Tyron Woodley þaggaði niður í gagnrýnisröddum með því að klára Till Pétur Marinó Jónsson skrifar 9. september 2018 05:39 Woodley kýlir niður Till. Vísir/Getty UFC 228 fór fram í Dallas í Texas í nótt. Bardagakvöldið var einfaldlega magnað en í aðalbardaga kvöldsins sáum við Tyron Woodley upp á sitt allra besta. Veltivigtarmeistarinn Tyron Woodley mætti Darren Till í spennandi viðureign. Fyrir bardagann hafði Tyron Woodley verið gagnrýndur fyrir sína síðustu bardaga þar sem hann þótti alltof varkár og hreinlega leiðinlegur. Það var annað upp á teningnum í nótt. Darren Till stjórnaði pressunni framan af en var þolinmóður og ógnaði lítið. Woodley reyndi tvær fellur en Till varðist vel og þrátt fyrir að Till hafi stjórnað pressunni sótti Woodley meira í 1. lotu. Snemma í 2. lotu náði Woodley að kýla niður Till með þungri hægri. Woodley fylgdi því eftir með olnbogum í gólfinu en Till varðist vel og tókst að þrauka. Woodley reyndi að klára Till í gólfinu með höggum en Till varðist áfram vel. Þegar skammt var eftir af lotunni fór Woodley í „D’Arce“ hengingu og tappaði Till út eftir 4:19 í 2. lotu. Tyron Woodley varði því beltið í fjórða sinn og fékk hann að launum svarta beltið í brasilísku jiu-jitsu eftir sigurinn frá þjálfurum sínum. Till var talinn sigurstranglegri af veðbönkum en Woodley svaraði vel fyrir slakar frammistöður að undanförnu með því að klára Darren Till. Bardagakvöldið var eins og áður segir frábært en í næstsíðasta bardaga kvöldsins sáum við Jessicu Andrade rota Karolinu Kowalkiewicz strax í 1. lotu. Þá fengum við einnig að sjá mörg glæsileg uppgjafartök og var þetta sennilega besta bardagakvöld ársins það sem af er ári. Öll önnur úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér. MMA Tengdar fréttir Fimmta lotan: Till missti sjónina í niðurskurðinum Félagarnir Steindi Jr. og Pétur Marinó Jónsson eru gestir Fimmtu lotunnar á Vísi þar sem rætt er um allt milli himins og jarðar í UFC. 8. júní 2018 11:00 Till náði vigt en nær hann titlinum? UFC 228 fer fram í nótt í Dallas þar sem Darren Till freistar þess að ná beltinu af veltivigtarmeistaranum Tyron Woodley í aðalbardaga kvöldsins. 8. september 2018 19:45 Fimmta lotan: Conor er aðeins of hvatvís Það er tvennt á dagskránni í Fimmtu lotunni í dag. Málefni Gunnars Nelson og Conor McGregor. 7. september 2018 12:00 Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Fleiri fréttir Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Norris á ráspól í Belgíu á morgun Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning Verstappen vann sprettinn í Belgíu C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Getur varla gengið lengur Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sjá meira
UFC 228 fór fram í Dallas í Texas í nótt. Bardagakvöldið var einfaldlega magnað en í aðalbardaga kvöldsins sáum við Tyron Woodley upp á sitt allra besta. Veltivigtarmeistarinn Tyron Woodley mætti Darren Till í spennandi viðureign. Fyrir bardagann hafði Tyron Woodley verið gagnrýndur fyrir sína síðustu bardaga þar sem hann þótti alltof varkár og hreinlega leiðinlegur. Það var annað upp á teningnum í nótt. Darren Till stjórnaði pressunni framan af en var þolinmóður og ógnaði lítið. Woodley reyndi tvær fellur en Till varðist vel og þrátt fyrir að Till hafi stjórnað pressunni sótti Woodley meira í 1. lotu. Snemma í 2. lotu náði Woodley að kýla niður Till með þungri hægri. Woodley fylgdi því eftir með olnbogum í gólfinu en Till varðist vel og tókst að þrauka. Woodley reyndi að klára Till í gólfinu með höggum en Till varðist áfram vel. Þegar skammt var eftir af lotunni fór Woodley í „D’Arce“ hengingu og tappaði Till út eftir 4:19 í 2. lotu. Tyron Woodley varði því beltið í fjórða sinn og fékk hann að launum svarta beltið í brasilísku jiu-jitsu eftir sigurinn frá þjálfurum sínum. Till var talinn sigurstranglegri af veðbönkum en Woodley svaraði vel fyrir slakar frammistöður að undanförnu með því að klára Darren Till. Bardagakvöldið var eins og áður segir frábært en í næstsíðasta bardaga kvöldsins sáum við Jessicu Andrade rota Karolinu Kowalkiewicz strax í 1. lotu. Þá fengum við einnig að sjá mörg glæsileg uppgjafartök og var þetta sennilega besta bardagakvöld ársins það sem af er ári. Öll önnur úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér.
MMA Tengdar fréttir Fimmta lotan: Till missti sjónina í niðurskurðinum Félagarnir Steindi Jr. og Pétur Marinó Jónsson eru gestir Fimmtu lotunnar á Vísi þar sem rætt er um allt milli himins og jarðar í UFC. 8. júní 2018 11:00 Till náði vigt en nær hann titlinum? UFC 228 fer fram í nótt í Dallas þar sem Darren Till freistar þess að ná beltinu af veltivigtarmeistaranum Tyron Woodley í aðalbardaga kvöldsins. 8. september 2018 19:45 Fimmta lotan: Conor er aðeins of hvatvís Það er tvennt á dagskránni í Fimmtu lotunni í dag. Málefni Gunnars Nelson og Conor McGregor. 7. september 2018 12:00 Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Fleiri fréttir Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Norris á ráspól í Belgíu á morgun Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning Verstappen vann sprettinn í Belgíu C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Getur varla gengið lengur Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sjá meira
Fimmta lotan: Till missti sjónina í niðurskurðinum Félagarnir Steindi Jr. og Pétur Marinó Jónsson eru gestir Fimmtu lotunnar á Vísi þar sem rætt er um allt milli himins og jarðar í UFC. 8. júní 2018 11:00
Till náði vigt en nær hann titlinum? UFC 228 fer fram í nótt í Dallas þar sem Darren Till freistar þess að ná beltinu af veltivigtarmeistaranum Tyron Woodley í aðalbardaga kvöldsins. 8. september 2018 19:45
Fimmta lotan: Conor er aðeins of hvatvís Það er tvennt á dagskránni í Fimmtu lotunni í dag. Málefni Gunnars Nelson og Conor McGregor. 7. september 2018 12:00