Ótímabær umræða um fyrirgefningu, iðrun og yfirbót Guðrún Ebba Ólafsdóttir og Kristín I. Pálsdóttir skrifar 5. september 2018 07:00 Heimspekingurinn Kathryn Norlock setur fram femíníska kenningu um fyrirgefninguna í bókinni „Forgiveness from a feminist perspective“. Kyn er lykilhugtak þegar kemur að því að rýna í hugtakið „fyrirgefning“ og Norlock færir fyrir því rök að það sé rík tilhneiging til að ætlast til fyrirgefningar af hendi kvenna, en mun síður karla, og að sáttfýsi og fúsleikinn til að fyrirgefa sé iðulega tengdur kvenleikanum. Þá bendir Norlock á að fyrirgefninguna verði alltaf að skoða út frá tengslum þeirra sem fyrirgefa og er fyrirgefið og að hefð sé fyrir því að horfa á fyrirgefninguna með augum heimspekingsins Kants, sem gerði ráð fyrir því að hún ætti sér stað á milli jafningja. Fyrirgefningin er hins vegar alltaf háð samhengi og valdatengslum og þar komum við aftur að kyninu þar sem sambönd okkar og valdastaða eru verulega háð því af hvaða kyni við erum. Það er því gagnslítið að ræða um fyrirgefninguna í tengslalausu tómarúmi. Sólveig Anna Bóasdóttir, prófessor í guðfræðilegri siðfræði, hefur einmitt skrifað áhugaverða grein, „Að fyrirgefa ekki – gildi gremjunnar fyrir einstaklinga og samfélög“, þar sem hún bendir annars vegar á að sumt sé einfaldlega ófyrirgefanlegt og að í kristninni sé það aðeins Guð sem geti mögulega fyrirgefið hið ófyrirgefanlega. Hin kristna sýn er sú að það sé bara sá sem valdið hefur sem getur fyrirgefið. Það samrýmist því hvorki kristinni siðfræði né femínískri sýn á fyrirgefninguna að látið sé í veðri vaka að þolendur kynferðisofbeldis skuldi gerendum fyrirgefningu, eða nokkuð annað. Því vakti það talsverða undrun og jafnvel gremju, sem er víst ekki mjög dömuleg tilfinning, að lesa greinina „Nauðgunarmenningin“ eftir Bjarna Karlsson, prest og MA í kynlífssiðfræði, sem birtist í Fréttablaðinu 30. ágúst. Greinin fer ágætlega af stað og fjallar um stöðu kvenna og valdaleysi í samfélaginu, í samhengi við yfirráð karla, og leiðist svo út í umfjöllun um #metoo-byltinguna. Bjarni skriplar þó heldur betur á skötunni þegar hann endar greinina á því að fordæma það að fjallað sé um kynferðisbrotamenn í fjölmiðlum og kallar eftir því að samfélagið kunni skil á „iðrun, yfirbót og fyrirgefningu“ og segir svo að samfélag manna muni „ekki dafna ef við kunnum ekki að endurreisa fólk.“ Það er ekki alveg ljóst af skrifum Bjarna hverjir það eru sem eiga að iðrast, sýna yfirbót og fyrirgefa en svo virðist sem að það séu jafnvel blaðamenn og aðrir sem halda umræðu um kynferðisofbeldi og gerendur þess á lofti. Þetta er vægast sagt furðulegt niðurlag greinar sem hefst á umræðu um hvað allt sé að opnast, nú megi ræða kynferðisbrot og skila skömminni, bæði konur og karlar. En hvað svo? Má ekki tala um gerendur þessa sama ofbeldis nema þeir séu af lægri stéttum? Eigum við að hafa jafnvel enn meira umburðarlyndi þegar kemur að fólki sem treyst hefur verið fyrir valdi og ábyrgð yfir öðru fólki af stofnunum samfélagsins?Kristín I. ?Pálsdóttir f.h. ráðs ?RótarinnarForréttindablinda Það er ansi langt