Jóhannes Haukur mættur til Óslóar á vegum HBO en Netflix gengur fyrir Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. september 2018 14:09 Jóhannes Haukur hefur verið að gera það gott í útlöndum að undanförnu. Vísir/vilhelm Leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannsson er nú kominn til Óslóar í Noregi þar sem hann mun leika í þáttaröðinni Fremvandrerne, sem framleidd er af HBO Nordic. Um er að ræða eina umfangsmestu sjónvarpsframleiðslu Norðmanna frá upphafi. Leikkonan Ágústa Eva Erlendsdóttir mun einnig fara með hlutverk í þáttunum. „Maður leikur norðmann í einni Netflix seríu og viti menn. Skandinavíski markaðurinn opnast med det samme!“ skrifar Jóhannes Haukur í færslu á Facebook-síðu sinni, og greinir jafnframt frá því að hann muni leika í umræddri þáttaröð. „Takk Árni hjá CAI fyrir loka dílnum við HBO Nordic (í samstarfi við Netflix en þeir eiga víst allskyns forgang á manni núna). Það er gott að vera með gott fólk í kringum sig,“ bætir Jóhannes Haukur við. Hann þakkar þar framleiðandanum Árna Birni Helgasyni fyrir umræddan samning. Jóhannes Haukur sagði í samtali við RÚV í dag að hann og Ágústa Eva færu með hlutverk víkinga í Fremvandrerne. Þau birtist skyndilega í Noregi nútímans og í kjölfarið komi í ljós að þau séu tímaflakkarar. Jóhannes Haukur lék Norðmanninn Steinar í sjónvarpsþáttunum The Innocents úr smiðju Netflix, sem gerast einnig í Noregi. Hann ætti því að vera kunnugur staðarháttum nú þegar tökur á Fremvandrerne eru hafnar. Bíó og sjónvarp Netflix Tengdar fréttir Jóhannes Haukur verður vondi kallinn í Bloodshot Tilkynnt var fyrir helgi að Jóhannes Haukur Jóhannesson hefði verið valinn til að leika í risamynd Sony um Bloodshot. Upptökur hefjast síðar í júlí og taka rúman mánuð. Hann er nú í Suður-Afríku. 3. júlí 2018 06:00 Vin Diesel hrósaði Jóhannesi Hauki ítrekað "Þetta byrjaði allt haustið 2014, þá fékk ég símtal frá bandaríska umboðsmanninum sem ég var búinn að hafa í fjögur ár. Hann hringir í mig og spyr mig hvort ég komist til Marokkó eftir fjórar vikur.“ 28. ágúst 2018 10:30 Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannsson er nú kominn til Óslóar í Noregi þar sem hann mun leika í þáttaröðinni Fremvandrerne, sem framleidd er af HBO Nordic. Um er að ræða eina umfangsmestu sjónvarpsframleiðslu Norðmanna frá upphafi. Leikkonan Ágústa Eva Erlendsdóttir mun einnig fara með hlutverk í þáttunum. „Maður leikur norðmann í einni Netflix seríu og viti menn. Skandinavíski markaðurinn opnast med det samme!“ skrifar Jóhannes Haukur í færslu á Facebook-síðu sinni, og greinir jafnframt frá því að hann muni leika í umræddri þáttaröð. „Takk Árni hjá CAI fyrir loka dílnum við HBO Nordic (í samstarfi við Netflix en þeir eiga víst allskyns forgang á manni núna). Það er gott að vera með gott fólk í kringum sig,“ bætir Jóhannes Haukur við. Hann þakkar þar framleiðandanum Árna Birni Helgasyni fyrir umræddan samning. Jóhannes Haukur sagði í samtali við RÚV í dag að hann og Ágústa Eva færu með hlutverk víkinga í Fremvandrerne. Þau birtist skyndilega í Noregi nútímans og í kjölfarið komi í ljós að þau séu tímaflakkarar. Jóhannes Haukur lék Norðmanninn Steinar í sjónvarpsþáttunum The Innocents úr smiðju Netflix, sem gerast einnig í Noregi. Hann ætti því að vera kunnugur staðarháttum nú þegar tökur á Fremvandrerne eru hafnar.
Bíó og sjónvarp Netflix Tengdar fréttir Jóhannes Haukur verður vondi kallinn í Bloodshot Tilkynnt var fyrir helgi að Jóhannes Haukur Jóhannesson hefði verið valinn til að leika í risamynd Sony um Bloodshot. Upptökur hefjast síðar í júlí og taka rúman mánuð. Hann er nú í Suður-Afríku. 3. júlí 2018 06:00 Vin Diesel hrósaði Jóhannesi Hauki ítrekað "Þetta byrjaði allt haustið 2014, þá fékk ég símtal frá bandaríska umboðsmanninum sem ég var búinn að hafa í fjögur ár. Hann hringir í mig og spyr mig hvort ég komist til Marokkó eftir fjórar vikur.“ 28. ágúst 2018 10:30 Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Jóhannes Haukur verður vondi kallinn í Bloodshot Tilkynnt var fyrir helgi að Jóhannes Haukur Jóhannesson hefði verið valinn til að leika í risamynd Sony um Bloodshot. Upptökur hefjast síðar í júlí og taka rúman mánuð. Hann er nú í Suður-Afríku. 3. júlí 2018 06:00
Vin Diesel hrósaði Jóhannesi Hauki ítrekað "Þetta byrjaði allt haustið 2014, þá fékk ég símtal frá bandaríska umboðsmanninum sem ég var búinn að hafa í fjögur ár. Hann hringir í mig og spyr mig hvort ég komist til Marokkó eftir fjórar vikur.“ 28. ágúst 2018 10:30