Komnar í úrslitin um titilinn en þurfa að flakka með heimaleiki sína á milli íþróttahúsa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. september 2018 18:15 Elena Delle Donne er stærsta stjarna Washington Mystics liðsins. Vísir/Getty Seattle Storm og Washington Mystics spila til úrslita í WNBA-deildinni í körfubolta í ár en undanúrslitunum lauk í nótt. Seattle Storm vann Phoenix Mercury 94-84 og þar með 3-2 en Washington Mystics vann 86-81 útisigur á Atlanta Dream og einvígið þar með 3-2. Þetta er í fyrsta sinn sem Washington Mystics kemst í lokaúrslitin en það gerði liðið þrátt fyrir að lenda 2-1 undir í einvíginu og aðalstjarnan Elena Delle Donne meiddist í einvíginu. Delle Donne harkaði að sér og var betri en enginn. Gamli og nýi tíminn mætast hjá Seattle Storm en þar er ungstirnið og besti leikmaður deildarinnar í vetur, Breanna Stewart, að spila við hlið goðsagnarinnar Sue Bird.The MVP is headed to her first #WNBAFinals!@breannastewart drops game-high 28 PTS in the decisive victory. #WNBAPlayoffspic.twitter.com/ogn4RLMhdp — WNBA (@WNBA) September 5, 2018Sue Bird er orðin 37 ára gömul og hefur unnuið titilinn tvisvar sinnum með Seattle Storm (2004 og 2010). Hún ákvað að vera áfram hjá félaginu þegar það fór í uppbyggingu sem endaði með að liðið valdi Breanna Stewart með fyrsta valrétt. Breanna Stewart skoraði 28 stig í leiknum í nótt en Sue Bird skoraði aftur á móti 14 af 22 stigum sínum á síðutu sex mínútum leiksins. Seattle Storm er með heimavallarréttinn í lokaúrslitunum og þar byrjar úrslitaeinvígið á föstudagskvöldið.See ya soon, @seattlestorm. #WNBAFinals#SticsSZN#PlayoffSZN#TogetherDCpic.twitter.com/C1p0EUUDvd — Washington Mystics (@WashMystics) September 5, 2018 Washington Mystics getur hins vegar ekki spilað leiki sína á heimavelli sínum sem er Capital One Arena þar sem NBA-lið Washington Wizards spilar líka. Ástæðan er að það er við að laga húsið fyrir komandi NBA-tímabil. Mystics getur ekki einu sinni spilað heimaleiki sína á sama stað og í undanúrslitunum. Þar lék liðið í íþróttahúsi George Washington háskólans, Charles E. Smith Center, en nú er það upptekið. Washington Mystics þurfa því að færa sig yfir í íþróttahús George Mason háskólans, EagleBank Arena og er því í raun á útivelli í þessum mikilvægu leikjum á móti Seattle Storm.MYSTICS ADVANCE TO THE WNBA FINALS FOR THE FIRST TIME IN FRANCHISE HISTORY. TICKETS ON SALE TOMORROW AT 10 AM. >> https://t.co/68cFYZy0M1pic.twitter.com/sm8uhbkJbW — Washington Mystics (@WashMystics) September 5, 2018Charles E. Smith Center var stutt frá Capital One Arena í Washington borg en EagleBank Arena er talsvert lengra frá. Ótrúleg aðstaða hjá liði í lokaúrslitum um WNBA-titilinn en sýnir kannski að forráðamenn félagsins bjuggust ekki við því að þær kæmust alla leið í ár..@SeattleStorm & @WashMystics will meet in #WNBAFinals! G1: WAS @ SEA: Fri. 9 PM ET, ESPNews G2: WAS @ SEA: Sun. 3:30 PM ET, ABC G3: SEA @ WAS: Wed. Sept. 12, 8 PM ET, ESPN2 G4: SEA @ WAS: Fri. Sept. 14, 8 PM ET, ESPN2 G5: WAS @ SEA: Sun. Sept. 16, 8 PM ET, ESPN2 *If necessary pic.twitter.com/3loiv43n85 — WNBA (@WNBA) September 5, 2018 NBA Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Íslenski boltinn Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Fleiri fréttir Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Sjá meira
Seattle Storm og Washington Mystics spila til úrslita í WNBA-deildinni í körfubolta í ár en undanúrslitunum lauk í nótt. Seattle Storm vann Phoenix Mercury 94-84 og þar með 3-2 en Washington Mystics vann 86-81 útisigur á Atlanta Dream og einvígið þar með 3-2. Þetta er í fyrsta sinn sem Washington Mystics kemst í lokaúrslitin en það gerði liðið þrátt fyrir að lenda 2-1 undir í einvíginu og aðalstjarnan Elena Delle Donne meiddist í einvíginu. Delle Donne harkaði að sér og var betri en enginn. Gamli og nýi tíminn mætast hjá Seattle Storm en þar er ungstirnið og besti leikmaður deildarinnar í vetur, Breanna Stewart, að spila við hlið goðsagnarinnar Sue Bird.The MVP is headed to her first #WNBAFinals!@breannastewart drops game-high 28 PTS in the decisive victory. #WNBAPlayoffspic.twitter.com/ogn4RLMhdp — WNBA (@WNBA) September 5, 2018Sue Bird er orðin 37 ára gömul og hefur unnuið titilinn tvisvar sinnum með Seattle Storm (2004 og 2010). Hún ákvað að vera áfram hjá félaginu þegar það fór í uppbyggingu sem endaði með að liðið valdi Breanna Stewart með fyrsta valrétt. Breanna Stewart skoraði 28 stig í leiknum í nótt en Sue Bird skoraði aftur á móti 14 af 22 stigum sínum á síðutu sex mínútum leiksins. Seattle Storm er með heimavallarréttinn í lokaúrslitunum og þar byrjar úrslitaeinvígið á föstudagskvöldið.See ya soon, @seattlestorm. #WNBAFinals#SticsSZN#PlayoffSZN#TogetherDCpic.twitter.com/C1p0EUUDvd — Washington Mystics (@WashMystics) September 5, 2018 Washington Mystics getur hins vegar ekki spilað leiki sína á heimavelli sínum sem er Capital One Arena þar sem NBA-lið Washington Wizards spilar líka. Ástæðan er að það er við að laga húsið fyrir komandi NBA-tímabil. Mystics getur ekki einu sinni spilað heimaleiki sína á sama stað og í undanúrslitunum. Þar lék liðið í íþróttahúsi George Washington háskólans, Charles E. Smith Center, en nú er það upptekið. Washington Mystics þurfa því að færa sig yfir í íþróttahús George Mason háskólans, EagleBank Arena og er því í raun á útivelli í þessum mikilvægu leikjum á móti Seattle Storm.MYSTICS ADVANCE TO THE WNBA FINALS FOR THE FIRST TIME IN FRANCHISE HISTORY. TICKETS ON SALE TOMORROW AT 10 AM. >> https://t.co/68cFYZy0M1pic.twitter.com/sm8uhbkJbW — Washington Mystics (@WashMystics) September 5, 2018Charles E. Smith Center var stutt frá Capital One Arena í Washington borg en EagleBank Arena er talsvert lengra frá. Ótrúleg aðstaða hjá liði í lokaúrslitum um WNBA-titilinn en sýnir kannski að forráðamenn félagsins bjuggust ekki við því að þær kæmust alla leið í ár..@SeattleStorm & @WashMystics will meet in #WNBAFinals! G1: WAS @ SEA: Fri. 9 PM ET, ESPNews G2: WAS @ SEA: Sun. 3:30 PM ET, ABC G3: SEA @ WAS: Wed. Sept. 12, 8 PM ET, ESPN2 G4: SEA @ WAS: Fri. Sept. 14, 8 PM ET, ESPN2 G5: WAS @ SEA: Sun. Sept. 16, 8 PM ET, ESPN2 *If necessary pic.twitter.com/3loiv43n85 — WNBA (@WNBA) September 5, 2018
NBA Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Íslenski boltinn Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Fleiri fréttir Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Sjá meira