Tíst Trump um dómsmálaráðherrann kennt við „bananalýðveldi“ Kjartan Kjartansson skrifar 3. september 2018 22:58 Trump hefur verið argur dómsmálaráðherra sínum (t.h.) vegna Rússarannsóknarinnar. Hann virðist telja það hlutverk dómsmálaráðherrans að verja forsetann. Vísir/EPA Gagnrýni Donalds Trump Bandaríkjaforseta á störf dómsmálaráðherra síns á Twitter í dag hefur vakið fordæmingu, ekki aðeins í röðum pólitískra andstæðinga heldur einnig hjá sumum flokksbræðrum hans. Trump virtist gefa í skyn í tístinu að ráðherrann ætti að stöðva sakamálarannsóknir sem kæmu sér illa fyrir flokk þeirra. Einn þingmaður repúblikana tengir hugarfar forsetans til réttarkerfisins við bananalýðveldi. Bandaríkjaforseti hefur ítrekað baunað á Jeff Sessions, dómsmálaráðherra sinn, undanfarin misseri. Trump hefur verið ósáttur við Sessions allt frá því að sá síðarnefndi lýsti sig vanhæfan til að hafa umsjón með Rússarannsókninni svonefndu sem beinist að því hvort að framboð Trump hafi átt í samráði við útsendara rússneskra stjórnvalda í fyrra. Nýjasta tíst forsetans þar sem hann beinir spjótum sínum enn og aftur að Sessions hefur hins vegar vakið sérstaka athygli. Þar fer Trump kaldhæðnislegum orðum um Sessions í tengslum við ákærur á hendur tveimur þingmönnum repúblikana sem voru einir fyrstu stuðningsmenn Trump á þingi þegar hann bauð sig fyrst fram. „Tvær langvarandi, Obama-tíðar, rannsóknir á tveimur mjög vinsælum þingmönnum repúblikana voru leiddar til vel auglýstra ákæra rétt fyrir þingkosningarnar af dómsmálaráðherra Jeffs Sessions. Tveir auðveldir sigrar eru nú í hættu vegna þess að það er ekki nægur tími. Vel gert Jeff......“ tísti Trump.Two long running, Obama era, investigations of two very popular Republican Congressmen were brought to a well publicized charge, just ahead of the Mid-Terms, by the Jeff Sessions Justice Department. Two easy wins now in doubt because there is not enough time. Good job Jeff......— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 3, 2018 Þar virtist hann vísa til ákæra á hendur Chris Collins, fulltrúadeildarþingmanns frá New York, og Duncan D. Hunter, fulltrúadeildarþingmanns frá Kaliforníu. Collins er ákærður fyrir innherjasvik en Hunter fyrir að hafa dregið sér fé frá forsetaframboði Trump. Sá fyrrnefndi var ákærður sex mánuðum eftir að Trump tók við embætti, þvert á það sem forsetinn tísti. Forsenda tísts Trump virtist vera að Sessions hefði átt að beita sér til þess að stöðva rannsóknir og ákærur sem kæmu sér illa fyrir forsetann og Repúblikanaflokkinn í aðdraganda þingkosninga sem fara fram í nóvember.Reuters-fréttastofan segir að talskona dómsmálaráðuneytisins hafi beðist undan því að tjá sig um ummæli forsetans.Ætti frekar að verja stjórnarskrá og hlutleysi réttarkerfisins Demókratar gagnrýndu ummæli forsetans og átöldu virðingarleysi hans fyrir lögum og reglum, þar á meðal Brian Schatz, öldungadeildarþingmaður flokksins. „Hann felur ekki hvernig hann lítur á lögin, löggæslu, réttlætið. Í hans heimi sverja þeir honum hollustueið, ekki stjórnarskránni eða lögunum,“ tísti Schatz. Gagnrýnin var þó ekki bundin við demókrata. Ben Sasse, öldungadeildarþingmaður repúblikana og fulltrúi í dómsmálanefnd öldungadeildarinnar, sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann brást við tísti forsetans. „Bandaríkin eru ekki eitthvað bananalýðveldi með tveggja laga dómskerfi, eitt fyrir flokkinn í meirihluta og annað fyrir flokkinn í minnihluta. Þessir tveir menn hafa verið ákærðir fyrir glæpi á grundvelli sannana, ekki vegna þess hver var forseti þegar rannsóknirnar hófust,“ sagði í yfirlýsingunni. Ráðlagði Sasse forsetanum að verja stjórnarskrá landsins og verja hlutleysi