Ætla að borga stuðningsmönnum fyrir að mæta á La Liga leikinn í Bandaríkjunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. september 2018 08:00 Lionel Messi er mögulega að fara að spila einn deildarleikja tímabilsins í Miami í Bandaríkjunum. Vísir/Getty Spænska knattspyrnusambandið ætlar að hjálpa stuðningmönnum Girona að komast á heimaleik félagsins sem fer fram í Bandaríkjunum í janúar. Deildarleikur Katalóníufélaganna Girona og Barcelona 27. janúar næstkomandi mun verða spilaður í Miami í Bandaríkjunum samkvæmt heimildum BBC. Leikmannasamtökin í spænsku deildinni voru mjög ósátt með þá ákvörðun spænska sambandsins að spila deildarleik utan Spánar og mörgum öðrum þykir óviðeigandi að leikur í LA Liga verði spilaður í öðru landi en Spáni og hvað þá í annarri heimsálfu. Leikurinn fer fram á Spáni í tengslum við nýjan fimmtán ára samning spænsku deildarinnar við fjölmiðlafyrirtækið Relevent og er markmiðið með þessu að vekja meiri athygli á spænsku deildinni í Bandaríkjunum. Heimildarmenn BBC í kringum spænska knattspyrnusambandið hafa hlerað mögulega sáttatillögu í þessu máli en hún snýr þó aðallega að Girona liðinu sem er þarna að missa heimaleik. Óánægjan á Spáni hefur ekki farið framhjá spænska knattspyrnusambandsins sem leitar nú sátta með því að bjóðast til að borga kostnaðinn fyrir stuðningsmenn heimaliðsins sem vilja ferðast til Miami. Þar erum við að tala um ferðalög og uppihald eða allan þann kostnað sem bætist við af því að leikurinn fer fram á Flórídaskaganum en ekki á Íberíuskaganum. Ársmiðahafar hjá Girona fá 1500 fría flugmiða og gistingu í eina nótt. Þeir sem fara ekki til Bandaríkjanna fá aftur á móti frían miða á útileikinn á móti Barcelona sem fer fram 23. september. Komist ársmiðarhafarnir ekki þangað þá fá þeir einhverja endurgreiðsli eða aflsátt af ársmiðanum sínum. LA Liga hefur hvorki staðfest það að leikurinn í Bandaríkjunum verði leikur Girona og Barcelona eða að stuðningsmenn fái þetta tilboð en heimildir BBC virðast þó vera nokkuð pottþéttar. Spænski boltinn Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira
Spænska knattspyrnusambandið ætlar að hjálpa stuðningmönnum Girona að komast á heimaleik félagsins sem fer fram í Bandaríkjunum í janúar. Deildarleikur Katalóníufélaganna Girona og Barcelona 27. janúar næstkomandi mun verða spilaður í Miami í Bandaríkjunum samkvæmt heimildum BBC. Leikmannasamtökin í spænsku deildinni voru mjög ósátt með þá ákvörðun spænska sambandsins að spila deildarleik utan Spánar og mörgum öðrum þykir óviðeigandi að leikur í LA Liga verði spilaður í öðru landi en Spáni og hvað þá í annarri heimsálfu. Leikurinn fer fram á Spáni í tengslum við nýjan fimmtán ára samning spænsku deildarinnar við fjölmiðlafyrirtækið Relevent og er markmiðið með þessu að vekja meiri athygli á spænsku deildinni í Bandaríkjunum. Heimildarmenn BBC í kringum spænska knattspyrnusambandið hafa hlerað mögulega sáttatillögu í þessu máli en hún snýr þó aðallega að Girona liðinu sem er þarna að missa heimaleik. Óánægjan á Spáni hefur ekki farið framhjá spænska knattspyrnusambandsins sem leitar nú sátta með því að bjóðast til að borga kostnaðinn fyrir stuðningsmenn heimaliðsins sem vilja ferðast til Miami. Þar erum við að tala um ferðalög og uppihald eða allan þann kostnað sem bætist við af því að leikurinn fer fram á Flórídaskaganum en ekki á Íberíuskaganum. Ársmiðahafar hjá Girona fá 1500 fría flugmiða og gistingu í eina nótt. Þeir sem fara ekki til Bandaríkjanna fá aftur á móti frían miða á útileikinn á móti Barcelona sem fer fram 23. september. Komist ársmiðarhafarnir ekki þangað þá fá þeir einhverja endurgreiðsli eða aflsátt af ársmiðanum sínum. LA Liga hefur hvorki staðfest það að leikurinn í Bandaríkjunum verði leikur Girona og Barcelona eða að stuðningsmenn fái þetta tilboð en heimildir BBC virðast þó vera nokkuð pottþéttar.
Spænski boltinn Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira