Telja Þjóðgarðastofnun skerða rétt sinn Jóhann Óli Eiðsson skrifar 7. september 2018 08:00 Vatnajökulsþjóðgarður er stærstur þjóðgarðanna þriggja. Í frumvarpsdrögunum er meðal annars gert ráð fyrir því að heimilt verði að rukka fyrir dvöl í þjóðgörðum og að banna megi akstur jeppa á Vatnajökli. Fréttablaðið/VILHELM Fjölmörg sveitarfélög óttast að fyrirhuguð Þjóðgarðastofnun (ÞST) muni skerða skipulags- og sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaga. Í umsögnum annarra aðila er bent á að stjórnkerfi stofnunarinnar verði flókið og ekki til þess fallið að einfalda stjórnsýslu. Drög að frumvarpi um fyrirhugaða stofnun voru kynnt í samráðsgátt ríkisstjórnarinnar í júlílok. Með frumvarpinu er stefnt að því að þjóðgarðarnir þrír, það er Vatnajökulsþjóðgarður, þjóðgarðurinn Snæfellsjökull og þjóðgarðurinn á Þingvöllum, verði sameinaðir undir einum hatti ásamt öðrum friðlýstum svæðum landsins. Drögin eru byggð á vinnu starfshóps sem skipaður var um efnið. Frestur til athugasemda rann út í fyrradag en á fjórða tug slíkra bárust. Breytingarnar miða að því að efla náttúruverndarsvæði með því að einfalda stjórnkerfi, auka skilvirkni og samnýta þekkingu. Í umsögn Umhverfisstofnunar (UST) er dregið í efa að það markmið muni nást. Verði drögin óbreytt að lögum er gert ráð fyrir því að UST muni halda áfram starfsemi en þrjú af tólf sviðum hennar muni færast til ÞST. „Út frá sjónarmiðum um að hámarka nýtingu fjármagns hins opinbera og tryggja öfluga fjárhagslega og faglega stjórn telur UST rökréttast að [þjóðgarðarnir] og UST sameinist. Þannig yrði starfsemi allra þjóðgarðanna vistuð á einum stað,“ segir meðal annars í umsögn UST. Þar segir enn fremur að fyrirhugað stjórnkerfi ÞST sé nokkuð flókið og vart til þess fallið að gera stjórnsýslu einfaldari. „Gert er ráð fyrir fjölda ráða og stjórna án þess að hlutverk þeirra, ábyrgðarsvið, valdheimildir o.s.frv. sé skilgreint. […] Í frumvarpinu er nokkur mótsögn þar sem tiltekið er að markmiðið sé að sameina rekstur og umsýslu allra friðlýstra svæða undir einn hatt en engu að síður er lögð áhersla á að hver þjóðgarður haldi sínu sjálfstæði,“ segir í umsögn UST. Í drögunum er kveðið á um að samráð skuli haft við viðkomandi sveitarstjórn áður en landsvæði er friðlýst sem þjóðgarður. Er það breyting frá gildandi fyrirkomulagi en í lögum um Vatnajökulsþjóðgarð er kveðið á um að samþykki sveitarstjórnar skuli liggja fyrir. „Það er stór munur á hvort samráð skuli haft eða að hugmyndir hljóti samþykki viðkomandi sveitarstjórnar. […] Krafa er gerð um að samþykki viðkomandi sveitarstjórnar þurfi að liggja fyrir. Ákvæði sem þetta skapar einungis vantrú og vantraust á milli aðila, sem fólk í nútíma samfélagi ætti að hafa fullan skilning á,“ segir í umsögn Ásahrepps um frumvarpið. Svipaður tónn er í umsögn Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, Bláskógabyggðar og Sambands íslenskra sveitarfélaga þó ekki sé kveðið jafn fast að orði. Nokkuð víðtæk heimild til eignarnáms felst í lögunum en ÞST verður samkvæmt þeim heimilt að kaupa einstakar fasteignir, mannvirki og nytjaréttindi innan þjóðgarðs eða í nágrenni hans. Náist ekki samkomulag um kaup er ÞST veitt heimild til eignarnáms til framkvæmdar friðunar. Samþykki ráðherra þarf til. „Hér er verið að veita ÞST heimild, t.d. að kaupa nytjarétt sem hefur m.a. verið lögvarinn með úrskurði Óbyggðanefndar þegar um er að ræða afrétti á þjóðlendum. Það er alveg ljóst, með úrskurði Óbyggðanefndar, að hinum óbeina eignarrétti nytjarétthafa á afréttum verður ekki hnikað, nema með eignarnámi. Hér liggur það fyrir, svart á hvítu, að það er hluti af hugmyndafræðinni sem liggur að baki þessara draga að frumvarpi,“ segir í umsögn Ásahrepps. Í umsögn Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja á Íslandi, er sett út á það að gert sé ráð fyrir að stjórnsýslulög muni ekki gilda um stjórnir þjóðgarðanna. Er það gert með þeim rökum að ekki sé gert ráð fyrir að þær taki stjórnvaldsákvarðanir. Það samrýmist hins vegar illa því hlutverki sem stjórnunum er falið samkvæmt drögunum. Þá er í drögunum gert ráð fyrir því að heimilt sé að rukka fyrir ýmsa þjónustu í þjóðgörðum, meðal annars fyrir dvöl í þeim. Alþingi Ásahreppur Birtist í Fréttablaðinu Bláskógabyggð Umhverfismál Þjóðgarðar Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira
Fjölmörg sveitarfélög óttast að fyrirhuguð Þjóðgarðastofnun (ÞST) muni skerða skipulags- og sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaga. Í umsögnum annarra aðila er bent á að stjórnkerfi stofnunarinnar verði flókið og ekki til þess fallið að einfalda stjórnsýslu. Drög að frumvarpi um fyrirhugaða stofnun voru kynnt í samráðsgátt ríkisstjórnarinnar í júlílok. Með frumvarpinu er stefnt að því að þjóðgarðarnir þrír, það er Vatnajökulsþjóðgarður, þjóðgarðurinn Snæfellsjökull og þjóðgarðurinn á Þingvöllum, verði sameinaðir undir einum hatti ásamt öðrum friðlýstum svæðum landsins. Drögin eru byggð á vinnu starfshóps sem skipaður var um efnið. Frestur til athugasemda rann út í fyrradag en á fjórða tug slíkra bárust. Breytingarnar miða að því að efla náttúruverndarsvæði með því að einfalda stjórnkerfi, auka skilvirkni og samnýta þekkingu. Í umsögn Umhverfisstofnunar (UST) er dregið í efa að það markmið muni nást. Verði drögin óbreytt að lögum er gert ráð fyrir því að UST muni halda áfram starfsemi en þrjú af tólf sviðum hennar muni færast til ÞST. „Út frá sjónarmiðum um að hámarka nýtingu fjármagns hins opinbera og tryggja öfluga fjárhagslega og faglega stjórn telur UST rökréttast að [þjóðgarðarnir] og UST sameinist. Þannig yrði starfsemi allra þjóðgarðanna vistuð á einum stað,“ segir meðal annars í umsögn UST. Þar segir enn fremur að fyrirhugað stjórnkerfi ÞST sé nokkuð flókið og vart til þess fallið að gera stjórnsýslu einfaldari. „Gert er ráð fyrir fjölda ráða og stjórna án þess að hlutverk þeirra, ábyrgðarsvið, valdheimildir o.s.frv. sé skilgreint. […] Í frumvarpinu er nokkur mótsögn þar sem tiltekið er að markmiðið sé að sameina rekstur og umsýslu allra friðlýstra svæða undir einn hatt en engu að síður er lögð áhersla á að hver þjóðgarður haldi sínu sjálfstæði,“ segir í umsögn UST. Í drögunum er kveðið á um að samráð skuli haft við viðkomandi sveitarstjórn áður en landsvæði er friðlýst sem þjóðgarður. Er það breyting frá gildandi fyrirkomulagi en í lögum um Vatnajökulsþjóðgarð er kveðið á um að samþykki sveitarstjórnar skuli liggja fyrir. „Það er stór munur á hvort samráð skuli haft eða að hugmyndir hljóti samþykki viðkomandi sveitarstjórnar. […] Krafa er gerð um að samþykki viðkomandi sveitarstjórnar þurfi að liggja fyrir. Ákvæði sem þetta skapar einungis vantrú og vantraust á milli aðila, sem fólk í nútíma samfélagi ætti að hafa fullan skilning á,“ segir í umsögn Ásahrepps um frumvarpið. Svipaður tónn er í umsögn Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, Bláskógabyggðar og Sambands íslenskra sveitarfélaga þó ekki sé kveðið jafn fast að orði. Nokkuð víðtæk heimild til eignarnáms felst í lögunum en ÞST verður samkvæmt þeim heimilt að kaupa einstakar fasteignir, mannvirki og nytjaréttindi innan þjóðgarðs eða í nágrenni hans. Náist ekki samkomulag um kaup er ÞST veitt heimild til eignarnáms til framkvæmdar friðunar. Samþykki ráðherra þarf til. „Hér er verið að veita ÞST heimild, t.d. að kaupa nytjarétt sem hefur m.a. verið lögvarinn með úrskurði Óbyggðanefndar þegar um er að ræða afrétti á þjóðlendum. Það er alveg ljóst, með úrskurði Óbyggðanefndar, að hinum óbeina eignarrétti nytjarétthafa á afréttum verður ekki hnikað, nema með eignarnámi. Hér liggur það fyrir, svart á hvítu, að það er hluti af hugmyndafræðinni sem liggur að baki þessara draga að frumvarpi,“ segir í umsögn Ásahrepps. Í umsögn Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja á Íslandi, er sett út á það að gert sé ráð fyrir að stjórnsýslulög muni ekki gilda um stjórnir þjóðgarðanna. Er það gert með þeim rökum að ekki sé gert ráð fyrir að þær taki stjórnvaldsákvarðanir. Það samrýmist hins vegar illa því hlutverki sem stjórnunum er falið samkvæmt drögunum. Þá er í drögunum gert ráð fyrir því að heimilt sé að rukka fyrir ýmsa þjónustu í þjóðgörðum, meðal annars fyrir dvöl í þeim.
Alþingi Ásahreppur Birtist í Fréttablaðinu Bláskógabyggð Umhverfismál Þjóðgarðar Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira