Justin Rose leiðir fyrir lokadaginn BMW mótinu Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar 9. september 2018 09:30 Justin Rose er á toppnum fyrir lokahringinn Vísir/Getty Englendingurinn Justin Rose leiðir BMW meistaramótið í golfi en mótið er það þriðja af fjórum í FedEx úrslitakeppninni sem er hluti af PGA mótaröðinni. Rose hefur eins höggs forystu á þá Rory McIlroy og Xander Schauffele. Rose hefur verið að spila ljómandi fínt og stöðugt golf allt mótið. Hann lék á sex höggum undir pari í gær og er samtals á 17 höggum undir pari. McIlroy byrjaði mótið af miklum krafti og var á átta höggum undir pari á fyrsta hring en á öðrum hring hægðist töluvert á honum. Hann náði sér aftur á strik í gær og lék á sjö höggum undir pari og er samtals á 16 höggum undir pari. Englendingurinn Tommy Fleetwood hefur hins vegar verið að leika besta golfið síðustu daga. Hann byrjaði ekkert alltof vel, lék fyrsta hringinn á einu höggi yfir pari, en síðustu tvo hringi og hefur hann leikið á átta höggum undir pari og er því samtals á 15 höggum undir pari. Tiger Woods er ásamt fleirum í 11. sæti á 12 höggum undir pari en hann lék á fjórum höggum undir pari. Líkt og áður segir, er þetta þriðja mótið af fjórum í FedEx úrslitakeppninni. Þrjátíu efstu kylfingarnir á þessu móti fá þátttökurétt á síðasta mótinu, því er um mikið að keppa fyrir lokahringinn. Golf Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Englendingurinn Justin Rose leiðir BMW meistaramótið í golfi en mótið er það þriðja af fjórum í FedEx úrslitakeppninni sem er hluti af PGA mótaröðinni. Rose hefur eins höggs forystu á þá Rory McIlroy og Xander Schauffele. Rose hefur verið að spila ljómandi fínt og stöðugt golf allt mótið. Hann lék á sex höggum undir pari í gær og er samtals á 17 höggum undir pari. McIlroy byrjaði mótið af miklum krafti og var á átta höggum undir pari á fyrsta hring en á öðrum hring hægðist töluvert á honum. Hann náði sér aftur á strik í gær og lék á sjö höggum undir pari og er samtals á 16 höggum undir pari. Englendingurinn Tommy Fleetwood hefur hins vegar verið að leika besta golfið síðustu daga. Hann byrjaði ekkert alltof vel, lék fyrsta hringinn á einu höggi yfir pari, en síðustu tvo hringi og hefur hann leikið á átta höggum undir pari og er því samtals á 15 höggum undir pari. Tiger Woods er ásamt fleirum í 11. sæti á 12 höggum undir pari en hann lék á fjórum höggum undir pari. Líkt og áður segir, er þetta þriðja mótið af fjórum í FedEx úrslitakeppninni. Þrjátíu efstu kylfingarnir á þessu móti fá þátttökurétt á síðasta mótinu, því er um mikið að keppa fyrir lokahringinn.
Golf Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira