„Getur reynst erfitt að eignast sænska vini“ Atli Ísleifsson skrifar 7. september 2018 21:00 Rauðgræna blokkin í Svíþjóð er með naumt forskot á bandalag borgaralegu flokkanna í nýrri könnun sem unnin var fyrir sænska ríkissjónvarpið. Fylgi Svíþjóðardemókrata, sem rekur harða stefnu í innflytjendamálum, virðist vera aukast á ný eftir að hafa dalað í könnunum síðustu daga og má telja líklegt að flokkurinn verði næststærstur á þingi eftir kosningar á eftir flokki Jafnaðarmanna. Hlutfall innflytjenda í Malmö er umtalsvert hærra en í öðrum sænskum stórborgum en samkvæmt tölum frá borgaryfirvöldum í Malmö hefur þriðjungur allra íbúa fæðst í öðru landi en Svíþjóð. Í bæði Gautaborg og Stokkhólmi er sama hlutfall 25 prósent.Erfitt að eignast sænska vini Mohammed Alonezan flúði borgarastríðið í Sýrlandi og kom til Svíþjóðar fyrir þremur árum. Hann starfaði sem lögfræðingur í Sýrlandi, stundar nú nám í sænsku í hverfinu Rosengård og stefnir að því að starfa sem lögfræðingur á ný. Hann segir að þrátt fyrir að sænsk yfirvöld standi sig vel þegar kemur að því að taka á móti innflytjendum geti hins vegar reynst erfitt fyrir innflytjendur að aðlagast sænsku samfélagi. „Hér í Svíþjóð – og kannski hef ég rangt fyrir mér – en ég hef fundið fyrir því að það getur reynst erfitt að eignast sænska vini.“ Mohammed segir að í Sýrlandi hafi hann alist upp við menningu þar sem tengsl milli íbúa og nágranna eru ólík þeim sem þekkjast í Svíþjóð. „Ef þú flytur í nýja íbúð, það fyrsta sem þú þarft að gera er að banka hjá nágrönnunum. „Hæ ég kem frá...„, „Ég bý hér.“ Ef þú gerir það hér í Svíþjóð þá verður þú tilkynntur til lögreglu sama dag,“ segir Mohammed og hlær.Arben Gradinaj.Ekki rétt að stíga á liggjandi Arben Gradinaj flutti til Svíþjóðar frá Júgóslavíu þegar hann var fimm ára og starfar nú sem kokkur á slökkviliðsstöð í Malmö. Hann segir að umræðuna og stemninguna í sænsku samfélagi hafa breyst nokkuð á síðustu árum þegar kemur að málefnum innflytjenda og vísar þá sérstaklega í málflutning Svíþjóðardemókrata. Hann segir nauðsynlegt að gefa fólki tækifæri og sýna þolinmæði þegar kemur að aðlögun innflytjenda. „Mér finnst að það eigi ekki að stíga á þá sem eru þegar liggjandi. Þetta er ekki sú mynd sem ég hef af Svíþjóð.“ Norðurlönd Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Ekkert til í því að lögreglan í Malmö hætti sér ekki inn á sum svæði Lögreglumaður í Malmö í Svíþjóð segir að öll umræða um að til séu sérstaklega skilgreind svæði, þar sem innflytjendur séu í meirihluta og lögreglan hættir sér ekki inn, sé stórlega ýkt. 3. september 2018 20:30 Svíþjóðardemókratar gætu gegnt lykilhlutverki eftir kosningar Kosningar fara fram í Svíþjóð á sunnudaginn næsta og eru um 7,3 milljónir manna á kjörskrá. Kosið er til þings, svæðis- og sveitarstjórna. 4. september 2018 20:45 Allt sem þú þarft að vita um sænsku kosningarnar: Stefnir í áframhaldandi minnihlutastjórn í Svíþjóð Svíar ganga að kjörborðinu 9. september næstkomandi. 5. september 2018 16:00 Hafnar því að Svíþjóðardemókratar sé rasískur flokkur Frambjóðandi Svíþjóðardemókrata segir innflytjendur ekki þurfa að óttast fylgisaukningu flokksins. Þó vilji flokkurinn vísa ólöglegum innflytjendum og þeim sem fremji gróf brot úr landi. 2. september 2018 20:00 Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Fleiri fréttir Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sjá meira
