Ólína fagnar nýjum áratug á Suðurlandi Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 8. september 2018 11:00 Útivist, hundar og hestar eru helstu áhugamál Ólínu sem er á útkallslista hjá Landsbjörg. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Ég er komin í borgina og með annan fótinn út úr henni aftur,“ segir Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir þjóðfræðingur sem er sextug í dag. „Við hjónin fluttum búferlum frá Ísafirði í fyrrahaust en nú var maðurinn minn að ráða sig sem kennara við Menntaskólann á Laugarvatni. Ég er bara í sjálfstæðum verkefnum sem rithöfundur og fræðimaður og get unnið hvar sem er.“ Ólína er dóttir Þorvarðar Kjerúlf Þorsteinssonar og Magdalenu Thoroddsen. Hún kveðst hafa slitið barnsskónum í Reykjavík og gengið í Hlíðaskóla. „Ég flutti á Ísafjörð fjórtán ára þegar pabbi var ráðinn þar sýslumaður. Svo gekk ég í Menntaskólann á Ísafirði og kynntist þar manninum mínum. Við vorum einn vetur á Húsavík eftir stúdentspróf, kenndum þar einn vetur og fórum svo í háskólanám til Reykjavíkur. Fluttum vestur aftur 2001 þegar ég var ráðin skólameistari Menntaskólans á Ísafirði. Svo varð ég alþingismaður 2009. Eftir að þingmennskunni lauk fluttum við suður. Þetta hefur verið svona kaflaskipt hjá okkur.“ Eiginmaður Ólínu er Sigurður Pétursson sagnfræðingur og á Laugarvatni ætlar hann að kenna sögu og félagsgreinar, að sögn Ólínu. Sjálf er hún að skoða elstu heimildir um íslenskar lækningar og vonar að niðurstöður rannsóknar hennar líti dagsins ljós, í formi bókar, innan tíðar. En hver eru helstu áhugamálin fyrir utan fræðin? „Útivist, hundar og hestar. Ég og björgunarhundurinn minn hann Skutull höfum verið leitarteymi á útkallslista Landsbjargar í fjöldamörg ár. Eigum að baki eitthvað á fimmta tug útkalla og mörg hundruð æfinga. Eftir að ég hætti í hestamennskunni fór ég í hundana, eins og ég orða það stundum. Svo er tónlistin mikill gleðigjafi í mínu lífi og ég syng í kvennakórnum Cantabile sem Margrét Pálmadóttir stjórnar.Ætlarðu að halda upp á afmælið? „Já, ég held upp á það á föstudagskvöldið með nánum vinum og samstarfsfólki, svo það teiti verður afstaðið þegar þetta viðtal birtist. En ég ætla á tónleika að kvöldi afmælisdagsins (í kvöld) með eiginmanninum. Við ætlum að hlusta á Helga Björns, skólabróður okkar, eins og fleiri Ísfirðingar sem munu fjölmenna þangað. Auk þess verður sennilega lítið kökuboð fyrir barnabörnin um helgina, svo þau fái líka afmælisveislu með ömmu sinni.“ Birtist í Fréttablaðinu Ísafjarðarbær Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Ég er komin í borgina og með annan fótinn út úr henni aftur,“ segir Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir þjóðfræðingur sem er sextug í dag. „Við hjónin fluttum búferlum frá Ísafirði í fyrrahaust en nú var maðurinn minn að ráða sig sem kennara við Menntaskólann á Laugarvatni. Ég er bara í sjálfstæðum verkefnum sem rithöfundur og fræðimaður og get unnið hvar sem er.“ Ólína er dóttir Þorvarðar Kjerúlf Þorsteinssonar og Magdalenu Thoroddsen. Hún kveðst hafa slitið barnsskónum í Reykjavík og gengið í Hlíðaskóla. „Ég flutti á Ísafjörð fjórtán ára þegar pabbi var ráðinn þar sýslumaður. Svo gekk ég í Menntaskólann á Ísafirði og kynntist þar manninum mínum. Við vorum einn vetur á Húsavík eftir stúdentspróf, kenndum þar einn vetur og fórum svo í háskólanám til Reykjavíkur. Fluttum vestur aftur 2001 þegar ég var ráðin skólameistari Menntaskólans á Ísafirði. Svo varð ég alþingismaður 2009. Eftir að þingmennskunni lauk fluttum við suður. Þetta hefur verið svona kaflaskipt hjá okkur.“ Eiginmaður Ólínu er Sigurður Pétursson sagnfræðingur og á Laugarvatni ætlar hann að kenna sögu og félagsgreinar, að sögn Ólínu. Sjálf er hún að skoða elstu heimildir um íslenskar lækningar og vonar að niðurstöður rannsóknar hennar líti dagsins ljós, í formi bókar, innan tíðar. En hver eru helstu áhugamálin fyrir utan fræðin? „Útivist, hundar og hestar. Ég og björgunarhundurinn minn hann Skutull höfum verið leitarteymi á útkallslista Landsbjargar í fjöldamörg ár. Eigum að baki eitthvað á fimmta tug útkalla og mörg hundruð æfinga. Eftir að ég hætti í hestamennskunni fór ég í hundana, eins og ég orða það stundum. Svo er tónlistin mikill gleðigjafi í mínu lífi og ég syng í kvennakórnum Cantabile sem Margrét Pálmadóttir stjórnar.Ætlarðu að halda upp á afmælið? „Já, ég held upp á það á föstudagskvöldið með nánum vinum og samstarfsfólki, svo það teiti verður afstaðið þegar þetta viðtal birtist. En ég ætla á tónleika að kvöldi afmælisdagsins (í kvöld) með eiginmanninum. Við ætlum að hlusta á Helga Björns, skólabróður okkar, eins og fleiri Ísfirðingar sem munu fjölmenna þangað. Auk þess verður sennilega lítið kökuboð fyrir barnabörnin um helgina, svo þau fái líka afmælisveislu með ömmu sinni.“
Birtist í Fréttablaðinu Ísafjarðarbær Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira