Fjarlægðu atriði úr Predator vegna leikara sem hafði gengist við broti gegn barni Birgir Olgeirsson skrifar 8. september 2018 20:24 Olivia Munn í Predator. 20th Century Fox Leikkonan Olivia Munn er óhress með viðbrögð kvikmyndaversins Twentieth Century Fox eftir að hafa lýst yfir óánægju sinni með að þurfa að leika á móti manni, sem gerst hefur sekur um kynferðisbrot gegn barni, í myndinni Predator sem er væntanleg í kvikmyndahús. Kvikmyndaverið hefur viðurkennt að hafa klippt senuna út þar sem Oliva Munn lék á móti manninum. Leikkonan gagnrýnir í dag hvað það tók kvikmyndaverið langan tíma að bregðast við kvörtunum hennar. Leikstjóri Predator, Shane Black, ákvað að ráða vin sinn Steven Wilder Striegel í lítið hlutverk í myndina. Striegel lék skokkara sem reynir við persónu Munn í myndinni. Þegar Munn komst að því í sumar að Striegel hefði gengist við broti og setið inni lét hún kvikmyndaverið vita sem ákvað á endanum að klippa alla senuna úr myndinni. Munn segir í dag að hún vildi óska að kvikmyndaverið hefði brugðist betur við kvörtun hennar og segist hafa mætt þögn stjórnenda þegar hún kom henni á framfæri. „Það var algjör þögn í tvo daga eftir að ég hafði hringt í þá,“ segir Munn í viðtali við Variety. „Ég þurfti að hringja aftur og segja þeim að mér liði ekki vel með að eiga að kynna MTV verðlaunin með Keegan Michael Key (sem einnig leikur í myndinni) nema að búið væri að klippa gaurinn úr myndinni.“Shane Black hefur beðist afsökunar á því að hafa ráðið vin sinn og segir tilraunir sínar til að hafa reyna að rétta honum hjálparhönd hafa borið vitni um slæma dómgreind. „Ég trúi á að fólk eigi að fá annað tækifæri – en svo kemst maður að því að sumir eiga það kannski ekki jafn mikið skilið og maður hafði vonað.“Predator verður frumsýnd hér á landi 14. september. Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Leikkonan Olivia Munn er óhress með viðbrögð kvikmyndaversins Twentieth Century Fox eftir að hafa lýst yfir óánægju sinni með að þurfa að leika á móti manni, sem gerst hefur sekur um kynferðisbrot gegn barni, í myndinni Predator sem er væntanleg í kvikmyndahús. Kvikmyndaverið hefur viðurkennt að hafa klippt senuna út þar sem Oliva Munn lék á móti manninum. Leikkonan gagnrýnir í dag hvað það tók kvikmyndaverið langan tíma að bregðast við kvörtunum hennar. Leikstjóri Predator, Shane Black, ákvað að ráða vin sinn Steven Wilder Striegel í lítið hlutverk í myndina. Striegel lék skokkara sem reynir við persónu Munn í myndinni. Þegar Munn komst að því í sumar að Striegel hefði gengist við broti og setið inni lét hún kvikmyndaverið vita sem ákvað á endanum að klippa alla senuna úr myndinni. Munn segir í dag að hún vildi óska að kvikmyndaverið hefði brugðist betur við kvörtun hennar og segist hafa mætt þögn stjórnenda þegar hún kom henni á framfæri. „Það var algjör þögn í tvo daga eftir að ég hafði hringt í þá,“ segir Munn í viðtali við Variety. „Ég þurfti að hringja aftur og segja þeim að mér liði ekki vel með að eiga að kynna MTV verðlaunin með Keegan Michael Key (sem einnig leikur í myndinni) nema að búið væri að klippa gaurinn úr myndinni.“Shane Black hefur beðist afsökunar á því að hafa ráðið vin sinn og segir tilraunir sínar til að hafa reyna að rétta honum hjálparhönd hafa borið vitni um slæma dómgreind. „Ég trúi á að fólk eigi að fá annað tækifæri – en svo kemst maður að því að sumir eiga það kannski ekki jafn mikið skilið og maður hafði vonað.“Predator verður frumsýnd hér á landi 14. september.
Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira