Nash, Kidd, Hill og Allen orðnir meðlimir frægðarhallarinnar Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar 8. september 2018 11:30 Ray Allen var meðal þeirra sem teknir voru inn í frægðarhöll NBA deildarinnar í gærkvöldi Vísir/Getty Körfuboltaleikmennirnir Grant Hill, Jason Kidd, Steve Nash og Ray Allen voru meðal þeirra sem formlega voru teknir inn í bandarísku frægðarhöllina í körfubolta. Árleg inntökuathöfn Frægðarhallarinnar fór fram í gærkvöldi með pompi og prakt og voru flestar af goðsögnum NBA körfuboltans mættir á athöfnina. 2018-árgangur Heiðurshallarinnar var í heildina skipaður þeim Ray Allen, Grant Hill, Jason Kidd, Steve Nash, Maurice Cheeks, Charles "Lefty" Driesell, Dino Radja, Charlie Scott, Katie Smith, Tina Thompson, Rod Thorn, Ora Mae Washington og Rick Welts. Detroit Pistons valdi Grant Hill með þriðja valrétt árið 1994 eftir frábær ár með Duke háskólanum þar sem hann varð tvisvar sinnum háskólameistari.Hann lét strax til sín taka í deild þeirra bestu og var hann valinn nýliði ársins ásamt Jason Kidd. Hill er af mörgum talinn einn af betri alhliða leikmönnum í sögu NBA deildarinnar. Hill var sjö sinnum valinn í stjörnulið NBA deildarinnar. Jason Kidd var valinn annar í sama nýliðavali og Hill eftir að hafa leikið með Kaliforníu Gullbjörnunum í háskólaboltanum. Hann var valinn Dallas Mavericks. Kidd var valinn tíu sinnum í stjörnulið NBA deildarinnar en eftir að ferlinum lauk hefur hann verið að þjálfa í deildinni, nú síðast hjá Milwaukee Bucks. Kidd varð einu sinni NBA meistari, árið 2011 en þá lék hann með Dallas. Kanadamaðurinn Steve Nash lék með Santa Clara háskólanum í Kaliforníu og var valinn í 15. valrétt af Phoenix Suns árið 1996. Nash lék lengst af með Suns og átti hann þar sín bestu ár. Var hann t.a.m. valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar tvö ár í röð, árin 2005 og 2006. Nash og Kidd eru af mörgum taldir vera með betri leikstjórnendum í sögu körfuboltans. Nash var valinn átta sinnum í stjörnulið NBA deildarinnar. Ray Allen lék með Connecticut háskólanum áður en hann var valinn með fimmta valrétti af Milwaukee Bucks í sama nýliðavali og Nash. Stjarna Allen reis hvað hæst þegar hann fór til Boston Celtic árið 2007 en saman mynduðu hann, Kevin Garnett og Paul Pierce gríðarlega sterkt lið sem varð svo meistari árið 2008. Árið 2012 gekk hann svo til liðs við Miami Heat og varð hann meistari þar ári síðar eftir frábært einvígi gegn San Antonio Spurs. Allen er talinn vera einhver besti skotmaður í sögu NBA deildarinnar en hann á metið yfir flestu þriggja stiga körfur í sögu deildarinnar. Ein slík kom í sjötta leik í áðurnefndu einvígi Miami og San Antonio þar sem hann jafnaði leikinn á lokasekúndunum. Karfa Allen er ein sú allra mikilvægasta í NBA körfuboltanum. NBA Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Sjá meira
Körfuboltaleikmennirnir Grant Hill, Jason Kidd, Steve Nash og Ray Allen voru meðal þeirra sem formlega voru teknir inn í bandarísku frægðarhöllina í körfubolta. Árleg inntökuathöfn Frægðarhallarinnar fór fram í gærkvöldi með pompi og prakt og voru flestar af goðsögnum NBA körfuboltans mættir á athöfnina. 2018-árgangur Heiðurshallarinnar var í heildina skipaður þeim Ray Allen, Grant Hill, Jason Kidd, Steve Nash, Maurice Cheeks, Charles "Lefty" Driesell, Dino Radja, Charlie Scott, Katie Smith, Tina Thompson, Rod Thorn, Ora Mae Washington og Rick Welts. Detroit Pistons valdi Grant Hill með þriðja valrétt árið 1994 eftir frábær ár með Duke háskólanum þar sem hann varð tvisvar sinnum háskólameistari.Hann lét strax til sín taka í deild þeirra bestu og var hann valinn nýliði ársins ásamt Jason Kidd. Hill er af mörgum talinn einn af betri alhliða leikmönnum í sögu NBA deildarinnar. Hill var sjö sinnum valinn í stjörnulið NBA deildarinnar. Jason Kidd var valinn annar í sama nýliðavali og Hill eftir að hafa leikið með Kaliforníu Gullbjörnunum í háskólaboltanum. Hann var valinn Dallas Mavericks. Kidd var valinn tíu sinnum í stjörnulið NBA deildarinnar en eftir að ferlinum lauk hefur hann verið að þjálfa í deildinni, nú síðast hjá Milwaukee Bucks. Kidd varð einu sinni NBA meistari, árið 2011 en þá lék hann með Dallas. Kanadamaðurinn Steve Nash lék með Santa Clara háskólanum í Kaliforníu og var valinn í 15. valrétt af Phoenix Suns árið 1996. Nash lék lengst af með Suns og átti hann þar sín bestu ár. Var hann t.a.m. valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar tvö ár í röð, árin 2005 og 2006. Nash og Kidd eru af mörgum taldir vera með betri leikstjórnendum í sögu körfuboltans. Nash var valinn átta sinnum í stjörnulið NBA deildarinnar. Ray Allen lék með Connecticut háskólanum áður en hann var valinn með fimmta valrétti af Milwaukee Bucks í sama nýliðavali og Nash. Stjarna Allen reis hvað hæst þegar hann fór til Boston Celtic árið 2007 en saman mynduðu hann, Kevin Garnett og Paul Pierce gríðarlega sterkt lið sem varð svo meistari árið 2008. Árið 2012 gekk hann svo til liðs við Miami Heat og varð hann meistari þar ári síðar eftir frábært einvígi gegn San Antonio Spurs. Allen er talinn vera einhver besti skotmaður í sögu NBA deildarinnar en hann á metið yfir flestu þriggja stiga körfur í sögu deildarinnar. Ein slík kom í sjötta leik í áðurnefndu einvígi Miami og San Antonio þar sem hann jafnaði leikinn á lokasekúndunum. Karfa Allen er ein sú allra mikilvægasta í NBA körfuboltanum.
NBA Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Sjá meira