Kokkarnir rifta samningnum við Arnarlax Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. september 2018 11:53 Kokkalandsliðið kynnir íslenska matargerð víða um heim. Kokkalandsliðið Stjórn Klúbbs matreiðslumanna (K.M.) hefur tekið ákvörðun að rifta samstarfssamningi kokkalandsliðsins við Arnarlax, dags. 20. ágúst sl., m.a. vegna vanefnda fyrirtækisins á samningnum. Yfirlýsing þess efnis hefur þegar verið send til Arnarlax og samningurinn er því niður fallinn. Svo segir í tilkynningu frá Klúbbi matreiðslumeistara. „Stjórn K.M. harmar þau viðbrögð sem samstarfssamningurinn hefur valdið. Það er von stjórnar K.M. að með þessu skapist sátt um störf kokkalandsliðsins í framtíðinni og að forsvarsmenn Arnarlax og aðrir sem að málinu koma sýni málinu skilning.“ Fulltrúar Arnarlax og kokkalandsliðsmenn í hádegisverðinum í Hörpu á miðvikudaginn meðan allt lék í lyndi.Arnarlax Peningar bárust ekki á réttum tíma Einar Hugi Bjarnason, hæstaréttarlögmaður og lögmaður K.M., segir Vísi að vannefndirnar snúist að greiðslum sem áttu að berast frá Arnarlaxi. „Það er þannig að samningurinn var undirritaður 20. ágúst. Í honum felst að Arnarlax þarf að greiða ákveðna fjárhæð í tveimur jöfnum greiðslum. Gjalddagi fyrri greiðslu var 1. september. Sú greiðsla var ekki innt af helgi. Samningum var meðal annars rift vegna þess greiðsludráttar,“ segir Einar Hugi.Hann segist ekki vita hvort gengið hafi verið á eftir greiðslunni eða ekki. Þá vilji hann ekki tjá sig um hve háa upphæð ræði. „Ég vil ekki fara út í efnisatriði samningsins en get þó upplýst að þetta var tiltekin fjárhæð sem átti að berast í tveimur greiðslum. Sú fyrri 1. september og seinni 1. mars. Sú fyrri er fallinn á gjalddaga. Greiðslan var ekki innt af hendi.“ Þorsteinn Másson, útibússtjóri Arnarlax í Bolungarvík. Telur Arnarlax hafa orðið fyrir skaða Þorsteinn Másson, útibússtjóri Arnarlax í Bolungarvík, tjáði Vísi fyrr í dag að viðbrögðin í gær hefðu verið mikil vonbrigði fyrir starfsfólk Arnarlax og valdið fyrirtækinu skaða. „Þetta er ótrúlega sérstakt. Samningsferlið hófst fyrir um tæpum tveimur mánuðum og aldrei á því tímabili, þar sem haldnir voru fundir og annað slíkt, komu neinar athugasemdir til okkar að fólk hefði einhverjar áhyggjur af okkar framleiðslu eða öðru,“ segir Þorsteinn. Hann vonaðist eftir farsælli lausn en sagði dapurt að engar athugasemdir hefðu verið gerðar á neinu stigi við samninginn. Upphlaupið hefði komið þeim á óvart. Kokkalandsliðið Fiskeldi Tengdar fréttir Telja andstæðinga fiskeldis hafa hótað landsliðskokkum Þorsteinn Másson, útibússtjóri Arnarlax í Bolungarvík, segir viðbrögð kokkalandsliðsmanna við styrktarsamningi við Arnarlax hafa komið sér mjög á óvart. 7. september 2018 11:08 Brugðið og átti ekki von á svo hörðum aðgerðum Hafliði Halldórsson, framkvæmdastjóri kokkalandsliðsins, segir það nýja upplifun að vera kominn í krísustjórnun. 7. september 2018 09:57 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Stjórn Klúbbs matreiðslumanna (K.M.) hefur tekið ákvörðun að rifta samstarfssamningi kokkalandsliðsins við Arnarlax, dags. 20. ágúst sl., m.a. vegna vanefnda fyrirtækisins á samningnum. Yfirlýsing þess efnis hefur þegar verið send til Arnarlax og samningurinn er því niður fallinn. Svo segir í tilkynningu frá Klúbbi matreiðslumeistara. „Stjórn K.M. harmar þau viðbrögð sem samstarfssamningurinn hefur valdið. Það er von stjórnar K.M. að með þessu skapist sátt um störf kokkalandsliðsins í framtíðinni og að forsvarsmenn Arnarlax og aðrir sem að málinu koma sýni málinu skilning.“ Fulltrúar Arnarlax og kokkalandsliðsmenn í hádegisverðinum í Hörpu á miðvikudaginn meðan allt lék í lyndi.Arnarlax Peningar bárust ekki á réttum tíma Einar Hugi Bjarnason, hæstaréttarlögmaður og lögmaður K.M., segir Vísi að vannefndirnar snúist að greiðslum sem áttu að berast frá Arnarlaxi. „Það er þannig að samningurinn var undirritaður 20. ágúst. Í honum felst að Arnarlax þarf að greiða ákveðna fjárhæð í tveimur jöfnum greiðslum. Gjalddagi fyrri greiðslu var 1. september. Sú greiðsla var ekki innt af helgi. Samningum var meðal annars rift vegna þess greiðsludráttar,“ segir Einar Hugi.Hann segist ekki vita hvort gengið hafi verið á eftir greiðslunni eða ekki. Þá vilji hann ekki tjá sig um hve háa upphæð ræði. „Ég vil ekki fara út í efnisatriði samningsins en get þó upplýst að þetta var tiltekin fjárhæð sem átti að berast í tveimur greiðslum. Sú fyrri 1. september og seinni 1. mars. Sú fyrri er fallinn á gjalddaga. Greiðslan var ekki innt af hendi.“ Þorsteinn Másson, útibússtjóri Arnarlax í Bolungarvík. Telur Arnarlax hafa orðið fyrir skaða Þorsteinn Másson, útibússtjóri Arnarlax í Bolungarvík, tjáði Vísi fyrr í dag að viðbrögðin í gær hefðu verið mikil vonbrigði fyrir starfsfólk Arnarlax og valdið fyrirtækinu skaða. „Þetta er ótrúlega sérstakt. Samningsferlið hófst fyrir um tæpum tveimur mánuðum og aldrei á því tímabili, þar sem haldnir voru fundir og annað slíkt, komu neinar athugasemdir til okkar að fólk hefði einhverjar áhyggjur af okkar framleiðslu eða öðru,“ segir Þorsteinn. Hann vonaðist eftir farsælli lausn en sagði dapurt að engar athugasemdir hefðu verið gerðar á neinu stigi við samninginn. Upphlaupið hefði komið þeim á óvart.
Kokkalandsliðið Fiskeldi Tengdar fréttir Telja andstæðinga fiskeldis hafa hótað landsliðskokkum Þorsteinn Másson, útibússtjóri Arnarlax í Bolungarvík, segir viðbrögð kokkalandsliðsmanna við styrktarsamningi við Arnarlax hafa komið sér mjög á óvart. 7. september 2018 11:08 Brugðið og átti ekki von á svo hörðum aðgerðum Hafliði Halldórsson, framkvæmdastjóri kokkalandsliðsins, segir það nýja upplifun að vera kominn í krísustjórnun. 7. september 2018 09:57 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Telja andstæðinga fiskeldis hafa hótað landsliðskokkum Þorsteinn Másson, útibússtjóri Arnarlax í Bolungarvík, segir viðbrögð kokkalandsliðsmanna við styrktarsamningi við Arnarlax hafa komið sér mjög á óvart. 7. september 2018 11:08
Brugðið og átti ekki von á svo hörðum aðgerðum Hafliði Halldórsson, framkvæmdastjóri kokkalandsliðsins, segir það nýja upplifun að vera kominn í krísustjórnun. 7. september 2018 09:57