Till náði vigt en nær hann titlinum? Pétur Marinó Jónsson skrifar 8. september 2018 19:45 Woodley og Till í vigtuninni í gær. Vísir/Getty UFC 228 fer fram í nótt í Dallas þar sem Darren Till freistar þess að ná beltinu af veltivigtarmeistaranum Tyron Woodley í aðalbardaga kvöldsins. Darren Till er gríðarlega stór í veltivigtinni en hann hefur grobbað sig af því að vera 90 kg þegar hann berst í 77 kg veltivigtinni. Niðurskurðurinn er erfiður fyrir hann og hefur honum tvisvar mistekist að ná tilsettri þyngd í vigtuninni fyrir bardaga sína í UFC. Síðast þegar Till barðist var hann 174,5 pund (79,3 kg) og voru því miklar efasemdir á kreiki um hvort Darren Till gæti náð 170 punda (77,3 kg) veltivigtarmörkunum fyrir titilbardagann. Það var þó ekkert vesen á honum í gær fyrir bardagann gegn Tyron Woodley í kvöld. Till þurfti að vera akkúrat 170 pund eða minna fyrir titilbardagann en hann vigtaði sig inn 169 pund (76,8 kg). Till náði vigt í gær og sendi öllum fingurinn en getur hann náð beltinu í nótt? Það hefur margt breyst hjá Darren Till á undanförnum 12 mánuðum. Í september 2017 var hann í einum af upphitunarbardögum kvöldsins þegar hann sigraði Bojan Veličković á litlu bardagakvöldi í Rotterdam. 6 vikum síðar fékk hann óvænt bardaga gegn Donald Cerrone í aðalbardaga kvöldsins á UFC bardagakvöldinu í Póllandi. Þá var hann ekki einu sinni á topp 15 styrkleikalista UFC og enn óskrifað blað í veltivigtinni. Sigurinn á Donald Cerrone breytti lífi hans og eftir sigur á heimavelli gegn Stephen Thompson í maí er Liverpool strákurinn kominn með titilbardaga. Þrátt fyrir að vera ekki búinn að gera neitt svakalega mikið í veltivigtinni er Till örlítið sigurstranglegri hjá veðbönkum. Tyron Woodley er þó vanur því að vera minni spámaður hjá veðbönkum en andstæðingar hans hafa alltaf verið líklegri til sigurs í titilbardögum hans fyrir utan Demian Maia. Þessi óvinsæli meistari hefur líka átt nokkra leiðinlega bardaga í röð. Það mun ekki gera honum neinn greiða ef hann vinnur ósannfærandi aftur í nótt. Það þarf þó oft tvo til svo bardagi verði leiðinlegur og vonandi mun Darren Till neyða Woodley til að taka fleiri sénsa. Titilbardaginn í veltivigt verður aðalbardaginn á UFC 228 í nótt. Bardagakvöldið verður sýnt á Stöð 2 Sport í nótt en bein útsending hefst kl. 2. MMA Tengdar fréttir Fimmta lotan: Till missti sjónina í niðurskurðinum Félagarnir Steindi Jr. og Pétur Marinó Jónsson eru gestir Fimmtu lotunnar á Vísi þar sem rætt er um allt milli himins og jarðar í UFC. 8. júní 2018 11:00 Taktískur sigur Darren Till í Liverpool UFC var með bardagakvöld í Liverpool fyrr í kvöld. Í aðalbardaga kvöldsins sigraði heimamaðurinn Darren Till hinn bandaríska Stephen Thompson eftir umdeilda dómaraákvörðun. 27. maí 2018 21:22 Till rýkur upp styrkleikalista UFC Englendingurinn Darren Till er hástökkvari vikunnar á styrkleikalistum UFC. 31. maí 2018 23:00 Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Fleiri fréttir Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjá meira
UFC 228 fer fram í nótt í Dallas þar sem Darren Till freistar þess að ná beltinu af veltivigtarmeistaranum Tyron Woodley í aðalbardaga kvöldsins. Darren Till er gríðarlega stór í veltivigtinni en hann hefur grobbað sig af því að vera 90 kg þegar hann berst í 77 kg veltivigtinni. Niðurskurðurinn er erfiður fyrir hann og hefur honum tvisvar mistekist að ná tilsettri þyngd í vigtuninni fyrir bardaga sína í UFC. Síðast þegar Till barðist var hann 174,5 pund (79,3 kg) og voru því miklar efasemdir á kreiki um hvort Darren Till gæti náð 170 punda (77,3 kg) veltivigtarmörkunum fyrir titilbardagann. Það var þó ekkert vesen á honum í gær fyrir bardagann gegn Tyron Woodley í kvöld. Till þurfti að vera akkúrat 170 pund eða minna fyrir titilbardagann en hann vigtaði sig inn 169 pund (76,8 kg). Till náði vigt í gær og sendi öllum fingurinn en getur hann náð beltinu í nótt? Það hefur margt breyst hjá Darren Till á undanförnum 12 mánuðum. Í september 2017 var hann í einum af upphitunarbardögum kvöldsins þegar hann sigraði Bojan Veličković á litlu bardagakvöldi í Rotterdam. 6 vikum síðar fékk hann óvænt bardaga gegn Donald Cerrone í aðalbardaga kvöldsins á UFC bardagakvöldinu í Póllandi. Þá var hann ekki einu sinni á topp 15 styrkleikalista UFC og enn óskrifað blað í veltivigtinni. Sigurinn á Donald Cerrone breytti lífi hans og eftir sigur á heimavelli gegn Stephen Thompson í maí er Liverpool strákurinn kominn með titilbardaga. Þrátt fyrir að vera ekki búinn að gera neitt svakalega mikið í veltivigtinni er Till örlítið sigurstranglegri hjá veðbönkum. Tyron Woodley er þó vanur því að vera minni spámaður hjá veðbönkum en andstæðingar hans hafa alltaf verið líklegri til sigurs í titilbardögum hans fyrir utan Demian Maia. Þessi óvinsæli meistari hefur líka átt nokkra leiðinlega bardaga í röð. Það mun ekki gera honum neinn greiða ef hann vinnur ósannfærandi aftur í nótt. Það þarf þó oft tvo til svo bardagi verði leiðinlegur og vonandi mun Darren Till neyða Woodley til að taka fleiri sénsa. Titilbardaginn í veltivigt verður aðalbardaginn á UFC 228 í nótt. Bardagakvöldið verður sýnt á Stöð 2 Sport í nótt en bein útsending hefst kl. 2.
MMA Tengdar fréttir Fimmta lotan: Till missti sjónina í niðurskurðinum Félagarnir Steindi Jr. og Pétur Marinó Jónsson eru gestir Fimmtu lotunnar á Vísi þar sem rætt er um allt milli himins og jarðar í UFC. 8. júní 2018 11:00 Taktískur sigur Darren Till í Liverpool UFC var með bardagakvöld í Liverpool fyrr í kvöld. Í aðalbardaga kvöldsins sigraði heimamaðurinn Darren Till hinn bandaríska Stephen Thompson eftir umdeilda dómaraákvörðun. 27. maí 2018 21:22 Till rýkur upp styrkleikalista UFC Englendingurinn Darren Till er hástökkvari vikunnar á styrkleikalistum UFC. 31. maí 2018 23:00 Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Fleiri fréttir Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjá meira
Fimmta lotan: Till missti sjónina í niðurskurðinum Félagarnir Steindi Jr. og Pétur Marinó Jónsson eru gestir Fimmtu lotunnar á Vísi þar sem rætt er um allt milli himins og jarðar í UFC. 8. júní 2018 11:00
Taktískur sigur Darren Till í Liverpool UFC var með bardagakvöld í Liverpool fyrr í kvöld. Í aðalbardaga kvöldsins sigraði heimamaðurinn Darren Till hinn bandaríska Stephen Thompson eftir umdeilda dómaraákvörðun. 27. maí 2018 21:22
Till rýkur upp styrkleikalista UFC Englendingurinn Darren Till er hástökkvari vikunnar á styrkleikalistum UFC. 31. maí 2018 23:00