Rauðgræna blokkin í Svíþjóð er með naumt forskot á bandalag borgaralegu flokkanna í nýrri könnun sem unnin var fyrir sænska ríkissjónvarpið. Fylgi Svíþjóðardemókrata, sem rekur harða stefnu í innflytjendamálum, virðist vera aukast á ný eftir að hafa dalað í könnunum síðustu daga og má telja líklegt að flokkurinn verði næststærstur á þingi eftir kosningar á eftir flokki Jafnaðarmanna. Hlutfall innflytjenda í Malmö er umtalsvert hærra en í öðrum sænskum stórborgum en samkvæmt tölum frá borgaryfirvöldum í Malmö hefur þriðjungur allra íbúa fæðst í öðru landi en Svíþjóð. Í bæði Gautaborg og Stokkhólmi er sama hlutfall 25 prósent.Erfitt að eignast sænska vini Mohammed Alonezan flúði borgarastríðið í Sýrlandi og kom til Svíþjóðar fyrir þremur árum. Hann starfaði sem lögfræðingur í Sýrlandi, stundar nú nám í sænsku í hverfinu Rosengård og stefnir að því að starfa sem lögfræðingur á ný. Hann segir að þrátt fyrir að sænsk yfirvöld standi sig vel þegar kemur að því að taka á móti innflytjendum geti hins vegar reynst erfitt fyrir innflytjendur að aðlagast sænsku samfélagi. „Hér í Svíþjóð – og kannski hef ég rangt fyrir mér – en ég hef fundið fyrir því að það getur reynst erfitt að eignast sænska vini.“ Mohammed segir að í Sýrlandi hafi hann alist upp við menningu þar sem tengsl milli íbúa og nágranna eru ólík þeim sem þekkjast í Svíþjóð. „Ef þú flytur í nýja íbúð, það fyrsta sem þú þarft að gera er að banka hjá nágrönnunum. „Hæ ég kem frá...„, „Ég bý hér.“ Ef þú gerir það hér í Svíþjóð þá verður þú tilkynntur til lögreglu sama dag,“ segir Mohammed og hlær.Arben Gradinaj.Ekki rétt að stíga á liggjandi Arben Gradinaj flutti til Svíþjóðar frá Júgóslavíu þegar hann var fimm ára og starfar nú sem kokkur á slökkviliðsstöð í Malmö. Hann segir að umræðuna og stemninguna í sænsku samfélagi hafa breyst nokkuð á síðustu árum þegar kemur að málefnum innflytjenda og vísar þá sérstaklega í málflutning Svíþjóðardemókrata. Hann segir nauðsynlegt að gefa fólki tækifæri og sýna þolinmæði þegar kemur að aðlögun innflytjenda. „Mér finnst að það eigi ekki að stíga á þá sem eru þegar liggjandi. Þetta er ekki sú mynd sem ég hef af Svíþjóð.“
Norðurlönd Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Ekkert til í því að lögreglan í Malmö hætti sér ekki inn á sum svæði Lögreglumaður í Malmö í Svíþjóð segir að öll umræða um að til séu sérstaklega skilgreind svæði, þar sem innflytjendur séu í meirihluta og lögreglan hættir sér ekki inn, sé stórlega ýkt. 3. september 2018 20:30 Svíþjóðardemókratar gætu gegnt lykilhlutverki eftir kosningar Kosningar fara fram í Svíþjóð á sunnudaginn næsta og eru um 7,3 milljónir manna á kjörskrá. Kosið er til þings, svæðis- og sveitarstjórna. 4. september 2018 20:45 Allt sem þú þarft að vita um sænsku kosningarnar: Stefnir í áframhaldandi minnihlutastjórn í Svíþjóð Svíar ganga að kjörborðinu 9. september næstkomandi. 5. september 2018 16:00 Hafnar því að Svíþjóðardemókratar sé rasískur flokkur Frambjóðandi Svíþjóðardemókrata segir innflytjendur ekki þurfa að óttast fylgisaukningu flokksins. Þó vilji flokkurinn vísa ólöglegum innflytjendum og þeim sem fremji gróf brot úr landi. 2. september 2018 20:00 Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Fleiri fréttir Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sjá meira
Ekkert til í því að lögreglan í Malmö hætti sér ekki inn á sum svæði Lögreglumaður í Malmö í Svíþjóð segir að öll umræða um að til séu sérstaklega skilgreind svæði, þar sem innflytjendur séu í meirihluta og lögreglan hættir sér ekki inn, sé stórlega ýkt. 3. september 2018 20:30
Svíþjóðardemókratar gætu gegnt lykilhlutverki eftir kosningar Kosningar fara fram í Svíþjóð á sunnudaginn næsta og eru um 7,3 milljónir manna á kjörskrá. Kosið er til þings, svæðis- og sveitarstjórna. 4. september 2018 20:45
Allt sem þú þarft að vita um sænsku kosningarnar: Stefnir í áframhaldandi minnihlutastjórn í Svíþjóð Svíar ganga að kjörborðinu 9. september næstkomandi. 5. september 2018 16:00
Hafnar því að Svíþjóðardemókratar sé rasískur flokkur Frambjóðandi Svíþjóðardemókrata segir innflytjendur ekki þurfa að óttast fylgisaukningu flokksins. Þó vilji flokkurinn vísa ólöglegum innflytjendum og þeim sem fremji gróf brot úr landi. 2. september 2018 20:00