir tilheyra hvorugri blokkinni og við getum sagt að þeir eru orðnir það stórir að þeir eru eigin blokk í raun og veru þannig að pólitíska landslagið í Svíþjóð breytist talsvert með þessum kosningum í ár,“ útskýrir Gunnhildur. Ekki sé þó líklegt að Svíþjóðardemókratarnir setjist í ríkisstjórn en þeir geta verið áhrifamiklir á þinginu. Hinir flokkarnir munu ekki komast hjá því að vinna með þeim þar sem hefð er fyrir minnihlutastjórnum í Svíþjóð en samþykkt fjárlaga í nóvember verður fyrsta stóra verkefni nýrrar ríkisstjórnar. Þá hafa Svíþjóðardemókratar einnig látið til sín taka á sveitarstjórnastiginu þar sem þeir hafa aukið umsvif sín en einnig er kosið til sveitarstjórna í dag. Kjörstaðir loka klukkan átta í kvöld eða klukkan sex að íslenskum tíma. Búast má við að fyrstu tölur berist um svipað leiti eða jafnvel fyrr. „Almennt er kjörsókn mjög góð hérna í Svíþjóð og hún verður það alveg örugglega í ár. Það er mikil pólitísk gerjun og það er mikill aktívismi og við getum sagt að stór hluti kjósenda heldur niðri í sér andanum og bíður eftir úrslitunum,“ segir Gunnhildur.
Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Svíar ganga til kosninga Úrslitin gætu orðið óvænt því um 20% Svía eiga eftir að gera upp hug sinn. 9. september 2018 10:47 Óvissan allsráðandi fyrir kosningarnar Landslagið í sænskum stjórnmálum er gjörbreytt eftir stökk Svíþjóðardemókrata. Þrír flokkar leiða kapphlaupið um að verða stærsti flokkur landsins. 8. september 2018 08:00 Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Fleiri fréttir Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Sjá meira
Svíar ganga til kosninga Úrslitin gætu orðið óvænt því um 20% Svía eiga eftir að gera upp hug sinn. 9. september 2018 10:47
Óvissan allsráðandi fyrir kosningarnar Landslagið í sænskum stjórnmálum er gjörbreytt eftir stökk Svíþjóðardemókrata. Þrír flokkar leiða kapphlaupið um að verða stærsti flokkur landsins. 8. september 2018 08:00