í að réttlætinu sé fullnægt gagnvart þolendum kynferðisofbeldis á Íslandi, og ótal gögn staðfesta það. Nægir þar að benda á tölfræði um sakfellingar í kynferðisbrotamálum, rannsóknir á forréttindablindu dómara, og annarra starfsmanna réttarkerfisins, og nýleg dæmi um sýknudóma sem ofbjóða réttlætistilfinningu þorra landsmanna. Ofbeldismenn axla alla jafna ekki ábyrgð á gjörðum sínum né játa sekt sína. Fátítt er að heyra um iðrun þeirra eða yfirbót. Aðeins eitt dæmi kemur t.d. upp í hugann um mann sem viðurkenndi að hafa nauðgað og þar sem slíkt er svo sjaldgæft vakti það heimsathygli. Á meðan staða mála er þannig að það komist í heimsfréttir ef kynferðisbrotamaður axlar ábyrgð á gjörðum sínum ættum við alls ekki að vera að ræða um fyrirgefninguna í þessu samhengi og það er spurning hvað hún á almennt mikið erindi í umræðu um kynferðisofbeldi. Til er saga um mann sem stolið var af og fékk upp frá því viðurnefnið þjófur. Yfirskrift Bjarna á grein sinni, „Nauðgunarmenningin“, kallar á nauðsyn þess að við beinum sjónum að þeim sem nauðga. Annars munum við búa við óbreytt ástand og þá var til lítils af stað farið með #MeToo. Þegar fólk hefur brotið gegn ákveðnum siðferðislegum viðmiðum samfélagsins er hreinlega ekki aftur snúið, það á ekki aftur erindi inn á ákveðin svið og þarf að haga lífi sínu í takt við það. Það fer best á því að styðja fólk í því að skilja að gjörðir hafa afleiðingar og ekki bara lagalegar. Ákveðnar brýr hafa brotnað og verða ekki aftur færar einstaklingum sem gerst hafa sekir um „hið ófyrirgefanlega“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Heimspekingurinn Kathryn Norlock setur fram femíníska kenningu um fyrirgefninguna í bókinni „Forgiveness from a feminist perspective“. Kyn er lykilhugtak þegar kemur að því að rýna í hugtakið „fyrirgefning“ og Norlock færir fyrir því rök að það sé rík tilhneiging til að ætlast til fyrirgefningar af hendi kvenna, en mun síður karla, og að sáttfýsi og fúsleikinn til að fyrirgefa sé iðulega tengdur kvenleikanum. Þá bendir Norlock á að fyrirgefninguna verði alltaf að skoða út frá tengslum þeirra sem fyrirgefa og er fyrirgefið og að hefð sé fyrir því að horfa á fyrirgefninguna með augum heimspekingsins Kants, sem gerði ráð fyrir því að hún ætti sér stað á milli jafningja. Fyrirgefningin er hins vegar alltaf háð samhengi og valdatengslum og þar komum við aftur að kyninu þar sem sambönd okkar og valdastaða eru verulega háð því af hvaða kyni við erum. Það er því gagnslítið að ræða um fyrirgefninguna í tengslalausu tómarúmi. Sólveig Anna Bóasdóttir, prófessor í guðfræðilegri siðfræði, hefur einmitt skrifað áhugaverða grein, „Að fyrirgefa ekki – gildi gremjunnar fyrir einstaklinga og samfélög“, þar sem hún bendir annars vegar á að sumt sé einfaldlega ófyrirgefanlegt og að í kristninni sé það aðeins Guð sem geti mögulega fyrirgefið hið ófyrirgefanlega. Hin kristna sýn er sú að það sé bara sá sem valdið hefur sem getur fyrirgefið. Það samrýmist því hvorki kristinni siðfræði né femínískri sýn á fyrirgefninguna að látið sé í veðri vaka að þolendur kynferðisofbeldis