réttarkerfisins í stað þess að tjá sig um rannsóknir og ákærur sem enn séu til meðferðar í því.GOP Sen. Ben Sasse suggests Trump's tweets about Sessions hurting GOP congressmen akin to a “banana republic” pic.twitter.com/mVEQRzGlAo— Aaron Blake (@AaronBlake) September 3, 2018 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Fyrsti stuðningsmaður Trump á þingi ákærður og handtekinn fyrir innherjasvik Þingmanninum er gefið að sök að hafa notað innherjaupplýsingar um niðurstöður lyfjatilraunar til að forðast tap þegar hlutabréf féllu í áströlsku líftæknifyrirtæki. 8. ágúst 2018 14:53 Notaði kosningasjóði sem eigin sparibauka Þingmaðurinn Duncan Hunter, einn af fyrstu stuðningsmönnum Trump á þingi, var ákærður ásamt eiginkonu sinni í Kaliforníu í gær. Hann segir að um samsæri sé að ræða. 22. ágúst 2018 10:25 Sessions setur hnefann í borðið og vísar ávirðingum Trumps til föðurhúsanna Jeff Sessions segist áfram ætla að vera faglegur í starfi. Þrýstingur frá Bandaríkjaforseta muni ekki hafa áhrif á störf hans. 23. ágúst 2018 18:34 Trump segir að Sessions ætti að stöðva Mueller Jeff Sessions sagði sig frá Rússarannsókninni á sínum tíma, eftir að í ljós kom að hann hafði sagt þingmönnum ósatt um samskipti sín og Sergei Kislyak, þáverandi sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum. 1. ágúst 2018 14:20 Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Innlent Fleiri fréttir Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Sjá meira
Gagnrýni Donalds Trump Bandaríkjaforseta á störf dómsmálaráðherra síns á Twitter í dag hefur vakið fordæmingu, ekki aðeins í röðum pólitískra andstæðinga heldur einnig hjá sumum flokksbræðrum hans. Trump virtist gefa í skyn í tístinu að ráðherrann ætti að stöðva sakamálarannsóknir sem kæmu sér illa fyrir flokk þeirra. Einn þingmaður repúblikana tengir hugarfar forsetans til réttarkerfisins við bananalýðveldi. Bandaríkjaforseti hefur ítrekað baunað á Jeff Sessions, dómsmálaráðherra sinn, undanfarin misseri. Trump hefur verið ósáttur við Sessions allt frá því að sá síðarnefndi lýsti sig vanhæfan til að hafa umsjón með Rússarannsókninni svonefndu sem beinist að því hvort að framboð Trump hafi átt í samráði við útsendara rússneskra stjórnvalda í fyrra. Nýjasta tíst forsetans þar sem hann beinir spjótum sínum enn og aftur að Sessions hefur hins vegar vakið sérstaka athygli. Þar fer Trump kaldhæðnislegum orðum um Sessions í tengslum við ákærur á hendur tveimur þingmönnum repúblikana sem voru einir fyrstu stuðningsmenn Trump á þingi þegar hann bauð sig fyrst fram. „Tvær langvarandi, Obama-tíðar, rannsóknir á tveimur mjög vinsælum þingmönnum repúblikana voru leiddar til vel auglýstra ákæra rétt fyrir þingkosningarnar af dómsmálaráðherra Jeffs Sessions. Tveir auðveldir sigrar eru nú í hættu vegna þess að það er ekki nægur tími. Vel gert Jeff......“ tísti Trump.Two long running, Obama era, investigations of two very popular Republican Congressmen were brought to a well publicized charge, just ahead of the Mid-Terms, by the Jeff Sessions Justice Department. Two easy wins now in doubt because there is not enough time. Good job Jeff......— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 3, 2018 Þar virtist hann vísa til ákæra á hendur Chris Collins, fulltrúadeildarþingmanns frá New York, og Duncan D. Hunter, fulltrúadeildarþingmanns frá Kaliforníu. Collins er ákærður fyrir innherjasvik en Hunter fyrir að hafa dregið sér fé frá forsetaframboði Trump. Sá fyrrnefndi var ákærður sex mánuðum eftir að Trump tók við embætti, þvert á það sem forsetinn tísti. Forsenda tísts Trump virtist vera að Sessions hefði átt að beita sér til þess að stöðva rannsóknir og ákærur sem kæmu sér illa fyrir forsetann og Repúblikanaflokkinn í aðdraganda þingkosninga sem fara fram í nóvember.Reuters-fréttastofan segir að talskona dómsmálaráðuneytisins hafi beðist undan því að tjá sig um ummæli forsetans.Ætti frekar að verja stjórnarskrá og hlutleysi réttarkerfisins Demókratar gagnrýndu ummæli forsetans og átöldu virðingarleysi hans fyrir lögum og reglum, þar á meðal Brian Schatz, öldungadeildarþingmaður flokksins. „Hann felur ekki hvernig hann lítur á lögin, löggæslu, réttlætið. Í hans heimi sverja þeir honum hollustueið, ekki stjórnarskránni eða lögunum,“ tísti Schatz. Gagnrýnin var þó ekki bundin við demókrata. Ben Sasse, öldungadeildarþingmaður repúblikana og fulltrúi í dómsmálanefnd öldungadeildarinnar, sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann brást við tísti forsetans. „Bandaríkin eru ekki eitthvað bananalýðveldi með tveggja laga dómskerfi, eitt fyrir flokkinn í meirihluta og annað fyrir flokkinn í minnihluta. Þessir tveir menn hafa verið ákærðir fyrir glæpi á grundvelli sannana, ekki vegna þess hver var forseti þegar rannsóknirnar hófust,“ sagði í yfirlýsingunni. Ráðlagði Sasse forsetanum að verja stjórnarskrá landsins og verja hlutleysi réttarkerfisins í stað þess að tjá sig um rannsóknir og ákærur sem enn séu til meðferðar í því.GOP Sen. Ben Sasse suggests Trump's tweets about Sessions hurting GOP congressmen akin to a “banana republic” pic.twitter.com/mVEQRzGlAo— Aaron Blake (@AaronBlake) September 3, 2018
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Fyrsti stuðningsmaður Trump á þingi ákærður og handtekinn fyrir innherjasvik Þingmanninum er gefið að sök að hafa notað innherjaupplýsingar um niðurstöður lyfjatilraunar til að forðast tap þegar hlutabréf féllu í áströlsku líftæknifyrirtæki. 8. ágúst 2018 14:53 Notaði kosningasjóði sem eigin sparibauka Þingmaðurinn Duncan Hunter, einn af fyrstu stuðningsmönnum Trump á þingi, var ákærður ásamt eiginkonu sinni í Kaliforníu í gær. Hann segir að um samsæri sé að ræða. 22. ágúst 2018 10:25 Sessions setur hnefann í borðið og vísar ávirðingum Trumps til föðurhúsanna Jeff Sessions segist áfram ætla að vera faglegur í starfi. Þrýstingur frá Bandaríkjaforseta muni ekki hafa áhrif á störf hans. 23. ágúst 2018 18:34 Trump segir að Sessions ætti að stöðva Mueller Jeff Sessions sagði sig frá Rússarannsókninni á sínum tíma, eftir að í ljós kom að hann hafði sagt þingmönnum ósatt um samskipti sín og Sergei Kislyak, þáverandi sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum. 1. ágúst 2018 14:20 Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Innlent Fleiri fréttir Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Sjá meira
Fyrsti stuðningsmaður Trump á þingi ákærður og handtekinn fyrir innherjasvik Þingmanninum er gefið að sök að hafa notað innherjaupplýsingar um niðurstöður lyfjatilraunar til að forðast tap þegar hlutabréf féllu í áströlsku líftæknifyrirtæki. 8. ágúst 2018 14:53
Notaði kosningasjóði sem eigin sparibauka Þingmaðurinn Duncan Hunter, einn af fyrstu stuðningsmönnum Trump á þingi, var ákærður ásamt eiginkonu sinni í Kaliforníu í gær. Hann segir að um samsæri sé að ræða. 22. ágúst 2018 10:25
Sessions setur hnefann í borðið og vísar ávirðingum Trumps til föðurhúsanna Jeff Sessions segist áfram ætla að vera faglegur í starfi. Þrýstingur frá Bandaríkjaforseta muni ekki hafa áhrif á störf hans. 23. ágúst 2018 18:34
Trump segir að Sessions ætti að stöðva Mueller Jeff Sessions sagði sig frá Rússarannsókninni á sínum tíma, eftir að í ljós kom að hann hafði sagt þingmönnum ósatt um samskipti sín og Sergei Kislyak, þáverandi sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum. 1. ágúst 2018 14:20