skuldi gerendum fyrirgefningu, eða nokkuð annað. Því vakti það talsverða undrun og jafnvel gremju, sem er víst ekki mjög dömuleg tilfinning, að lesa greinina „Nauðgunarmenningin“ eftir Bjarna Karlsson, prest og MA í kynlífssiðfræði, sem birtist í Fréttablaðinu 30. ágúst. Greinin fer ágætlega af stað og fjallar um stöðu kvenna og valdaleysi í samfélaginu, í samhengi við yfirráð karla, og leiðist svo út í umfjöllun um #metoo-byltinguna. Bjarni skriplar þó heldur betur á skötunni þegar hann endar greinina á því að fordæma það að fjallað sé um kynferðisbrotamenn í fjölmiðlum og kallar eftir því að samfélagið kunni skil á „iðrun, yfirbót og fyrirgefningu“ og segir svo að samfélag manna muni „ekki dafna ef við kunnum ekki að endurreisa fólk.“ Það er ekki alveg ljóst af skrifum Bjarna hverjir það eru sem eiga að iðrast, sýna yfirbót og fyrirgefa en svo virðist sem að það séu jafnvel blaðamenn og aðrir sem halda umræðu um kynferðisofbeldi og gerendur þess á lofti. Þetta er vægast sagt furðulegt niðurlag greinar sem hefst á umræðu um hvað allt sé að opnast, nú megi ræða kynferðisbrot og skila skömminni, bæði konur og karlar. En hvað svo? Má ekki tala um gerendur þessa sama ofbeldis nema þeir séu af lægri stéttum? Eigum við að hafa jafnvel enn meira umburðarlyndi þegar kemur að fólki sem treyst hefur verið fyrir valdi og ábyrgð yfir öðru fólki af stofnunum samfélagsins?Kristín I. ?Pálsdóttir f.h. ráðs ?RótarinnarForréttindablinda Það er ansi langt í að réttlætinu sé fullnægt gagnvart þolendum kynferðisofbeldis á Íslandi, og ótal gögn staðfesta það. Nægir þar að benda á tölfræði um sakfellingar í kynferðisbrotamálum, rannsóknir á forréttindablindu dómara, og annarra starfsmanna réttarkerfisins, og nýleg dæmi um sýknudóma sem ofbjóða réttlætistilfinningu þorra landsmanna. Ofbeldismenn axla alla jafna ekki ábyrgð á gjörðum sínum né játa sekt sína. Fátítt er að heyra um iðrun þeirra eða yfirbót. Aðeins eitt dæmi kemur t.d. upp í hugann um mann sem viðurkenndi að hafa nauðgað og þar sem slíkt er svo sjaldgæft vakti það heimsathygli. Á meðan staða mála er þannig að það komist í heimsfréttir ef kynferðisbrotamaður axlar ábyrgð á gjörðum sínum ættum við alls ekki að vera að ræða um fyrirgefninguna í þessu samhengi og það er spurning hvað hún á almennt mikið erindi í umræðu um kynferðisofbeldi. Til er saga um mann sem stolið var af og fékk upp frá því viðurnefnið þjófur. Yfirskrift Bjarna á grein sinni, „Nauðgunarmenningin“, kallar á nauðsyn þess að við beinum sjónum að þeim sem nauðga. Annars munum við búa við óbreytt ástand og þá var til lítils af stað farið með #MeToo. Þegar fólk hefur brotið gegn ákveðnum siðferðislegum viðmiðum samfélagsins er hreinlega ekki aftur snúið, það á ekki aftur erindi inn á ákveðin svið og þarf að haga lífi sínu í takt við það. Það fer best á því að styðja fólk í því að skilja að gjörðir hafa afleiðingar og ekki bara lagalegar. Ákveðnar brýr hafa brotnað og verða ekki aftur færar einstaklingum sem gerst hafa sekir um „hið ófyrirgefanlega“.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar